Drottinn eða Mammon? 2. desember 2004 00:01 Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun Landspítali í bráðri hættu Læknar á Landspítala Skoðun Vókismi gagnrýndur frá vinstri Andri Sigurðsson Skoðun Ölmusa útgerðarinnar Bolli Héðinsson Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Löng barátta XD fyrir jafnrétti og frelsi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það eru ekkert mörg ár síðan Langholtskirkju var skellt í lás, þegar saman tóku sig nokkrir trúarhópar sem ætluðu að sameinast í fyrirbæn kvöld eitt eftir að voveiflegir atburðir höfðu átt sér stað. Harmurinn risti svo djúpt að hópar fólks sem hversdagslega gátu ekki talað saman ákváðu að leggja stríðsaxir þverrifunnar til hliðar og sameinast í bæn til Guðs, þess eina afls í júníversinu sem velflestir trúarhópar eiga sameiginlegt (þótt ólíkar birtingarmyndir hafi). Ástæðan fyrir því að hurð þessarar tilteknu kirkju var skellt á nefið á trúuðu fólki í landinu var sú að yfirvöld í kirkjunni kærðu sig ekkert um alla þá kuklara og villutrúarmenn, sem höfðu af hreinni trúarþörf leyft sér að leita út fyrir bókstafstrúar heilaþvottinn úr prédikunum þjóðkirkju "þjónanna". Kirkjur landsins höfðu engan áhuga á fólki sem hugsaði, fólki sem var leitandi, fólki sem var ekki trúarlega fullnægt af því fólki sem hafði menntast í háskóla til þess að viðhalda hinni lögskipuðu íslensku trú. Hinni einu sönnu. Í ljós kom að gjörningurinn var bara hluti af hinu sanna og eðlilega sjálfseyðandi afli allra stofnana sem hafa vaxið sér yfir höfuð og kirkjunnar þjónum var í kjölfarið uppálagt að vera "næs" við leitandi fólk. Síðan hefur verið nokkur kyrrð á því mónópólíska trúartorgi. Þar til núna. Núna, þegar Hallgrímskirkja hefur orðið uppvís að því að taka hálfa milljón af tekjum af tónleikum til styrktar langveikum börnum og þeirra þjáðu og þjökuðu fjölskyldum. Rökin þau að kirkjan hefði mikinn kostnað af útleigu í "þessu tilfelli", legði fram starfsmenn, greiddi þrif og gríðarlega háan rafmagnsreikning. Svei mér þá, fyrir okkur fávísar sveitakonur ofan af Íslandi, hljómar þetta eins og hver önnur rómverska. Látum vera að kirkjan fái fyrir kostnaði þegar hún er leigð út til alls konar tónleikahalds til dýrðar drottni og tónlistargyðjunni, mannsröddinni og hljóðfærunum með öllum þeim Gloríum sem tónskáldin hafa smíðað. En í þessu tilfelli var um að ræða börnin sem Kristur óskaði eftir að yrði leyft að koma til sín. Eða, óskaði hann bara eftir þeim börnum sem kæmust til hans af sjálfsdáðum, fislétt og fljúgandi? Áttu hin að borga fyrir hreinsun á kirtli hans og þrifin á því stórmerkilega grjóti sem vörðuðu stíginn til hans, kertin og eldfærin sem lýstu þeim leiðina? Það þarf að þrífa heima hjá langveikum börnum. Það þarf að borga rafmagnsreikninga í lífi þeirra. Það þarf að borga fólki fyrir að starfa við líf þeirra. Þess vegna eru haldnir fjáröflunartónleikar af þessu tagi. Og það er óviðunandi að kirkjan opni dyr sínar fyrir þeim, glöð yfir fyrirsjáanlegum gróða, trúföst þeirri stefnu að gefa ekki neitt. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson Skoðun