Skrípaleikur í nokkrum þáttum 6. júlí 2004 00:01 Fjölmiðlalögin - Jón Magnússon hrl. Þjóðin er stödd í miðjum skrípaleik. Á þessari stundu er ekki vitað hvað hann verður í mörgum þáttum. Í fyrsta þætti sem lauk í maí sl. var því haldið fram af þingmönnum stjórnarflokkana að ekki mætti dragast að samþykkja fjölmiðlalögin fyrir þinglok. Eftir að forseti lýðveldisins synjaði lögunum staðfestingar hófst næsti þáttur skrípaleiksins. Ýmsar sérkennilegar lögfræðilegar kennisetningar litu dagsins ljós komnar frá vinum forsætisráðherra, meðal annars var því haldið fram að forseti gæti ekki skotið máli til þjóðarinnar. Þegar Davíð og Halldór treystust ekki til að fylgja þeirri hugmynd eftir var ráðist í að reyna að koma í veg fyrir að vilji meirihluta kjósenda næði fram að ganga. Ríkisstjórnin skipaði lögfræðinganefnd til að skoða málið og sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu helstri að eiginlega væri ekki unnt að segja til um hvort stætt væri á að setja takmarkanir um þjóðaratkvæðagreiðslur skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar með almennum lögum. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eðlilegt að setja lög til að takmarka framgang lýðræisins. Framsóknarmenn vildu ekki ganga jafn langt á svig við lýðræðið og stjórnarskrána og Davíðsmenn og þar sem samstaða náðist ekki um það milli stjórnarflokkana að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem færu í bág við stjórnarskrána og venjulegar hugmyndir um lýðræði varð úr að leggja ekki fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur heldur frumvarp um fjölmiðlalög þar sem gömlu lögin yrðu afnumin og ný sett í staðinn með smávægilegum breytingum. Með þessu hófst þriðji þáttur skrípaleiksins. Hvers vegna þarf að kalla Alþingi saman að sumri til? Ástæða þess var að þingið átti að fjalla um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar um fjölmiðlalögin. Ekki þurfti að kalla Alþingi saman til þess. Reglurnar um þá þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir. En Davíð og Halldór ákváðu að kalla saman sumarþing til að breyta leikreglunum. Reyna átti að koma í veg fyrir að almennar lýðræðisreglur giltu og koma í veg fyrir að meirihluti þjóðarinnar kæmi sínu fram. Þegar það gengur ekki er gripið til þess ráðs að láta þingið fjalla um allt aðra hluti en það var kallað saman til að ræða um. Nú á þingið að fjalla um ný fjölmðlalög og fella hin fyrri úr gildi. Koma þarf í veg fyrir það með öllum ráðum að þjóðin fái að segja meiningu sína. Forusta Sjálfstæðisflokksins vill ekki fyrir nokkurn mun að kjósendur fái notið lýðræðis nema á fjögurra ára fresti þar sem einungis er í boði að kjósa ákveðna flokka eftir að valdaflokkarnir hafa haft tíma til að auglýsa fyrir gríðarlega fjármuni og nota og misnota almannafé sér til framdráttar í kosningum. Nei, þjóðin má ekki segja hug sinn um fjölmiðlalögin. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að gera grín að kjósendum, forsetanum og stjórnarskránni. Þingmenn stjórnarflokkanna munu nú tala fyrir annarri sannfæringu en þeir höfðu í apríl og maí fyrr á þessu ári. Nú á að fella úr gildi frumvarpið sem þeir samþykktu fyrir nokkrum mánuðum að undangengnum "vönduðum" undirbúningi að eigin sögn. En eru ekki sömu efnisrökin til að vera á móti þessu breytta frumvarpi? Eru ekki sömu rökin fyrir forseta lýðveldisins að neita að samþykkja ný lög með smávægilegum breytingum? Er ekki einmitt brýnt að forsetinn láti ekki gera með þessum hætti grín að forsetaembættinu, stjórnarskránni og kjósendum? Ekki verður annað séð en sömu rök eigi við um að hafna nýja frumvarpinu. Það verður að gera þá kröfu til forseta lýðveldisins að hann tryggi að þjóðin fái að segja hug sinn um nýja frumvarpið en fjandvinir lýðræðisins, ríkisstjórnin og þingflokkar þeirra nái ekki að gera grín að þjóðinni og stjórnarskránni með þessari leikfléttu. Höfundur er formaður stjórnmálasamtakanna Nýtt afl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Fjölmiðlalögin - Jón Magnússon hrl. Þjóðin er stödd í miðjum skrípaleik. Á þessari stundu er ekki vitað hvað hann verður í mörgum þáttum. Í fyrsta þætti sem lauk í maí sl. var því haldið fram af þingmönnum stjórnarflokkana að ekki mætti dragast að samþykkja fjölmiðlalögin fyrir þinglok. Eftir að forseti lýðveldisins synjaði lögunum staðfestingar hófst næsti þáttur skrípaleiksins. Ýmsar sérkennilegar lögfræðilegar kennisetningar litu dagsins ljós komnar frá vinum forsætisráðherra, meðal annars var því haldið fram að forseti gæti ekki skotið máli til þjóðarinnar. Þegar Davíð og Halldór treystust ekki til að fylgja þeirri hugmynd eftir var ráðist í að reyna að koma í veg fyrir að vilji meirihluta kjósenda næði fram að ganga. Ríkisstjórnin skipaði lögfræðinganefnd til að skoða málið og sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu helstri að eiginlega væri ekki unnt að segja til um hvort stætt væri á að setja takmarkanir um þjóðaratkvæðagreiðslur skv. 26. gr. stjórnarskrárinnar með almennum lögum. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eðlilegt að setja lög til að takmarka framgang lýðræisins. Framsóknarmenn vildu ekki ganga jafn langt á svig við lýðræðið og stjórnarskrána og Davíðsmenn og þar sem samstaða náðist ekki um það milli stjórnarflokkana að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem færu í bág við stjórnarskrána og venjulegar hugmyndir um lýðræði varð úr að leggja ekki fram frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur heldur frumvarp um fjölmiðlalög þar sem gömlu lögin yrðu afnumin og ný sett í staðinn með smávægilegum breytingum. Með þessu hófst þriðji þáttur skrípaleiksins. Hvers vegna þarf að kalla Alþingi saman að sumri til? Ástæða þess var að þingið átti að fjalla um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslunnar um fjölmiðlalögin. Ekki þurfti að kalla Alþingi saman til þess. Reglurnar um þá þjóðaratkvæðagreiðslu liggja fyrir. En Davíð og Halldór ákváðu að kalla saman sumarþing til að breyta leikreglunum. Reyna átti að koma í veg fyrir að almennar lýðræðisreglur giltu og koma í veg fyrir að meirihluti þjóðarinnar kæmi sínu fram. Þegar það gengur ekki er gripið til þess ráðs að láta þingið fjalla um allt aðra hluti en það var kallað saman til að ræða um. Nú á þingið að fjalla um ný fjölmðlalög og fella hin fyrri úr gildi. Koma þarf í veg fyrir það með öllum ráðum að þjóðin fái að segja meiningu sína. Forusta Sjálfstæðisflokksins vill ekki fyrir nokkurn mun að kjósendur fái notið lýðræðis nema á fjögurra ára fresti þar sem einungis er í boði að kjósa ákveðna flokka eftir að valdaflokkarnir hafa haft tíma til að auglýsa fyrir gríðarlega fjármuni og nota og misnota almannafé sér til framdráttar í kosningum. Nei, þjóðin má ekki segja hug sinn um fjölmiðlalögin. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að gera grín að kjósendum, forsetanum og stjórnarskránni. Þingmenn stjórnarflokkanna munu nú tala fyrir annarri sannfæringu en þeir höfðu í apríl og maí fyrr á þessu ári. Nú á að fella úr gildi frumvarpið sem þeir samþykktu fyrir nokkrum mánuðum að undangengnum "vönduðum" undirbúningi að eigin sögn. En eru ekki sömu efnisrökin til að vera á móti þessu breytta frumvarpi? Eru ekki sömu rökin fyrir forseta lýðveldisins að neita að samþykkja ný lög með smávægilegum breytingum? Er ekki einmitt brýnt að forsetinn láti ekki gera með þessum hætti grín að forsetaembættinu, stjórnarskránni og kjósendum? Ekki verður annað séð en sömu rök eigi við um að hafna nýja frumvarpinu. Það verður að gera þá kröfu til forseta lýðveldisins að hann tryggi að þjóðin fái að segja hug sinn um nýja frumvarpið en fjandvinir lýðræðisins, ríkisstjórnin og þingflokkar þeirra nái ekki að gera grín að þjóðinni og stjórnarskránni með þessari leikfléttu. Höfundur er formaður stjórnmálasamtakanna Nýtt afl.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar