Árangur í stað fínheita 16. júlí 2004 00:01 Tveimur mánuðum eftir að Baldur Guðnason tók við starfi forstjóra Eimskipafélagsins berast fréttir um hópsagnir hjá félaginu. Þær koma ekki mjög á óvart, því vitað var að verkefni hans hjá félaginu er að bæta afkomu flutningastarfseminnar verulega. Hún hefur þótt lítt viðunandi á undanförnum árum. Baldur er ekki orðinn fertugur en á sér þegar langan feril í viðskiptalífinu. Hann er Akureyringur og eftir stúdentspróf úr heimaskólanum fór hann til starfa hjá Samskipum þar sem hann gat sér fljótlega gott orð fyrir dugnað og framtak, öguð vinnubrögð og að vera fljótur að taka ákvarðanir. Starfaði hann meðal annars að því að hasla fyrirtækinu völl erlendis og var búsettur í Rotterdam, Hamborg og Bremen í átta ár. Bar það þann árangur að nú er meirihluti starfseminnar utan landsteinanna. Meðal nánustu samstarfsmanna hans hjá Samskipum voru menn sem síðan áttu eftir að verða þjóðkunnir í viðskiptalífinu, Róbert Wessman forstjóri Pharmaco og Kristinn Geirsson sem nú er forstjóri Ingvars Helgasonar. Þar var þá einnig - og er enn - Ólafur Ólafsson sem er nokkurs konar lærimeistari Baldurs. Kaflaskil á ferli Baldurs voru þegar hann sneri heim á ný og bauðst tækifæri til að kaupa meirihluta í efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri. Hann sá möguleika í rekstrinum sem aðrir höfðu ekki áttað sig á. Í viðtali við Hafliða Helgason í Fréttablaðinu í mars síðastliðnum sagði hann: "Ég sá að það voru sameiningarmöguleikar, bæði í málningarframleiðslunni og í hreinlætisframleiðslunni. Ég fór að vinna í því. Fyrst með sameiningu Hörpu og Sjafnar. Síðar sameinuðum við þrjú hreinlætisfyrirtæki". Baldur gerði Sjöfn að eignarhaldsfélagi og seldi hlut sinn og félaga sinna í Hörpu Sjöfn þegar hann hafði náð þeim árangri sem að var stefnt. Hann hélt síðan áfram fjárfestingum með umbreytingarstarfsemi að leiðarljósi og kom víða við. Í fyrrnefndu viðtali sagði hann: "Það er mín reynsla að þrátt fyrir að starfsemi fyrirtækjanna sé ólík, þá er þetta sama hagfræðin. Sömu lögmálin. Hvort sem maður er að framleiða vöru eða flytja hana inn, þá þarf að hugsa um að þjóna markaðnum. Þannig hef ég lagt áherslu á að þau fyrirtæki sem ég hef komið að séu þjónustu- og markaðsdrifin". Samhliða verkefnunum á Akureyri settist Baldur á skólabekk á ný og lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.Þegar eigendaskipti urðu á Eimskipafélaginu í fyrra settist Baldur í stjórn félagsins. Hann hafði því orðið góða yfirsýn yfir starfsemina, auk reynslunnar frá Samskipum, þegar hann tók við forstjórastarfinu í vor. Líklegt er að auk hagræðingaraðgerða með sparnaði, skipulagsbreytingum og fækkun starfsfólks beini hann sjónum sínum að nýjum vaxtartækifærum félagsins utanlands. Að því leyti muni hann reyna að endurtaka velheppnaða útrás Samskipa á tíunda áratugnum. Baldur spilaði knattspyrnu með Þórsurum á Akureyri á yngri árum. Hann þótti harður varnarmaður fyrir lið sitt og fékk fyrir vikið oft að sjá bæði gula og rauða spjaldið. Sumum Akureyringum fannst fótboltastemmningin vera yfir honum meðan hann var að kaupa, selja og sameina fyrirtæki í bænum. Ekki líkuðu öllum þeir viðskiptahættir. Árangurinn var hins vegar verulegur. Eimskipafélagið hefur löngum verið talið eitt "fínasta" félag á Íslandi og forstjórastaða þar ígildi ráðherraembættis að völdum og virðingu. Mörgum hefur fundist að til að halda þeirri stöðu hafi félagið á undanförnum árum lagt í of mikinn "umbúðakostnað". Nýi forstjórinn er sagður ætla að láta fínheitin lönd og leið og láta það eitt stýra gjörðum sínum að ná hámarksárangri. Sumir hafa haft áhyggjur af því að hagræðingaraðgerðirnar væntanlegu yrðu hranalegar en svo virðist sem vel og mildilega hafi verið staðið að uppsögnunum í vikunni. Að því leyti er tryggð haldin við gamlar hefðir hjá félagi sem löngum hefur verið einn eftirsóttasti vinnustaður landsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Sjá meira
Tveimur mánuðum eftir að Baldur Guðnason tók við starfi forstjóra Eimskipafélagsins berast fréttir um hópsagnir hjá félaginu. Þær koma ekki mjög á óvart, því vitað var að verkefni hans hjá félaginu er að bæta afkomu flutningastarfseminnar verulega. Hún hefur þótt lítt viðunandi á undanförnum árum. Baldur er ekki orðinn fertugur en á sér þegar langan feril í viðskiptalífinu. Hann er Akureyringur og eftir stúdentspróf úr heimaskólanum fór hann til starfa hjá Samskipum þar sem hann gat sér fljótlega gott orð fyrir dugnað og framtak, öguð vinnubrögð og að vera fljótur að taka ákvarðanir. Starfaði hann meðal annars að því að hasla fyrirtækinu völl erlendis og var búsettur í Rotterdam, Hamborg og Bremen í átta ár. Bar það þann árangur að nú er meirihluti starfseminnar utan landsteinanna. Meðal nánustu samstarfsmanna hans hjá Samskipum voru menn sem síðan áttu eftir að verða þjóðkunnir í viðskiptalífinu, Róbert Wessman forstjóri Pharmaco og Kristinn Geirsson sem nú er forstjóri Ingvars Helgasonar. Þar var þá einnig - og er enn - Ólafur Ólafsson sem er nokkurs konar lærimeistari Baldurs. Kaflaskil á ferli Baldurs voru þegar hann sneri heim á ný og bauðst tækifæri til að kaupa meirihluta í efnaverksmiðjunni Sjöfn á Akureyri. Hann sá möguleika í rekstrinum sem aðrir höfðu ekki áttað sig á. Í viðtali við Hafliða Helgason í Fréttablaðinu í mars síðastliðnum sagði hann: "Ég sá að það voru sameiningarmöguleikar, bæði í málningarframleiðslunni og í hreinlætisframleiðslunni. Ég fór að vinna í því. Fyrst með sameiningu Hörpu og Sjafnar. Síðar sameinuðum við þrjú hreinlætisfyrirtæki". Baldur gerði Sjöfn að eignarhaldsfélagi og seldi hlut sinn og félaga sinna í Hörpu Sjöfn þegar hann hafði náð þeim árangri sem að var stefnt. Hann hélt síðan áfram fjárfestingum með umbreytingarstarfsemi að leiðarljósi og kom víða við. Í fyrrnefndu viðtali sagði hann: "Það er mín reynsla að þrátt fyrir að starfsemi fyrirtækjanna sé ólík, þá er þetta sama hagfræðin. Sömu lögmálin. Hvort sem maður er að framleiða vöru eða flytja hana inn, þá þarf að hugsa um að þjóna markaðnum. Þannig hef ég lagt áherslu á að þau fyrirtæki sem ég hef komið að séu þjónustu- og markaðsdrifin". Samhliða verkefnunum á Akureyri settist Baldur á skólabekk á ný og lauk MBA-námi frá Háskólanum í Reykjavík.Þegar eigendaskipti urðu á Eimskipafélaginu í fyrra settist Baldur í stjórn félagsins. Hann hafði því orðið góða yfirsýn yfir starfsemina, auk reynslunnar frá Samskipum, þegar hann tók við forstjórastarfinu í vor. Líklegt er að auk hagræðingaraðgerða með sparnaði, skipulagsbreytingum og fækkun starfsfólks beini hann sjónum sínum að nýjum vaxtartækifærum félagsins utanlands. Að því leyti muni hann reyna að endurtaka velheppnaða útrás Samskipa á tíunda áratugnum. Baldur spilaði knattspyrnu með Þórsurum á Akureyri á yngri árum. Hann þótti harður varnarmaður fyrir lið sitt og fékk fyrir vikið oft að sjá bæði gula og rauða spjaldið. Sumum Akureyringum fannst fótboltastemmningin vera yfir honum meðan hann var að kaupa, selja og sameina fyrirtæki í bænum. Ekki líkuðu öllum þeir viðskiptahættir. Árangurinn var hins vegar verulegur. Eimskipafélagið hefur löngum verið talið eitt "fínasta" félag á Íslandi og forstjórastaða þar ígildi ráðherraembættis að völdum og virðingu. Mörgum hefur fundist að til að halda þeirri stöðu hafi félagið á undanförnum árum lagt í of mikinn "umbúðakostnað". Nýi forstjórinn er sagður ætla að láta fínheitin lönd og leið og láta það eitt stýra gjörðum sínum að ná hámarksárangri. Sumir hafa haft áhyggjur af því að hagræðingaraðgerðirnar væntanlegu yrðu hranalegar en svo virðist sem vel og mildilega hafi verið staðið að uppsögnunum í vikunni. Að því leyti er tryggð haldin við gamlar hefðir hjá félagi sem löngum hefur verið einn eftirsóttasti vinnustaður landsins.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun