Erlent

Ótti Rússa ástæðulaus segir Powell

Colin Powell, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir að ótti Rússa við að Bandaríkjamenn séu að seilast til áhrifa í Úkraínu sé ástæðulaus. Powell sagði að Úkraínumenn eigi skilið heiðarlegar kosningar og að þeir þurfi ekki að velja á milli austurs og vesturs. Hæstiréttur Úkraínu hefur úrskurðað að forsetakosningarnar, sem haldnar voru í nóvember síðastliðnum, skuli endurteknar vegna kosningasvindls.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×