Sport

Gylfi til Cardiff eða Leeds

Landsliðsmaðurinn Gylfi Einarsson, sem er laus allra mála hjá norska liðinu Lilleström, dvelur nú hjá enska 1. deildarliðinu Cardiff þar sem hann hitta forráðamenn enska liðsins með samning í huga. Gyfli hefur ekki farið leynt með áhuga sinn á því að spila á Englandi en auk Cardiff þá hefur Leeds, sem einnig leikur í ensku 1. deildinni, sýnt Gylfa áhuga. Gylfi sagði í samtali við Fréttablaðið í gær að hann væri ágætlega bjartsýnn á að landa samningi í englandi en ef það gengi ekki eftir væri meginland Evrópu einnig kostur. Hann sagðist ekki hafa mikinn áhuga á því að spila áfram á Norðurlöndunum en sagðist þó vita af áhuga liða í Danmörk, Noregi og Svíþjóð. "Það er ágætt að hafa það í bakhöndinni ef allt klikkar," sagði Gylfi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×