Höldum því sem gott er 14. júlí 2004 00:01 Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Mín skoðun - Gunnar Smári Egilsson Forsvarsmenn bæði Gallup á Íslandi og Félagsvísindastofnunar hafa tjáð sig um nýlega skoðanakönnun Fréttablaðsins í ríkismiðlunum -- annars vegar á Rás 2 og hins vegar Ríkissjónvarpinu. Báðir hafa dregið niðurstöður kannana Fréttablaðsins í efa á þeim forsendum að þær séu ekki gerðar með sömu aðferðum og þessi tvö fyrirtæki noti þegar þau framkvæma kannanir. Það er í sjálfu sér eðlileg kennd að finnast sinn fugl fagur og ekki hægt að skamma þessa ágætu fulltrúa sinna fyrirtækja fyrir að hafa trú á eigin könnunum. Það er hins vegar engin ástæða fyrir þá að reyna að telja fólki trú um að annarra fuglar séu ljótir. Og í þessu tilfelli eiga þeir að vita betur. Gagnrýni þessara aðila á þær aðferðir sem notaðar eru við kannanir Fréttablaðsins er síður en svo ný af nálinni. Hana má rekja aldarfjórðung aftur í tímann eða allt aftur til þess tíma þegar Dagblaðið gamla hóf að gera skoðanakannanir undir stjórn Hauks heitins Helgasonar aðstoðarritstjóra. Haukur var ágætlega Ameríkumenntaður hagfræðingur og vel kunnugur skoðanakönnunum. Hann beitti sambærilegum aðferðum og annar Ameríkumenntaður frumkvöðull skoðanakannana á Íslandi, Bragi Jósepsson. Þeir töldu að íslenskt samfélag væri svo einsleitt að flóknar aðferðir við val á úrtaki eða lýðfræðilegur útreikningur á svörum í könnunum væri ekki aðeins ónauðsynlegt heldur gæti jafnvel skekkt niðurstöður kannana. Flókin aðferðafræði við framkvæmd skoðanakannana sem er nauðsynleg við könnun á afstöðu allra íbúa Bandaríkjanna til tiltekins máls getur verið fullkomlega óþörf ef aðeins á að kanna afstöðu fólks í litlu úthverfi einnar borgar. Ef ekki er að búast við miklum afstöðumun eftir aldri, menntun eða atvinnu nægir að hringja tilviljanakennt í nægjanlega stóran hóp fólks til að fá mynd af afstöðu allra íbúanna. Eins og við kannanir Dagblaðsins og síðar DV er ekki stuðst við fyrirframvalið úrtak í könnunum Fréttablaðsins. Símanúmer eru valin tilviljanakennt og vanalega hringt þar til fengin eru 800 svör -- en stundum eru gerðar stærri kannanir. Þau skiptast jafnt á milli kynja og hlutfallslega eftir kjördæmum. Flóknara er það ekki. Þótt til sé hátimbraðri aðferðafræði þá hefur reynslan sýnt að þeir Haukur og Bragi höfðu rétt fyrir sér. Skoðanakannir Dagblaðsins og síðar DV og Fréttablaðsins hafa reynst vera með allra bestu skoðanakönnunum þegar þær eru bornar saman við kosningar. Skoðanakönnun Fréttablaðsins sagði þannig fyrir um úrslit forsetakosninganna í síðasta mánuði og var næst úrslitum síðustu þingkosninga ásamt könnun Gallup. Í þeim kosningum sýndi könnun Félagsvísindastofnunar niðurstöðu sem var fjarri kosningaúrslitum. Þessa ágætu sögu skoðanakannana Fréttablaðsins og forvera þess þekktu báðir fulltrúarnar sem vildu draga úr trúverðugleika þeirra og hefðu vel mátt vitna til hennar. Stundum látum við Íslendingar eins og nýmenntað fólk sem -- alveg eins og nýríkir -- getur verið full upptekið af því sem það hefur nýlega öðlast. Auðvitað er aðferðafræði skoðanakannana hin ágætustu vísindi en flókin aðferðafræði þarf ekki að gera kannanir betri þótt þau kitli fræðimannsmetnað aðstandenda þeirra. Páll postuli segir einhvers staðar að við skyldum reyna allt og halda því sem gott er. Miðað við reynsluna af könnunum Dagblaðsins, DV og síðan Fréttablaðsins er augljóst að þær aðferðir sem Haukur Helgason mótaði fyrir aldarfjórðungi eru enn jafn góðar -- oftast betri -- en þær aðferðir sem helstu gagnrýnendur þeirra vilja styðjast við. Í þessu, sem öðru, mun Fréttablaðið halda því sem gott er.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun