Sport

Sanngjarn sigur hjá Keflavík

"Það eru mikil vonbrigði að tapa þessum leik. Við spiluðum mjög illa í fyrri hálfleik og það var eins og við værum ekki tilbúnir í leikinn. Ég held að það hafi verið sanngjarnt að Keflavík fór með sigur af hólmi," sagði danski varnarmaðurinn Ronni Hartvig. Hann fékk dæmda á sig vítaspyrnu strax á 11. mínútu, þá sjöttu í sumar, og aðspurður sagðist hann ekki skilja af hverju hann hefði fengið á sig svona margar vítaspyrnur í sumar. Kristinn [Jakobsson] hefur verið duglegur að dæma á mig vítaspyrnur í sumar [þrjár af þeim sex spyrnum sem Hartvig hefur fengið dæmdar á sig hafa komið í leik sem Kristinn hefur dæmt, innsk. blm.] en ég held að þessi hafi verið réttlát. Þetta var klaufa- og heimskulegt hjá mér en enn þá klaufalegra hjá öllu liðinu að láta manninn komast þetta langt því hann var einn á móti fjórum varnarmönnum. Það er erfitt að fá á sig mark svona snemma og ég held að leikurinn hefði þróast öðruvísi ef þeir hefðu ekki skorað svona snemma," sagði Hartvig sem veit ekki hvort hann spili með KA á næsta tímabili. "Við munum setjast niður og ræða málin í vikunni. Mér líður vel á Íslandi en ég veit ekki hvað verður."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×