Sport

Ronaldo í meiðslum

Cristiano Ronaldo, leikmaður Manchester United, hefur kvartað undan meiðslum í nára. Ronaldo átti að mæta til æfinga á nýjan leik til United eftir að Portúgalar voru slegnir út úr keppni á Ólympíuleikunum. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði að ekki væri vitað hversu slæm meiðslin væru og að Ronaldo myndi gangast undir rannsókn áður en frekari ákvarðanir yrðu teknar. Ólíklegt þykir að Ronaldo verði með í leiknum í dag gegn Norwich City.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×