Erlent

Kanadískri konu sleppt

Kanadískri konu, sem verið hefur í haldi mannræningja í Írak í tvær vikur, var sleppt í dag. Hún er nú í umsjá bandaríska hersins í Írak, að sögn Pierre Pettigrew utanríkisráðherra Kanada. Ekki hafði verið tilkynnt um að henni hefði verið rænt, en að sögn utanríkisráðherrans vissu menn engu að síður af því og hefur verið unnið að frelsun hennar. Hann sagði að ránið á konunni hefði ekki verið gert opinbert, að ósk fjölskyldu hennar. Konan er starfsmaður kanadísks fyrirtækis og var á vegum þess í Írak.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×