Sport

Telur sig betri en Schumacher

"Þetta er engin ímyndun í mér heldur bláköld staðreynd að mínu viti," lét kappaksturshetjan brasilíska, Rubens Barrichello, hafa eftir sér um helgina en hann fullyrðir að hann sé betri ökumaður en heimsmeistarinn Michael Schumacher og geti unnið titil ökumanna á næsta ári. "Það er engin spurning að ég get unnið Michael og ég mun ekki hætta fyrr en ég næ því takmarki. Að mínu viti er hann ekki betri ökumaður en ég." Framundan er síðasta keppni ársins í Formúlu 1 í Brasilíu og hefur Schumacher 38 stiga forskot á félaga sinn Barrichello fyrir þá keppni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×