Erlent

Lögreglurannsókn vegna eitrunar

Stjórnvöld í Úkraínu hafa ákveðið að hefja lögreglurannsókn á því hvort eitrað hafi verið fyrir Júsjenkó, leiðtoga stjórnarandstöðunnar í Úkraínu, og forsetaframbjóðanda. Kannanir sýna að Júsénkó hefur tíu prósentustiga forskot á keppinaut sinn, en kosningarnar verða endurteknar þann 26. desember næstkomandi. Júsjenkó útskrifaðist af sjúkrahúsi í Austurríki í dag, með þann úrskurð að hann þjáðist af díoxíneitrun. Áður hafði lögregla sagt ekkert benda til þess að eitrað hefði verið fyrir honum, en nú hafa saksóknarar fyrirskipað að málið verði rannsakað á ný. Júsjenkó hefur ítrekað sakað ráðamenn um að hafa byrlað sér eitur. Ásakanirnar verða væntanlega ofarlega á baugi í kosningabaráttunni, en forsetakosningarnar verða endurteknar 26. desember, vegna ásakana um kosningasvindl af hálfu mótframbjóðanda Júsénkós, forsætisráðherrans Janúkóvits. Júsjenkó sagði við útskriftina í dag að vitundarvakning hefði orðið í Úkraínu. Hann sagði að bera mætti atburðina undanfarið við hrun Sovétríkjanna og fall Berlínarmúrsins. Nýjustu kannanir sýna að fylgi við Júsénkó sé tíu prósentustigum meira en við Janúkóvits. Stuðningsmenn Júsénkós streymdu út á götur Moskvu í dag, en athöfnin var skipulögð af rússneskum lýðræðisflokknum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×