Afsláttur af græðginni? 1. desember 2004 00:01 Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Súsanna Svavarsdóttir Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Sjá meira
Þegar Kristján Jóhannsson heldur tónleika í eigin nafni, kaupum við okkur inn á þá vegna þess að við erum stolt af honum. Þegar Kristján Jóhannsson kemur fram á tónleikum til styrktar góðu málefni, mætum við ekki bara til að hlusta á hann, heldur aðallega til þess að styrkja málefnið. Þótt við Íslendingar fleygjum ýmsum þjóðarsálar- og menningargersemum út í ystu myrkur í áráttukenndri viðleitni okkar til að vera menn með mönnum, þjóð meðal þjóða - erum við í hjarta okkar ein, stór fjölskylda. Allir okkar fjölmiðlar eiga það sameiginlegt að halda að okkur upplýsingum um þá sem illa staddir eru, eða minna mega sín, í formi frétta og viðtala. Sem þjóð erum við því afar meðvituð um þá sem lenda milli stafs og hurðar í því meinta velferðarþjóðfélagi sem við höfum komið okkur upp. Og sem betur fer eigum við ennþá til þá samúð sem er hverjum manni nauðsynleg til að verða ekki illmenni, hverri þjóð mikilvæg til þess að verða ekki pakk. Langveik börn og þeirra aðstandendur eru hópur sem við höfum mikla samúð með. Eðlilega. Og ekki bara til þess að friða samvisku okkar. Við erum svo fámenn að hver einasti einstaklingur í landinu þekkir fjölskyldu, eða er jafnvel í fjölskyldu, sem þarf að hlúa að langveiku barni, með tilheyrandi hlaupum á milli Heródesar og Pílatusar. Við höfum flest horft upp á það í okkar nánasta umhverfi hvað þessi örlög fela í sér. Við styrkjum þetta málefni vegna þess að við höfum samúð og viljum leggja okkar af mörkum - ekki síst þeir sem eiga barnaláni að fagna í eigin ranni. Það er nefnilega svo, að við berum samfélagslega ábyrgð á öllum börnum sem fæðast hér - og reyndar, ef allt væri eðlilegt, öllum börnum sem fæðast í heiminum. Það er því ekkert undarlegt að þjóðin gersamlega tryllist og spyrni við fótum, þegar upp kemst að til eru þeir Íslendingar sem eru orðnir svo frægir, svo miklar stjörnur, að þeir hafa tapað samúðinni - og leggja fram reikninga, fyrir þrjú kvöld, upp á tvöföld árslaun verkamanns, eða hálfs árs laun fiskverkakonu (hjá næstdýrasta söngvaranum). Það er að segja, eftir að gefinn hefur verið fyrsti afsláttur. Staðreyndin er sú að hluti af aðdáun þessarar þjóðar á sumum stórsöngvurum okkar, er vegna þess að við höfum álitið þá gott fólk fyrir að leggja sitt af mörkum til styrktar málefnum eins og langveikum börnum. Fyrir okkur hefur það verið merki um að það sé sama hversu stórir og frægir Íslendingar verða, þeir tapi aldrei samlíðaninni með Ástum Sóliljum þessa heims. Vissulega eiga allir að fá borgað fyrir vinnuna sína. Líka tónlistarmenn. Það er meira að segja sjálfsagt að þeir fái vel borgað (þeir hafa jú lagt á sig langt, erfitt og dýrt nám) - en það þarf að vera einhver glóra í galskapnum og græðginni. Það er yndislegt að við eignumst stjörnur sem heimurinn vill borga mikið fyrir að hlýða á - en það er sama hversu miklar stjörnur við verðum, við megum aldrei gleyma hvaðan við komum. Þótt hægt sé að skrifa háa reikninga úti um víðan völl, er betra að segja bara "nei" heldur en að leggja fram "sinn" taxta þegar málefni sem þjóðin lætur sig varða eru á döfinni. Annað hvort viljum við taka þátt í að styrkja málefnið, eða ekki. Súsanna Svavarsdóttir -sussa@frettabladid.is
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar