Sport

Staða Íslands áhyggjuefni

"Ég segi nú ekki að ég sé sáttur við þessi úrslit en íslenska liðið var að mínu viti ekki að spila neitt sérstaklega illa," sagði Eggert Magnússon, formaður Knattspyrnusambands Íslands, um leik Íslands og Svíþjóðar í fyrrakvöld. Eggert fullyrðir að engar hugmyndir séu uppi um að segja upp samningi KSÍ við Ásgeir Sigurvinsson og Loga Ólafsson. Líkt og landsliðsþjálfararnir eftir leikinn bendir Eggert á að íslenska liðið hafi þarna verið að mæta miklu betra liði. "Meðan ég er ekki sáttur við gang mála gegn Svíum er ég minna sáttur við gengi liðsins í þessari riðlakeppni. Staða okkar þar ætti að vera betri á þessu stigi en öllum mátti vera ljóst að mikið þurfti til til að ná stigum gegn Svíum, sem voru að spila mjög skemmtilega." Þrátt fyrir að störf Ásgeirs og Loga séu tryggð áfram segir Eggert að á næstunni verði fundað ítarlega vegna þeirrar stöðu sem landsliðið sé komið í og hugmyndir reifaðar um hvað megi betur fara í næstu leikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×