Erlent

5 hafa verið látnir lausir

Mannræningjar í Aþenu sem rændu rútu í morgun hafa látið fimm gísla lausa af þeim 26 sem þeir höfðu í haldi. Þeir segjast munu láta allar konur um borð lausar ef þeir fá bílstjóra um borð, ella fari þeira að taka gísla af lífi. Þeir vilja komast á flugvöllinn í Aþenu og fljúga þaðan til Rússlands. Mennirnir, sem eru rússneskumælandi, eru vopnaðir hríðskotabyssum og sprengjum. Lögregla hefur umkringt vagninn, en ekki er enn ljóst hvað mönnunum gengur til eða hvers vegna þeir vilja komast til Rússlands.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×