Segir Hannes hræddan 20. ágúst 2004 00:01 Lögmaður aðstandenda Halldórs Laxness telur Hannes Hólmstein Gissurarson vera hræddan við að takast efnislega á við ásakanir á hendur sér um meintan ritstuld. Almenna bókafélagið hefur enn ekki gert útgáfusamning við Hannes um næsta bindi ævisögunnar um nóbelskáldið og óvíst er hvort hann verður gerður. Afkomendur Halldórs Laxness kærðu bókaskrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um nóbelskáldið til Siðanefndar Háskólans. Lögmaður hans krafðist frávísunar en fékk ekki. Þá höfðaði Hannes mál fyrir dómstólum til að hnekkja ákvörðun Siðanefndar. Sú meðferð hefst í næsta mánuði. Siðanefnd ákvað þá að halda áfram umfjöllun sinni, en Hannes krafðist þess að lögbann yrði þá sett á siðanefnd. Það féllst Héraðsdómur á. Það hefur margur orðið ringlaður af minna tilefni en Halldór Backmann, lögmaður afkomenda Laxness, er með skýringu á þessum lagaflækjum. Hann segir að of mikilli orku sé eytt í formlegar hliðar málsins. Það láti nærri að það sé einhverjum erfiðleikum bundið hjá gagnaðilum að verjast efnislega þeim ásökunum sem komið hafi fram af hálfu ýmissa aðila undanfarna mánuði. Halldór segir að málaferli gegn Hannesi fyrir ritstuld séu enn fyrirhuguð, en að undirbúningur og gagnaöflun hafi reynst mun tímafrekari en talið var í upphafi, og verður málið lagt fyrir dómstóla í haust. Almenna bókafélagið sem gaf út fyrsta bindi Hannesar um Halldór hefur enn ekki gert útgáfusamning um næsta bindi. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins, segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvort sá samningur verði gerður við Hannes, en að það skýrist á næstu vikum. Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira
Lögmaður aðstandenda Halldórs Laxness telur Hannes Hólmstein Gissurarson vera hræddan við að takast efnislega á við ásakanir á hendur sér um meintan ritstuld. Almenna bókafélagið hefur enn ekki gert útgáfusamning við Hannes um næsta bindi ævisögunnar um nóbelskáldið og óvíst er hvort hann verður gerður. Afkomendur Halldórs Laxness kærðu bókaskrif Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar um nóbelskáldið til Siðanefndar Háskólans. Lögmaður hans krafðist frávísunar en fékk ekki. Þá höfðaði Hannes mál fyrir dómstólum til að hnekkja ákvörðun Siðanefndar. Sú meðferð hefst í næsta mánuði. Siðanefnd ákvað þá að halda áfram umfjöllun sinni, en Hannes krafðist þess að lögbann yrði þá sett á siðanefnd. Það féllst Héraðsdómur á. Það hefur margur orðið ringlaður af minna tilefni en Halldór Backmann, lögmaður afkomenda Laxness, er með skýringu á þessum lagaflækjum. Hann segir að of mikilli orku sé eytt í formlegar hliðar málsins. Það láti nærri að það sé einhverjum erfiðleikum bundið hjá gagnaðilum að verjast efnislega þeim ásökunum sem komið hafi fram af hálfu ýmissa aðila undanfarna mánuði. Halldór segir að málaferli gegn Hannesi fyrir ritstuld séu enn fyrirhuguð, en að undirbúningur og gagnaöflun hafi reynst mun tímafrekari en talið var í upphafi, og verður málið lagt fyrir dómstóla í haust. Almenna bókafélagið sem gaf út fyrsta bindi Hannesar um Halldór hefur enn ekki gert útgáfusamning um næsta bindi. Bjarni Þorsteinsson, útgáfustjóri Almenna bókafélagsins, segir að enn hafi ekki verið ákveðið hvort sá samningur verði gerður við Hannes, en að það skýrist á næstu vikum.
Fréttir Innlent Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Sjá meira