Málskotsréttur til þjóðarinnar 22. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlamálið - Eiríkur Bergmann Einarsson Ætli megi ekki fullyrða að okkar ágæti forsætisráðherra Davíð Oddson hafi farið heldur mikla sneypuför í fjölmiðlafarsanum. Var sem betur fer gerður afturreka með arfavitlaus haftalög sín á fjölmiðla sem aðeins gátu gengið upp í hans eigin kolli. Merkilegast er þó kannski hversu langt hann komst með vitleysuna áður en að hann sökk endanlega ofan í heimatilbúinn forarpyttinn sem hann hefur verið að malla sér og sínum frá því í vor. Honum tókst þrátt fyrir allt að hafa alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins og megnið af Framsóknarflokknum með sér út á foraðið þar til þeir sátu allir saman pikkfastir í eigin aur, upp fyrir haus. Það hratt þeim enginn út í. Samt eira þeir engu. Hver sá sem komst í færi var umsvifalaust attur auri; lögfræðingar, blaðamenn, kauphéðnar, fyrrverandi samherjar, stjórnarandstæðingar og aðrir sem áttu leið hjá áttu fótum sínum fjör að launa. Aursletturnar fengu að fjúka út um allt. Svo reyndi blessaður forsetinn meira að segja að bjarga þeim upp úr og kastaði til þeirra reipi með því að vísa málinu til þjóðarinnar í almenna atkvæðagreiðslu. En ríkisstjórninni virtust þá allar bjargir bannaðar. Í stað þess að nota reipið til að hífa sig upp úr mykjuhaugnum hengdu þeir sig á því. Reyndu að beita þjóðina brellum; fyrst með því að girða af þjóðaratkvæðagreiðsluna með ýmiskonar þröskuldum og höftum og svo með því að afturkalla atkvæðagreiðsluna en setja samt samskonar lög á um leið. Og þeir slógu meira að segja um sig og þóttust bæði sniðugir og snjallir, - nema Björn Bjarnason sem rann á rassinn þegar hann reyndi að ritskoða sjálfan sig eftir á. En sem betur fer lét þjóðin brellur stjórnarstrákanna ekki blekkja sig og flengdi þá á beran bossann eins og mæður þurfa stundum að gera við óþekka stráka. Það eina sem stendur eftir, eftir allan darraðardansinn, er að tvíburarnir í íslenskum stjórnmálum, Davíð og Halldór, ganga ansi laskaðir til stólaskiptanna 15. september, en það er það eina sem núorðið heldur þessari þráu og þaulsetnu ríkisstjórn saman, - nefnilega nakið valdið. Davíð hrökklast beygður maður út úr stjórnarráðinu, eftir að mörgu leyti farsælan feril, og Halldór sest í langþráðan forsætisráðherrastólinn rúinn trausti sem áður þótti hans höfuðkostur. Það verður enginn friðarstóll. En það er ljós í myrkrinu. Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum ræða Íslendingar nú grundvallarmál er varða stjórnskipan og lýðræði í landinu. Sannarlega kominn tími til. Vonandi verður stjórnarskráin nú loksins endurskoðuð og málskotsrétturinn færður frá forseta til þjóðarinnar. Það er auðvitað út í hött að einn maður á höfðingjastóli úti á Álftanesi ráði því hvaða mál fara í þjóðaratvæðagreiðslu. Miklu nær að þjóðin ráði því sjálf, til að mynda að fjórðungur atkvæðisbærra manna geti farið fram á það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Fjölmiðlamálið - Eiríkur Bergmann Einarsson Ætli megi ekki fullyrða að okkar ágæti forsætisráðherra Davíð Oddson hafi farið heldur mikla sneypuför í fjölmiðlafarsanum. Var sem betur fer gerður afturreka með arfavitlaus haftalög sín á fjölmiðla sem aðeins gátu gengið upp í hans eigin kolli. Merkilegast er þó kannski hversu langt hann komst með vitleysuna áður en að hann sökk endanlega ofan í heimatilbúinn forarpyttinn sem hann hefur verið að malla sér og sínum frá því í vor. Honum tókst þrátt fyrir allt að hafa alla þingmenn Sjálfstæðisflokksins og megnið af Framsóknarflokknum með sér út á foraðið þar til þeir sátu allir saman pikkfastir í eigin aur, upp fyrir haus. Það hratt þeim enginn út í. Samt eira þeir engu. Hver sá sem komst í færi var umsvifalaust attur auri; lögfræðingar, blaðamenn, kauphéðnar, fyrrverandi samherjar, stjórnarandstæðingar og aðrir sem áttu leið hjá áttu fótum sínum fjör að launa. Aursletturnar fengu að fjúka út um allt. Svo reyndi blessaður forsetinn meira að segja að bjarga þeim upp úr og kastaði til þeirra reipi með því að vísa málinu til þjóðarinnar í almenna atkvæðagreiðslu. En ríkisstjórninni virtust þá allar bjargir bannaðar. Í stað þess að nota reipið til að hífa sig upp úr mykjuhaugnum hengdu þeir sig á því. Reyndu að beita þjóðina brellum; fyrst með því að girða af þjóðaratkvæðagreiðsluna með ýmiskonar þröskuldum og höftum og svo með því að afturkalla atkvæðagreiðsluna en setja samt samskonar lög á um leið. Og þeir slógu meira að segja um sig og þóttust bæði sniðugir og snjallir, - nema Björn Bjarnason sem rann á rassinn þegar hann reyndi að ritskoða sjálfan sig eftir á. En sem betur fer lét þjóðin brellur stjórnarstrákanna ekki blekkja sig og flengdi þá á beran bossann eins og mæður þurfa stundum að gera við óþekka stráka. Það eina sem stendur eftir, eftir allan darraðardansinn, er að tvíburarnir í íslenskum stjórnmálum, Davíð og Halldór, ganga ansi laskaðir til stólaskiptanna 15. september, en það er það eina sem núorðið heldur þessari þráu og þaulsetnu ríkisstjórn saman, - nefnilega nakið valdið. Davíð hrökklast beygður maður út úr stjórnarráðinu, eftir að mörgu leyti farsælan feril, og Halldór sest í langþráðan forsætisráðherrastólinn rúinn trausti sem áður þótti hans höfuðkostur. Það verður enginn friðarstóll. En það er ljós í myrkrinu. Í fyrsta sinn á lýðveldistímanum ræða Íslendingar nú grundvallarmál er varða stjórnskipan og lýðræði í landinu. Sannarlega kominn tími til. Vonandi verður stjórnarskráin nú loksins endurskoðuð og málskotsrétturinn færður frá forseta til þjóðarinnar. Það er auðvitað út í hött að einn maður á höfðingjastóli úti á Álftanesi ráði því hvaða mál fara í þjóðaratvæðagreiðslu. Miklu nær að þjóðin ráði því sjálf, til að mynda að fjórðungur atkvæðisbærra manna geti farið fram á það.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar