Verkefnisstjóri á villigötum? 22. desember 2004 00:01 Trúfélög - Þórunn Sigurðardóttir lögfræðingur Í frétt í Fréttablaðinu hinn 15. desember síðastliðinn., undir yfirskriftinni "Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga", var rætt við sr. Hjört Magna Jóhannsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en hann hefur undanfarin misseri vakið athygli á verulegri mismunun milli evangelísk-lúterskra trúfélaga í landinu. Í stjórnarskrá Íslands er í 62. gr. kveðið á um að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Fríkirkjan í Reykjavík er evangelískt-lúterskt trúfélag, eins og kveðið er á um í lögum safnaðarins, en er sjálfstætt trúfélag og með fullt forræði í eigin málum gagnvart stofnunum og stjórnvöldum. Fríkirkjuprestur hefur í málflutningi sínum óskað eftir að jafnræði ríki milli trúfélaganna, hinnar evangelísku-lútersku þjóðkirkju og annarra evangelískra-lúterskra trúfélaga, en hvorki að Fríkirkjan í Reykjavík njóti forréttinda umfram önnur trúfélög né að hún gangi inn í Þjóðkirkjuna (ríkiskirkjuna). Í fréttinni í Fréttablaðinu bendir Fríkirkjuprestur á að Þjóðkirkjan sé ekki kristileg þar sem hún loki augum fyrir þessu ranglæti. Í tilefni af þessum orðum er í frétt blaðsins haft samband við Halldór Reynisson, verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar. Hann telur málflutning prests Fríkirkjunnar ómálefnalegan og vísar svo til þess að svo virðist sem það sé meginósk Fríkirkjuprests að Fríkirkjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar. Síðan segir verkefnisstjórinn að um þann sjóð gildi hins vegar lög sem komi í veg fyrir að það sé hægt, m.a. vegna þess að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í hann sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti. Gera verður verulegar athugasemdir við þessi orð verkefnisstjóra Þjóðkirkjunnar. Í fyrsta lagi er meginósk Fríkirkjuprests að jafnræði ríki meðal þeirra trúfélaga sem stjórnarskráin veitir vernd, þ.e. evangelísk-lúterskri kirkju, en innan þeirrar kirkjudeildar eru mörg trúfélög og Þjóðkirkjan þeirra stærst, en Fríkirkjan í Reykjavík kemur þar næst á eftir. Þetta er grundvallaratriðið – jafnræði þessara trúfélaga. Því er það rangt að meginósk Fríkirkjunnar sé að geta sótt í jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar, eins og verkefnisstjórinn nefnir svo, en sá sjóður er reyndar ekki kenndur við Þjóðkirkjuna heldur ber heitið Jöfnunarsjóður sókna og um hann er fjallað í II. kafla laga um sóknargjöld ofl. nr. 91/1987 og í sérstakri reglugerð um sjóðinn nr. 206/1991 með síðari breytingum. Telja verður verulegan vafa leika á að sú staðhæfing verkefnisstjórans fáist staðist, að þau ákvæði laga um sóknargjöld sem um Jöfnunarsjóðinn gilda, girði fyrir það að Fríkirkjan geti sótt í þann sjóð, verði látið reyna á synjun Þjóðkirkjustofnunarinnar þar um, en Þjóðkirkjustofnunin hefur synjað umsókn frá Fríkirkjunni í Reykjavík um úthlutun úr sjóðnum. Ekki verður séð af ákvæðum laga og reglugerðar um sjóðinn að skilyrði um þjóðkirkjuaðild sé forsenda úthlutunar úr sjóðnum. Þá verður ekki betur séð en að sú staðhæfing verkefnisstjórans, að ákvæðin um jöfnunarsjóðinn útiloki úthlutun til Fríkirkjunnar m.a. á þeim grundvelli að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í þann sjóð sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti, sé mjög umdeilanleg. Eins og kunnugt er eiga þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og Háskólasjóður hlutdeild í álögðum tekjuskatti og í samræmi við það greiðir ríkissjóður ákveðið gjald fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Þetta gjald skiptist þannig að vegna einstaklings sem skráður er í Þjóðkirkjuna, greiðist það til þess safnaðar sem viðkomandi tilheyrir. Vegna einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags og vegna einstaklings sem hvorki er í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til Háskóla Íslands. Það er einungis gjald vegna þeirra einstaklinga sem eru í Þjóðkirkjunni en eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, sem rennur til Jöfnunarsjóðs sókna. Auk gjalds vegna þessara síðastgreindu einstaklinga sem ríkissjóður skilar í Jöfnunarsjóðinn, greiðir ríkissjóður hins vegar ákveðið framlag í sjóðinn af tekjuskatti og er miðað við 18,5% af þeim gjöldum sem renna til safnaða Þjóðkirkjunnar. Það að tiltaka þetta viðbótarframlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóðinn sem sérstaka greiðslu sérhvers meðlims þjóðkirkjunnar í Jöfnunarsjóðinn er hins vegar afar umdeilanlegt ef ekki beinlínis rangt. Ljóst er af framansögðu að Fríkirkjan í Reykjavík hefur margvíslegar athugasemdir við þann málflutning sem fram kemur hjá verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar og sem endurspeglast hefur í afgreiðslu Þjóðkirkjustofnuninnar á erindum frá Fríkirkjunni í Reykjavík um leiðréttingu á þeim rangindum. Hins vegar er það von Fríkirkjunnar að þau orð sem fram koma í fréttinni um vilja Þjóðkirkjunnar að Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík sitji "við sama borð og þjóðkirkjusöfnuðir" endurspegli raunverulegan vilja til að leiðrétta þessa mismunun og ranglæti og að orðum í þá veru fylgi gerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Trúfélög - Þórunn Sigurðardóttir lögfræðingur Í frétt í Fréttablaðinu hinn 15. desember síðastliðinn., undir yfirskriftinni "Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga", var rætt við sr. Hjört Magna Jóhannsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en hann hefur undanfarin misseri vakið athygli á verulegri mismunun milli evangelísk-lúterskra trúfélaga í landinu. Í stjórnarskrá Íslands er í 62. gr. kveðið á um að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Fríkirkjan í Reykjavík er evangelískt-lúterskt trúfélag, eins og kveðið er á um í lögum safnaðarins, en er sjálfstætt trúfélag og með fullt forræði í eigin málum gagnvart stofnunum og stjórnvöldum. Fríkirkjuprestur hefur í málflutningi sínum óskað eftir að jafnræði ríki milli trúfélaganna, hinnar evangelísku-lútersku þjóðkirkju og annarra evangelískra-lúterskra trúfélaga, en hvorki að Fríkirkjan í Reykjavík njóti forréttinda umfram önnur trúfélög né að hún gangi inn í Þjóðkirkjuna (ríkiskirkjuna). Í fréttinni í Fréttablaðinu bendir Fríkirkjuprestur á að Þjóðkirkjan sé ekki kristileg þar sem hún loki augum fyrir þessu ranglæti. Í tilefni af þessum orðum er í frétt blaðsins haft samband við Halldór Reynisson, verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar. Hann telur málflutning prests Fríkirkjunnar ómálefnalegan og vísar svo til þess að svo virðist sem það sé meginósk Fríkirkjuprests að Fríkirkjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar. Síðan segir verkefnisstjórinn að um þann sjóð gildi hins vegar lög sem komi í veg fyrir að það sé hægt, m.a. vegna þess að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í hann sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti. Gera verður verulegar athugasemdir við þessi orð verkefnisstjóra Þjóðkirkjunnar. Í fyrsta lagi er meginósk Fríkirkjuprests að jafnræði ríki meðal þeirra trúfélaga sem stjórnarskráin veitir vernd, þ.e. evangelísk-lúterskri kirkju, en innan þeirrar kirkjudeildar eru mörg trúfélög og Þjóðkirkjan þeirra stærst, en Fríkirkjan í Reykjavík kemur þar næst á eftir. Þetta er grundvallaratriðið – jafnræði þessara trúfélaga. Því er það rangt að meginósk Fríkirkjunnar sé að geta sótt í jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar, eins og verkefnisstjórinn nefnir svo, en sá sjóður er reyndar ekki kenndur við Þjóðkirkjuna heldur ber heitið Jöfnunarsjóður sókna og um hann er fjallað í II. kafla laga um sóknargjöld ofl. nr. 91/1987 og í sérstakri reglugerð um sjóðinn nr. 206/1991 með síðari breytingum. Telja verður verulegan vafa leika á að sú staðhæfing verkefnisstjórans fáist staðist, að þau ákvæði laga um sóknargjöld sem um Jöfnunarsjóðinn gilda, girði fyrir það að Fríkirkjan geti sótt í þann sjóð, verði látið reyna á synjun Þjóðkirkjustofnunarinnar þar um, en Þjóðkirkjustofnunin hefur synjað umsókn frá Fríkirkjunni í Reykjavík um úthlutun úr sjóðnum. Ekki verður séð af ákvæðum laga og reglugerðar um sjóðinn að skilyrði um þjóðkirkjuaðild sé forsenda úthlutunar úr sjóðnum. Þá verður ekki betur séð en að sú staðhæfing verkefnisstjórans, að ákvæðin um jöfnunarsjóðinn útiloki úthlutun til Fríkirkjunnar m.a. á þeim grundvelli að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í þann sjóð sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti, sé mjög umdeilanleg. Eins og kunnugt er eiga þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og Háskólasjóður hlutdeild í álögðum tekjuskatti og í samræmi við það greiðir ríkissjóður ákveðið gjald fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Þetta gjald skiptist þannig að vegna einstaklings sem skráður er í Þjóðkirkjuna, greiðist það til þess safnaðar sem viðkomandi tilheyrir. Vegna einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags og vegna einstaklings sem hvorki er í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til Háskóla Íslands. Það er einungis gjald vegna þeirra einstaklinga sem eru í Þjóðkirkjunni en eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, sem rennur til Jöfnunarsjóðs sókna. Auk gjalds vegna þessara síðastgreindu einstaklinga sem ríkissjóður skilar í Jöfnunarsjóðinn, greiðir ríkissjóður hins vegar ákveðið framlag í sjóðinn af tekjuskatti og er miðað við 18,5% af þeim gjöldum sem renna til safnaða Þjóðkirkjunnar. Það að tiltaka þetta viðbótarframlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóðinn sem sérstaka greiðslu sérhvers meðlims þjóðkirkjunnar í Jöfnunarsjóðinn er hins vegar afar umdeilanlegt ef ekki beinlínis rangt. Ljóst er af framansögðu að Fríkirkjan í Reykjavík hefur margvíslegar athugasemdir við þann málflutning sem fram kemur hjá verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar og sem endurspeglast hefur í afgreiðslu Þjóðkirkjustofnuninnar á erindum frá Fríkirkjunni í Reykjavík um leiðréttingu á þeim rangindum. Hins vegar er það von Fríkirkjunnar að þau orð sem fram koma í fréttinni um vilja Þjóðkirkjunnar að Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík sitji "við sama borð og þjóðkirkjusöfnuðir" endurspegli raunverulegan vilja til að leiðrétta þessa mismunun og ranglæti og að orðum í þá veru fylgi gerðir.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar