Erlent

3 hermenn látnir eftir sprengingu

Þrír afganskir hermenn fórust í sprengingu í borginni Kandahar í morgun, að sögn lögreglustjóra borgarinnar sem taldi líklegt að tala fallinna myndi hækka. Blaðamönnum var meinað að kanna vettvanginn. Í gær var yfirlífvörður Múllah Ómars, leiðtoga Talíbana, handtekinn í nánd við Kandahar og í kjölfarið voru nokkrir bardagamenn Talíbana gómaðir í borginni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×