Málefnin eru mikilvægust 20. ágúst 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Skoðun Einn deilibíll kemur í stað 16 einkabíla Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar Skoðun Lestrarkennsla íslenskra barna Ingibjörg Kristín Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ef fjölmiðlar legðu megináherslu á að fjalla um það sem skynsamir menn og vel upplýstir teldu viðeigandi og létu goluþyt og hjóm í þjóðfélaginu eiga sig væri ásýnd þeirra áreiðanlegri og virðulegri en hún er og innihaldið vitsmunalegra. Í stað þess að eyða hverjum fréttatímanum á fætur öðrum og hverri fréttasíðunni á eftir annarri í eltingarleik við og spurningakeppni um hvaða ráðherra Framsóknarflokksins víkur úr ríkisstjórninni í haust, svo dæmi sé tekið um offlutta frétt að undanförnu, mundu þeir leggja megináherslu á að segja okkur hvaða stefnumál ríkisstjórnin hefði í undirbúningi og hver áhrif núverandi og væntanleg málefni hefðu á hag lands og þjóðar. En á þessu máli eru tvær hliðar. Taki fjölmiðlar virðuleikann og alvöruna fram yfir það hlutverk sitt að endurspegla tíðaranda, raunverulega viðburði og umhugsunarefni fólksins í landinu er hætt við að þeir verði viðskila við lesendur og áheyrendur. Það er fleira sem skiptir máli í mannlífinu en það sem er vitsmunalegt í skilningi gáfumanna. Hégómi okkar, metnaður og metorðagirnd - sem líka má kalla staðfastan vilja til að vera öðrum fyrirmynd og láta gott af sér leiða - er ekkert síður verðugt umfjöllunarefni fjölmiðla en hið "málefnalega", sem svo er kallað. Fjölmiðlar eru skuggsjá þjóðar og þjóðfélags og verða aldrei merkilegri en við erum sjálf. Í þessu ljósi er ekki óeðlilegt að kastljós fjölmiðla hafi að undanförnu beinst að "ráðherrakapli" Framsóknarflokksins. Þar hefur nokkurt drama verið í gangi sem stigmagnast hefur að hætti góðs sviðsverks undanfarnar vikur; tekist er á um völd og áhrif einstakra manna. Og með góðum vilja hefur mátt lesa í átökin dýpri merkingu; átök kynslóðanna en þó einkum kynjanna. Þetta er efni sem höfðar til alls venjulegs fólks, líka til gáfumannanna, þótt þeir kunni að reyna að dylja það. En þessi umfjöllun fjölmiðlanna á þó ekki að þurfa að beina athyglinni frá því að auðvitað skiptir það á endanum meira máli hvað umhverfisráðherra gerir en hver hann - eða hún - er. Siv Friðleifsdóttir hefur átt sínar góðu stundir í umhverfisráðuneytinu þótt ekki hafi öll verk hennar verið jafn uppörvandi. Enginn neitar því að hún hefur sem einstaklingur og kona á ýmsan hátt sett mark sitt á málefnaflokkinn og skapað sér ákveðna sérstöðu og stíl. Slíkt eru atriði sem skipta máli en hitt vegur þó þyngra hvernig hinum eiginlegu umhverfismálum vegnar í veruleikanum. Ekki eru mörg ár síðan umhverfisráðuneytið sem slíkt var aðhlátursefni í stjórnmálum en til allrar hamingju eru þeir dagar liðnir. Allir viðurkenna að umhverfismálin eru meðal brýnustu viðfangsefna þjóðanna, Íslendinga sem annarra. Einstakir menn og konur glæða það vissulega lit og lífi hvernig þau eru meðhöndluð en hitt þarf þó frekar að vera í brennidepli hvað gert er, hvernig og hvenær.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar
Skoðun Að framleiða 5200 málsverði á dag - er ekki á allra færi... Margrét Sigrún Björnsdóttir skrifar