Sport

Svíar um Ísland

Sænska dagblaðið Expressen segir leik Möltu og Íslands hafa verið lítið fyrir augað en lið Möltu hafa aldeilis fengis sárabót eftir útreiðina gegn Svíum um daginn. Hafi þeir náð stiginu af harðfylgi og vörn liðsins hafi algjörlega lokað á stjörnu íslenska liðsins, Eið Guðjónsen. Maltverjar hafi átt betri möguleika á sigri en Ísland en verið óheppnir. Mats Olsen, fréttamaður blaðsins, segir að Svíar megi ekki vanmeta Íslendinga þrátt fyrir slök úrslit liðsins gegn Möltu. Hann segir að þeir gulbláu geti átt von á öllu; allt frá hagléli að veltandi mörgæsum, en bendir á að takist ekki að hemja Eið með þeim hætti sem varnarmenn Möltu gerðu sé voðinn vís. Bendir hann sænsku leikmönnunum á að þrátt fyrir að Ísland sé ekki hátt skrifað spili flestir af landsliðmönnum liðsins í ensku deildunum og það geri enginn nema þeir hafi hæfileika.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×