Verkefnisstjóri á villigötum? 22. desember 2004 00:01 Trúfélög - Þórunn Sigurðardóttir lögfræðingur Í frétt í Fréttablaðinu hinn 15. desember síðastliðinn., undir yfirskriftinni "Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga", var rætt við sr. Hjört Magna Jóhannsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en hann hefur undanfarin misseri vakið athygli á verulegri mismunun milli evangelísk-lúterskra trúfélaga í landinu. Í stjórnarskrá Íslands er í 62. gr. kveðið á um að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Fríkirkjan í Reykjavík er evangelískt-lúterskt trúfélag, eins og kveðið er á um í lögum safnaðarins, en er sjálfstætt trúfélag og með fullt forræði í eigin málum gagnvart stofnunum og stjórnvöldum. Fríkirkjuprestur hefur í málflutningi sínum óskað eftir að jafnræði ríki milli trúfélaganna, hinnar evangelísku-lútersku þjóðkirkju og annarra evangelískra-lúterskra trúfélaga, en hvorki að Fríkirkjan í Reykjavík njóti forréttinda umfram önnur trúfélög né að hún gangi inn í Þjóðkirkjuna (ríkiskirkjuna). Í fréttinni í Fréttablaðinu bendir Fríkirkjuprestur á að Þjóðkirkjan sé ekki kristileg þar sem hún loki augum fyrir þessu ranglæti. Í tilefni af þessum orðum er í frétt blaðsins haft samband við Halldór Reynisson, verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar. Hann telur málflutning prests Fríkirkjunnar ómálefnalegan og vísar svo til þess að svo virðist sem það sé meginósk Fríkirkjuprests að Fríkirkjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar. Síðan segir verkefnisstjórinn að um þann sjóð gildi hins vegar lög sem komi í veg fyrir að það sé hægt, m.a. vegna þess að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í hann sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti. Gera verður verulegar athugasemdir við þessi orð verkefnisstjóra Þjóðkirkjunnar. Í fyrsta lagi er meginósk Fríkirkjuprests að jafnræði ríki meðal þeirra trúfélaga sem stjórnarskráin veitir vernd, þ.e. evangelísk-lúterskri kirkju, en innan þeirrar kirkjudeildar eru mörg trúfélög og Þjóðkirkjan þeirra stærst, en Fríkirkjan í Reykjavík kemur þar næst á eftir. Þetta er grundvallaratriðið – jafnræði þessara trúfélaga. Því er það rangt að meginósk Fríkirkjunnar sé að geta sótt í jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar, eins og verkefnisstjórinn nefnir svo, en sá sjóður er reyndar ekki kenndur við Þjóðkirkjuna heldur ber heitið Jöfnunarsjóður sókna og um hann er fjallað í II. kafla laga um sóknargjöld ofl. nr. 91/1987 og í sérstakri reglugerð um sjóðinn nr. 206/1991 með síðari breytingum. Telja verður verulegan vafa leika á að sú staðhæfing verkefnisstjórans fáist staðist, að þau ákvæði laga um sóknargjöld sem um Jöfnunarsjóðinn gilda, girði fyrir það að Fríkirkjan geti sótt í þann sjóð, verði látið reyna á synjun Þjóðkirkjustofnunarinnar þar um, en Þjóðkirkjustofnunin hefur synjað umsókn frá Fríkirkjunni í Reykjavík um úthlutun úr sjóðnum. Ekki verður séð af ákvæðum laga og reglugerðar um sjóðinn að skilyrði um þjóðkirkjuaðild sé forsenda úthlutunar úr sjóðnum. Þá verður ekki betur séð en að sú staðhæfing verkefnisstjórans, að ákvæðin um jöfnunarsjóðinn útiloki úthlutun til Fríkirkjunnar m.a. á þeim grundvelli að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í þann sjóð sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti, sé mjög umdeilanleg. Eins og kunnugt er eiga þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og Háskólasjóður