Sport

Sävehof jafnaði á lokasekúndunum

Haukar og sænska liðið Sävehof skildu jöfn, 35-35, í Meistaradeild Evrópu að Ásvöllum í gærkvöld. Staðan í hálfleik var 19-15, Haukum í vil. Sävehof jafnaði metin á lokasekúndunum eftir að Haukar fengu dæmdan á sig afar umdeildan ruðning af slökum dönskum dómurum. Ásgeir Örn Hallgrímsson fór hamförum hjá Haukum og skoraði 12 mörk, Þórir Ólafsson skoraði 6 og Andri Stefan 5. Hjá Sävehof var Jonas Larsholm markahæstur með 9 mörk. Á meðal annarra úrslita í Meistaradeildinni má nefna að Lemgo tapaði fyrir Fotex Vesprem 23-28, þar sem Logi Geirsson skoraði 9 mörk fyrir Lemgo, og Pick Szeged sigraði Barcelona 22-20.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×