Sport

Benitez ræðir við Gerrard

Rafael Benitez, nýráðinn knattspyrnustjóri Liverpool, flaug í gær til Portúgals þar sem hann ætlar að hitta Steven Gerrard, miðjumann liðsins, og reyna að sannfæra hann um að vera áfram hjá Liverpool. Gerrard er búinn að fá sig fullsaddan af slökum árangri Liverpool síðustu ár og hefur kappinn verið ítrekað orðaður við Chelsea, sem er sagt vera reiðubúið til að punga út allt að fimm milljörðum fyrir leikmanninn. Benitez er sagður ætla að byggja lið Liverpool í kringum Gerrard og vill alls ekki missa hann. Frank Lampard, miðjumaður Chelsea og enska landsliðsins, segist munu taka Gerrard fagnandi, kæmi hann til Chelsea. „Hann er stórkostlegur leikmaður og ég held að við náum mjög vel saman. Hann myndi styrkja hóp Chelsea til mikilla muna," sagði Lampard í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×