hlutdeild í álögðum tekjuskatti og í samræmi við það greiðir ríkissjóður ákveðið gjald fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Þetta gjald skiptist þannig að vegna einstaklings sem skráður er í Þjóðkirkjuna, greiðist það til þess safnaðar sem viðkomandi tilheyrir. Vegna einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags og vegna einstaklings sem hvorki er í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til Háskóla Íslands. Það er einungis gjald vegna þeirra einstaklinga sem eru í Þjóðkirkjunni en eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, sem rennur til Jöfnunarsjóðs sókna. Auk gjalds vegna þessara síðastgreindu einstaklinga sem ríkissjóður skilar í Jöfnunarsjóðinn, greiðir ríkissjóður hins vegar ákveðið framlag í sjóðinn af tekjuskatti og er miðað við 18,5% af þeim gjöldum sem renna til safnaða Þjóðkirkjunnar. Það að tiltaka þetta viðbótarframlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóðinn sem sérstaka greiðslu sérhvers meðlims þjóðkirkjunnar í Jöfnunarsjóðinn er hins vegar afar umdeilanlegt ef ekki beinlínis rangt. Ljóst er af framansögðu að Fríkirkjan í Reykjavík hefur margvíslegar athugasemdir við þann málflutning sem fram kemur hjá verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar og sem endurspeglast hefur í afgreiðslu Þjóðkirkjustofnuninnar á erindum frá Fríkirkjunni í Reykjavík um leiðréttingu á þeim rangindum. Hins vegar er það von Fríkirkjunnar að þau orð sem fram koma í fréttinni um vilja Þjóðkirkjunnar að Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík sitji "við sama borð og þjóðkirkjusöfnuðir" endurspegli raunverulegan vilja til að leiðrétta þessa mismunun og ranglæti og að orðum í þá veru fylgi gerðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Trúfélög - Þórunn Sigurðardóttir lögfræðingur Í frétt í Fréttablaðinu hinn 15. desember síðastliðinn., undir yfirskriftinni "Fríkirkjuprestur vill jafnræði trúfélaga", var rætt við sr. Hjört Magna Jóhannsson, prest í Fríkirkjunni í Reykjavík, en hann hefur undanfarin misseri vakið athygli á verulegri mismunun milli evangelísk-lúterskra trúfélaga í landinu. Í stjórnarskrá Íslands er í 62. gr. kveðið á um að hin evangelíska-lúterska kirkja skuli vera þjóðkirkja á Íslandi og að ríkisvaldið skuli að því leyti styðja hana og vernda. Fríkirkjan í Reykjavík er evangelískt-lúterskt trúfélag, eins og kveðið er á um í lögum safnaðarins, en er sjálfstætt trúfélag og með fullt forræði í eigin málum gagnvart stofnunum og stjórnvöldum. Fríkirkjuprestur hefur í málflutningi sínum óskað eftir að jafnræði ríki milli trúfélaganna, hinnar evangelísku-lútersku þjóðkirkju og annarra evangelískra-lúterskra trúfélaga, en hvorki að Fríkirkjan í Reykjavík njóti forréttinda umfram önnur trúfélög né að hún gangi inn í Þjóðkirkjuna (ríkiskirkjuna). Í fréttinni í Fréttablaðinu bendir Fríkirkjuprestur á að Þjóðkirkjan sé ekki kristileg þar sem hún loki augum fyrir þessu ranglæti. Í tilefni af þessum orðum er í frétt blaðsins haft samband við Halldór Reynisson, verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar. Hann telur málflutning prests Fríkirkjunnar ómálefnalegan og vísar svo til þess að svo virðist sem það sé meginósk Fríkirkjuprests að Fríkirkjan geti sótt í svokallaðan jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar. Síðan segir verkefnisstjórinn að um þann sjóð gildi hins vegar lög sem komi í veg fyrir að það sé hægt, m.a. vegna þess