Frá degi til dags 19. júlí 2004 00:01 Þingmenn sem þegja Eitt furðulegasta fyrirbærið á Alþingi Íslendinga eru þingmenn sem þegja - hafa sig lítt eða ekkert í frammi í þinginu og heyrast sjaldan eða aldrei í ræðustól. Von er að menn spyrji til hvers þetta blessaða fólk hafi verið að gefa kost á sér til þingstarfa. Ekki nóg með að það þegi á vinnustað sínum heldur sjást sjaldan eftir það blaðagreinar eða pistlar á netinu. Alþingismenn njóta ýmissa fríðinda, til dæmis fá þeir ókeypis tölvur og farsíma og þingið greiðir kostnað við að halda úti vefsíðum þeirra sem það kjósa. Ef marka má lista yfir heimasíður alþingismanna á vefsíðu Alþingis (althingi.is) hafa aðeins 25 af 63 þingmönnum sýnt því áhuga að hasla sér völl á netinu. En ekki tekur betra við þegar farið er að smella á tenglana inn á þessar 25 vefsíður. Þá kemur í ljós að þær eru flestar óvirkar og óuppfærðar mánuðum og jafnvel árum saman. Þorri þingmanna, sem heldur úti vefsíðu, virðist með öðrum orðum fátt hafa að segja við kjósendur sína sem vafra um á netinu. Má í því sambandi minna á að allur þorri íslenskra heimila er nettengdur. Ögmundur sækir á Björn Lofsverðar undantekningar eru frá þessari þögn þingmanna á netinu. Fremstur í flokki er, eins og alþjóð veit, Björn Bjarnason ráðherra (bjorn.is), en á undanförnum mánuðum hefur hann fengið harða samkeppni frá Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, sem heldur úti líflegri vefsíðu (ogmundur.is). Aðrir þingmenn sem uppfæra reglulega eru helst Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin Sigurðsson, Helgi Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr Samfylkingu og Hjálmar Árnason úr Framsóknarflokki. Þá sýnir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, viðleitni til að halda versíðu sinni lifandi. Flestir aðrir alþingismenn haga sér gagnvart netinu eins og þreyttir og syfjaðir embættismenn. Er skömm að því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þingmenn sem þegja Eitt furðulegasta fyrirbærið á Alþingi Íslendinga eru þingmenn sem þegja - hafa sig lítt eða ekkert í frammi í þinginu og heyrast sjaldan eða aldrei í ræðustól. Von er að menn spyrji til hvers þetta blessaða fólk hafi verið að gefa kost á sér til þingstarfa. Ekki nóg með að það þegi á vinnustað sínum heldur sjást sjaldan eftir það blaðagreinar eða pistlar á netinu. Alþingismenn njóta ýmissa fríðinda, til dæmis fá þeir ókeypis tölvur og farsíma og þingið greiðir kostnað við að halda úti vefsíðum þeirra sem það kjósa. Ef marka má lista yfir heimasíður alþingismanna á vefsíðu Alþingis (althingi.is) hafa aðeins 25 af 63 þingmönnum sýnt því áhuga að hasla sér völl á netinu. En ekki tekur betra við þegar farið er að smella á tenglana inn á þessar 25 vefsíður. Þá kemur í ljós að þær eru flestar óvirkar og óuppfærðar mánuðum og jafnvel árum saman. Þorri þingmanna, sem heldur úti vefsíðu, virðist með öðrum orðum fátt hafa að segja við kjósendur sína sem vafra um á netinu. Má í því sambandi minna á að allur þorri íslenskra heimila er nettengdur. Ögmundur sækir á Björn Lofsverðar undantekningar eru frá þessari þögn þingmanna á netinu. Fremstur í flokki er, eins og alþjóð veit, Björn Bjarnason ráðherra (bjorn.is), en á undanförnum mánuðum hefur hann fengið harða samkeppni frá Ögmundi Jónassyni, þingflokksformanni Vinstri grænna, sem heldur úti líflegri vefsíðu (ogmundur.is). Aðrir þingmenn sem uppfæra reglulega eru helst Ágúst Ólafur Ágústsson, Björgvin Sigurðsson, Helgi Hjörvar og Jóhanna Sigurðardóttir úr Samfylkingu og Hjálmar Árnason úr Framsóknarflokki. Þá sýnir Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður sjálfstæðismanna, viðleitni til að halda versíðu sinni lifandi. Flestir aðrir alþingismenn haga sér gagnvart netinu eins og þreyttir og syfjaðir embættismenn. Er skömm að því.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar