Hvað kom fyrir Júsjenko? 30. nóvember 2004 00:01 Nafn gamla Sovétlýðveldisins Úkraínu heyrist sjaldan í fréttum á vesturlöndum. Það er næstum einsog eitthvert óformlegt samkomulag sé um það meðal fjölmiðla í okkar heimshluta að landið tilheyri öðrum menningarheimi; stórviðburði þurfi til þess að málefni þess beri á góma. Ekki furða þó margir eigi erfitt með að ná áttum - og nöfnum - þegar ástandið í Úkraínu er nú skyndilega fyrsta frétt í öllum sjónvarpsstöðvum og á forsíðum dagblaðanna. Það voru forsetakosningarnar í landinu á dögunum sem sköpuðu þessa athygli. Þar tókust á nafnarnir Viktor Janúkovits núverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Þótt þeir eigi margt sameiginlegt standa þeir fyrir ýmis ólík sjónarmið sem skipta umheiminn miklu; forsætisráðherrann er hliðhollur Rússum og stjórnvöld í Moskvu honum. Rússar teljast fimmtungur íbúa landsins þannig að áhugi þeirra á málefnum Úkraínu þarf ekki að koma á óvart. Og ekki er nema tæpur hálfur annar áratugur síðan Kremlverjar fóru með öll raunveruleg völd í landinu; það breyttist hins vegar þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Júsjenko er hliðhollari vesturlöndum og lítt hrifinn að ásælni Moskvuvaldsins. Andúð Pútíns Rússlandsforseta á honum fer ekki leynt.Lýðræði á sér skamma sögu í Úkraínu. Skortur á lýðræðishefð og öflugum eftirlitsstofnunum ræður því að iðulega hafa leikreglur lýðræðis verið sniðgengnar í landinu. Í aðdraganda forsetakosninganna í síðasta mánuði höfðu menn innan Úkraínu sem utan áhyggjur af því að reynt yrði að spilla kosningum og falsa úrslitin. Og óháðir eftirlitsmenn með kosningunum eru sammála um að það hafi einmitt gerst. Framkvæmd kosninganna var í molum og ótal dæmi um svik og pretti voru skjalfest af eftirlitsmönnunum alþjóðlegra stofnana. Útgönguspár eftir lokun kjörstaða bentu eindregið til þess að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko hefði unnið sannfærandi sigur og yrði næsti forseti Úkraínu. Tölur sem stjórnvöld hafa birt sýna þveröfuga niðurstöðu; sigur forsætisráðherrans og þar með valdakerfisins í landinu. Rússnesk stjórnvöld fagna þessu en Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins hafa fordæmt vinnubrögðin og neita að viðurkenna úrslitin. Fólk hefur flykkst út á stræti Kænugarðs, höfðuðborgar Úkraínu, og annarra borga landsins og krafist þess að kosningarnar verði endurteknar. Upplausnarástand ríkir í landinu og fullkomin óvissa um hvað gerist næst. Við þessar aðstæður hafa sjónir heimsins skiljanlega beinst að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Hér verður staldrað við einn þátt þeirrar athygli. Útlit Júsjenkos hefur tekið snöggum og óskiljanlegum breytingum. Ekki er útilokað að ástæðan fyrir því sé valdabaráttan í Úkraínu. En hvernig má það vera? Rifjum fyrst upp úr fréttunum hver Júsjenko er. Hann er endurskoðandi að mennt og komst til áhrifa í úkraínskum stjórnmálum fyrir nokkrum árum; þótti aðsópsmikill, glæsilegur á velli og öflugur stjórnandi. Honum voru þakkaðir miklar endurbætur á fjármálakerfi landsins meðan hann var forsætisráðherra um skeið. Leiðir hans og Kuchma, núverandi en fráfarandi forseta, skildu fyrir þremur árum og í framhaldinu varð Júsjenko leiðtogi stjórnarandstæðinga. Júsjenko er rétt fimmtugur að aldri. Myndir sem teknar voru af honum í sumar, eins og sú til vinstri hér að ofan, sýna mann sem eftir flestum viðteknum viðmiðunum myndi kallast vel útlítandi með engin auðkenni eða lýti sem skera í augu. Sumum fannst hann svo myndarlegur að talað var um að hann minnti á kvikmyndastjörnu. Myndin til hægri, tekin fyirr nokkrum dögum, sýnir hins vegar gerólíkt andlit sem sýnist áratug eldra, húðin er upphleypt og bólugrafin, hárið sem var glansandi er orðið lífvana. Ekki beint andlit sem spáð yrði velgengni í fegurðarsamkeppni miðaldra karla! Hefur maðurinn elst svona á nokkrum vikum? Og hvað hrjáir hann í andlitinu?Góðar spurningar en engin svör. Júsjenko fór að verða var við þessar breytingar á andliti sínu síðsumars og leitaði sér þá meðal annars lækninga í Austurríki. Læknar þar og annars staðar hafa hins vegar hvorki getað gefið honum sitt gamla andlit aftur né skýrt breytingarnar á andliti hans. Alls konar tilgátur hafa verið settar fram, frá streitu og heiftarlegri matareitrun til einhvers konar sýkingar eða eitrunar sem Júsjenko hafi verið veitt af ásetningi í því skyni að skaða hann, jafnt ásjónu hans sem heilsu. Sjálfur hallast hann að síðast nefndu skýringunni. Ekki er óeðlilegt að einhverjir spyrji: Er þetta örugglega sami maðurinn? Saga Saddams Husseins sannar að tvífarar eru ekki bara til í reyfurum. Getur verið að skipt hafi verið um mann? Að þetta sé alls ekki Júsjenko? Sá góði og fallegi maður sé einhvers staðar bak við lás og slá? Óhætt mun að svara þessum spurningum neitandi. Þrátt fyrir lýtin á andliti Júsjenkos þekkja menn hann nógu vel til að vísa öllum slíkum vangaveltum á bug. Andlitin tvö á myndunum á einn og sami maðurinn. Erlendir fjölmiðlar hafa leitað til lækna, hver í sínu heimalandi, og lagt fyrir þá að leysa ráðgátuna um andlit Júsjenkos. Svörin eru misvísandi og enginn treystir sér til að kveða upp úr um í málinu. Gaman væri að heyra í íslenskum læknum. Það skyldi þó aldrei vera að þeir finndu lausnina? Ef einhver þeirra les þessa samantekt er athygli vakin á því að hægt er segja skoðun sína með því að smella á viðeigandi reit hér fyrir neðan. Sama kost eiga aðrir lesendur. Kannast einhver þeirra við dæmi um svipað atvik? Getur einhver þeirra skýrt hvað er á seyði?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Sjá meira
Nafn gamla Sovétlýðveldisins Úkraínu heyrist sjaldan í fréttum á vesturlöndum. Það er næstum einsog eitthvert óformlegt samkomulag sé um það meðal fjölmiðla í okkar heimshluta að landið tilheyri öðrum menningarheimi; stórviðburði þurfi til þess að málefni þess beri á góma. Ekki furða þó margir eigi erfitt með að ná áttum - og nöfnum - þegar ástandið í Úkraínu er nú skyndilega fyrsta frétt í öllum sjónvarpsstöðvum og á forsíðum dagblaðanna. Það voru forsetakosningarnar í landinu á dögunum sem sköpuðu þessa athygli. Þar tókust á nafnarnir Viktor Janúkovits núverandi forsætisráðherra og leiðtogi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Þótt þeir eigi margt sameiginlegt standa þeir fyrir ýmis ólík sjónarmið sem skipta umheiminn miklu; forsætisráðherrann er hliðhollur Rússum og stjórnvöld í Moskvu honum. Rússar teljast fimmtungur íbúa landsins þannig að áhugi þeirra á málefnum Úkraínu þarf ekki að koma á óvart. Og ekki er nema tæpur hálfur annar áratugur síðan Kremlverjar fóru með öll raunveruleg völd í landinu; það breyttist hins vegar þegar Sovétríkin liðuðust í sundur. Júsjenko er hliðhollari vesturlöndum og lítt hrifinn að ásælni Moskvuvaldsins. Andúð Pútíns Rússlandsforseta á honum fer ekki leynt.Lýðræði á sér skamma sögu í Úkraínu. Skortur á lýðræðishefð og öflugum eftirlitsstofnunum ræður því að iðulega hafa leikreglur lýðræðis verið sniðgengnar í landinu. Í aðdraganda forsetakosninganna í síðasta mánuði höfðu menn innan Úkraínu sem utan áhyggjur af því að reynt yrði að spilla kosningum og falsa úrslitin. Og óháðir eftirlitsmenn með kosningunum eru sammála um að það hafi einmitt gerst. Framkvæmd kosninganna var í molum og ótal dæmi um svik og pretti voru skjalfest af eftirlitsmönnunum alþjóðlegra stofnana. Útgönguspár eftir lokun kjörstaða bentu eindregið til þess að frambjóðandi stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko hefði unnið sannfærandi sigur og yrði næsti forseti Úkraínu. Tölur sem stjórnvöld hafa birt sýna þveröfuga niðurstöðu; sigur forsætisráðherrans og þar með valdakerfisins í landinu. Rússnesk stjórnvöld fagna þessu en Bandaríkin og ríki Evrópusambandsins hafa fordæmt vinnubrögðin og neita að viðurkenna úrslitin. Fólk hefur flykkst út á stræti Kænugarðs, höfðuðborgar Úkraínu, og annarra borga landsins og krafist þess að kosningarnar verði endurteknar. Upplausnarástand ríkir í landinu og fullkomin óvissa um hvað gerist næst. Við þessar aðstæður hafa sjónir heimsins skiljanlega beinst að leiðtoga stjórnarandstöðunnar Viktor Júsjenko. Hér verður staldrað við einn þátt þeirrar athygli. Útlit Júsjenkos hefur tekið snöggum og óskiljanlegum breytingum. Ekki er útilokað að ástæðan fyrir því sé valdabaráttan í Úkraínu. En hvernig má það vera? Rifjum fyrst upp úr fréttunum hver Júsjenko er. Hann er endurskoðandi að mennt og komst til áhrifa í úkraínskum stjórnmálum fyrir nokkrum árum; þótti aðsópsmikill, glæsilegur á velli og öflugur stjórnandi. Honum voru þakkaðir miklar endurbætur á fjármálakerfi landsins meðan hann var forsætisráðherra um skeið. Leiðir hans og Kuchma, núverandi en fráfarandi forseta, skildu fyrir þremur árum og í framhaldinu varð Júsjenko leiðtogi stjórnarandstæðinga. Júsjenko er rétt fimmtugur að aldri. Myndir sem teknar voru af honum í sumar, eins og sú til vinstri hér að ofan, sýna mann sem eftir flestum viðteknum viðmiðunum myndi kallast vel útlítandi með engin auðkenni eða lýti sem skera í augu. Sumum fannst hann svo myndarlegur að talað var um að hann minnti á kvikmyndastjörnu. Myndin til hægri, tekin fyirr nokkrum dögum, sýnir hins vegar gerólíkt andlit sem sýnist áratug eldra, húðin er upphleypt og bólugrafin, hárið sem var glansandi er orðið lífvana. Ekki beint andlit sem spáð yrði velgengni í fegurðarsamkeppni miðaldra karla! Hefur maðurinn elst svona á nokkrum vikum? Og hvað hrjáir hann í andlitinu?Góðar spurningar en engin svör. Júsjenko fór að verða var við þessar breytingar á andliti sínu síðsumars og leitaði sér þá meðal annars lækninga í Austurríki. Læknar þar og annars staðar hafa hins vegar hvorki getað gefið honum sitt gamla andlit aftur né skýrt breytingarnar á andliti hans. Alls konar tilgátur hafa verið settar fram, frá streitu og heiftarlegri matareitrun til einhvers konar sýkingar eða eitrunar sem Júsjenko hafi verið veitt af ásetningi í því skyni að skaða hann, jafnt ásjónu hans sem heilsu. Sjálfur hallast hann að síðast nefndu skýringunni. Ekki er óeðlilegt að einhverjir spyrji: Er þetta örugglega sami maðurinn? Saga Saddams Husseins sannar að tvífarar eru ekki bara til í reyfurum. Getur verið að skipt hafi verið um mann? Að þetta sé alls ekki Júsjenko? Sá góði og fallegi maður sé einhvers staðar bak við lás og slá? Óhætt mun að svara þessum spurningum neitandi. Þrátt fyrir lýtin á andliti Júsjenkos þekkja menn hann nógu vel til að vísa öllum slíkum vangaveltum á bug. Andlitin tvö á myndunum á einn og sami maðurinn. Erlendir fjölmiðlar hafa leitað til lækna, hver í sínu heimalandi, og lagt fyrir þá að leysa ráðgátuna um andlit Júsjenkos. Svörin eru misvísandi og enginn treystir sér til að kveða upp úr um í málinu. Gaman væri að heyra í íslenskum læknum. Það skyldi þó aldrei vera að þeir finndu lausnina? Ef einhver þeirra les þessa samantekt er athygli vakin á því að hægt er segja skoðun sína með því að smella á viðeigandi reit hér fyrir neðan. Sama kost eiga aðrir lesendur. Kannast einhver þeirra við dæmi um svipað atvik? Getur einhver þeirra skýrt hvað er á seyði?Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir Skoðun