að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í hann sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti. Gera verður verulegar athugasemdir við þessi orð verkefnisstjóra Þjóðkirkjunnar. Í fyrsta lagi er meginósk Fríkirkjuprests að jafnræði ríki meðal þeirra trúfélaga sem stjórnarskráin veitir vernd, þ.e. evangelísk-lúterskri kirkju, en innan þeirrar kirkjudeildar eru mörg trúfélög og Þjóðkirkjan þeirra stærst, en Fríkirkjan í Reykjavík kemur þar næst á eftir. Þetta er grundvallaratriðið – jafnræði þessara trúfélaga. Því er það rangt að meginósk Fríkirkjunnar sé að geta sótt í jöfnunarsjóð Þjóðkirkjunnar, eins og verkefnisstjórinn nefnir svo, en sá sjóður er reyndar ekki kenndur við Þjóðkirkjuna heldur ber heitið Jöfnunarsjóður sókna og um hann er fjallað í II. kafla laga um sóknargjöld ofl. nr. 91/1987 og í sérstakri reglugerð um sjóðinn nr. 206/1991 með síðari breytingum. Telja verður verulegan vafa leika á að sú staðhæfing verkefnisstjórans fáist staðist, að þau ákvæði laga um sóknargjöld sem um Jöfnunarsjóðinn gilda, girði fyrir það að Fríkirkjan geti sótt í þann sjóð, verði látið reyna á synjun Þjóðkirkjustofnunarinnar þar um, en Þjóðkirkjustofnunin hefur synjað umsókn frá Fríkirkjunni í Reykjavík um úthlutun úr sjóðnum. Ekki verður séð af ákvæðum laga og reglugerðar um sjóðinn að skilyrði um þjóðkirkjuaðild sé forsenda úthlutunar úr sjóðnum. Þá verður ekki betur séð en að sú staðhæfing verkefnisstjórans, að ákvæðin um jöfnunarsjóðinn útiloki úthlutun til Fríkirkjunnar m.a. á þeim grundvelli að meðlimir í Fríkirkjunni greiði ekki í þann sjóð sem meðlimir Þjóðkirkjunnar geri aftur á móti, sé mjög umdeilanleg. Eins og kunnugt er eiga þjóðkirkjusöfnuðir, skráð trúfélög og Háskólasjóður hlutdeild í álögðum tekjuskatti og í samræmi við það greiðir ríkissjóður ákveðið gjald fyrir hvern einstakling 16 ára og eldri. Þetta gjald skiptist þannig að vegna einstaklings sem skráður er í Þjóðkirkjuna, greiðist það til þess safnaðar sem viðkomandi tilheyrir. Vegna einstaklings sem tilheyrir skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til hlutaðeigandi trúfélags og vegna einstaklings sem hvorki er í Þjóðkirkjunni né skráðu trúfélagi greiðist gjaldið til Háskóla Íslands. Það er einungis gjald vegna þeirra einstaklinga sem eru í Þjóðkirkjunni en eru óstaðsettir á landinu samkvæmt þjóðskrá, sem rennur til Jöfnunarsjóðs sókna. Auk gjalds vegna þessara síðastgreindu einstaklinga sem ríkissjóður skilar í Jöfnunarsjóðinn, greiðir ríkissjóður hins vegar ákveðið framlag í sjóðinn af tekjuskatti og er miðað við 18,5% af þeim gjöldum sem renna til safnaða Þjóðkirkjunnar. Það að tiltaka þetta viðbótarframlag ríkissjóðs í Jöfnunarsjóðinn sem sérstaka greiðslu sérhvers meðlims þjóðkirkjunnar í Jöfnunarsjóðinn er hins vegar afar umdeilanlegt ef ekki beinlínis rangt. Ljóst er af framansögðu að Fríkirkjan í Reykjavík hefur margvíslegar athugasemdir við þann málflutning sem fram kemur hjá verkefnisstjóra fræðslusviðs Þjóðkirkjunnar og sem endurspeglast hefur í afgreiðslu Þjóðkirkjustofnuninnar á erindum frá Fríkirkjunni í Reykjavík um leiðréttingu á þeim rangindum. Hins vegar er það von Fríkirkjunnar að þau orð sem fram koma í fréttinni um vilja Þjóðkirkjunnar að Fríkirkjusöfnuðurinn í Reykjavík sitji "við sama borð og þjóðkirkjusöfnuðir" endurspegli raunverulegan vilja til að leiðrétta þessa mismunun og ranglæti og að orðum í þá veru fylgi gerðir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar