Föstudagsbleikjur með pestó 28. október 2004 00:01 Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati. Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið
Eftirfarandi uppskrift er létt og leikandi lystisemd sem er auðveld í framreiðslu og rosalega góð. Best notið við kertaljós, inniskó og kannski...John Mayer? 4-5 bleikjuflök 2 msk. pestó 1/2 krukka marineruð þistilhjörtu 1/4 rauð paprika (skorin í strimla) lúkufylli af söxuðum púrrulauk 2 msk. svartar ólífur 7-8 litlar kartöflur (skornar í fjórðunga) 2-3 msk. ólífuolía lúkufylli af rifnum osti Dreifið 1 msk. ólífuolíu um botninn á eldföstu fati og raðið bleikjuflökunum þar á (roðið niður). Smyrjið flökin með pestói og dreifið svo þistilhjörtum, púrrulauk, papriku og ólífum yfir. Skerið kartöflurnar í fjórðunga og setjið í sér skál og veltið þeim vel upp úr 2 msk. af ólífuolíu og 1/2 tsk. grófu salti. Hellið kartöflunum ásamt ólífuolíu út á flökin og í kringum þau líka. Stráið að síðustu lúkufylli af rifnum osti yfir allt. Setjið í 200 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. Berið fram með góðu salati.
Bleikja Matur Sjávarréttir Uppskriftir Mest lesið Betra að vera blankur nemi í New York Lífið „Get ekki hætt að hugsa um bragðarefinn sem hann pantaði“ Lífið Gisti hálft ár á sófum hjá bekkjarfélögum Lífið Upplifði stöðugan ótta við helvíti í samfélagi múslima í Svíþjóð Lífið Dannaðar dömur mættu með dramað Tíska og hönnun Stjörnulífið: „Dagur sem mun aldrei gleymast“ Lífið Samsæriskenningar notaðar sem stjórntæki Lífið Fékk lífið til baka á korteri eftir tólf ár af sársauka Lífið Langþráður draumur verður að veruleika Lífið Pétur Kr. og Ingibjörg selja 270 fermetra eign við Ægisíðu Lífið