Stjórnunarvandi og forystufælni? 25. október 2004 00:01 Kennaraverkfallið - Jónas Gunnar Einarsson Íslendingar súpa nú sama súra seyðið og Bretar gerðu í skólamálum fyrr á árum, eftir að hafa samþykkt yfirfærslu millistjórnunar og fjármögnunar á grunnskólamenntun í hendur sveitarstjórnum. Þá kom í ljós eins og hérlendis að rekstur grunnskóla á um það bil hálfu forræði sveitarfélaga með ólíka fjárhagsstöðu, ólíkar áherslur, o.s.frv., sem þurfa að kljást sameiginlega við landssamtök kennara og annarra starfsmanna hinum megin samningaborðs án nægilegs fjármagns og án atbeina ríkisvaldsins, var og er fyrst og fremst stjórnunarvandi, sem kenna má við spennitreyju, því allur sveigjanleiki í ákvarðanatöku er svo að segja kyrktur fyrirfram. Í harðnandi deilu kennara og sveitarfélaga hérlendis kristallast þessi stjórnunarvandi í miklu og vaxandi forystu- og úrræðaleysi samningsaðila, sem og pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Um leið er orðin ljós dálítið ógnvænleg og hættuleg forystufælni í ríkisstjórn landsins. Eftir fimm vikna stopp á lögboðinni fræðslu grunnskólanemenda og tvær vikur fyrirsjánlegar til viðbótar, er vart hægt að lýsa ástandinu öðru vísi en sem stjórnunarlegu og stjórnmálalegu klúðri forystumanna þjóðarinnar. Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna, með verkfall sem rúsínu í pylsuenda, var strax í vor fyrirsjáanlegur farsi. Ef unnið hefði verið vel og skipulega í sumar væri staðan önnur. Nú stefnir hraðbyri í það að skólaárið eyðileggist hjá grunnskólanemendum, ekki aðeins hjá tíundu bekkingum, heldur einnig hjá öðrum árgöngum. Úr því sem komið er verður Alþingi að setja lög sem skylda kennara aftur til starfa, á meðan deilumál þeirra og sveitarfélaganna eru sett í nefnd/nefndir með gild markmið og tímaáætlun. Góðu fréttirnar eru þær að viðskiptavinir opinberra aðila, sem treysta á lögboðna þjónustu, þurfa ekki lengur að líða fyrir kjaradeilur, því tvenns konar skýrar aðferðir eru fyrir hendi, sem leiða til lausnar. Annars vegar kjaradómsleiðin, hins vegar skilvirkara og tímasett samningaferli, sem aðilar þurfa að koma sér saman um og þyrfti að lögfesta. Ferli sem hefst nokkru áður en samningar renna út og gengur fram undir vökulu auga ríkisvaldsins. Náist ekki niðurstaða fyrir tilskilinn tíma, gegnir ríkissáttasemjari lykilhlutverki með heimild til miðlunar, sem aðilar eru skyldugir til að sætta sig við. Sýndarverkföll eru hluti af slíku skilvirku samningaferli. Eftir viðræðuslit á föstudag og fyrirsjánlegt úrræðaleysi verður ekki hjá því komist að ríkisvaldið og sveitarfélögin taki loks af festu á þeim stjórnunarvanda og þeirri forystufælni sem augljós er orðin. Almenningur getur ekki sætt sig lengur við óbreytt ástand. Stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, verða að leita nýrra leiða í kjaraviðræðum við starfsmenn í opinberri þjónustu. Sýna aukið frumkvæði, aukinn stórhug til að bæta og treysta lögboðna þjónustu við landsmenn. Forystumenn þjóðarinnar verða að treysta sér til slíkra verka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Kennaraverkfallið - Jónas Gunnar Einarsson Íslendingar súpa nú sama súra seyðið og Bretar gerðu í skólamálum fyrr á árum, eftir að hafa samþykkt yfirfærslu millistjórnunar og fjármögnunar á grunnskólamenntun í hendur sveitarstjórnum. Þá kom í ljós eins og hérlendis að rekstur grunnskóla á um það bil hálfu forræði sveitarfélaga með ólíka fjárhagsstöðu, ólíkar áherslur, o.s.frv., sem þurfa að kljást sameiginlega við landssamtök kennara og annarra starfsmanna hinum megin samningaborðs án nægilegs fjármagns og án atbeina ríkisvaldsins, var og er fyrst og fremst stjórnunarvandi, sem kenna má við spennitreyju, því allur sveigjanleiki í ákvarðanatöku er svo að segja kyrktur fyrirfram. Í harðnandi deilu kennara og sveitarfélaga hérlendis kristallast þessi stjórnunarvandi í miklu og vaxandi forystu- og úrræðaleysi samningsaðila, sem og pólitískt kjörinna fulltrúa í sveitarstjórnum landsins. Um leið er orðin ljós dálítið ógnvænleg og hættuleg forystufælni í ríkisstjórn landsins. Eftir fimm vikna stopp á lögboðinni fræðslu grunnskólanemenda og tvær vikur fyrirsjánlegar til viðbótar, er vart hægt að lýsa ástandinu öðru vísi en sem stjórnunarlegu og stjórnmálalegu klúðri forystumanna þjóðarinnar. Kjaradeila kennara og sveitarfélaganna, með verkfall sem rúsínu í pylsuenda, var strax í vor fyrirsjáanlegur farsi. Ef unnið hefði verið vel og skipulega í sumar væri staðan önnur. Nú stefnir hraðbyri í það að skólaárið eyðileggist hjá grunnskólanemendum, ekki aðeins hjá tíundu bekkingum, heldur einnig hjá öðrum árgöngum. Úr því sem komið er verður Alþingi að setja lög sem skylda kennara aftur til starfa, á meðan deilumál þeirra og sveitarfélaganna eru sett í nefnd/nefndir með gild markmið og tímaáætlun. Góðu fréttirnar eru þær að viðskiptavinir opinberra aðila, sem treysta á lögboðna þjónustu, þurfa ekki lengur að líða fyrir kjaradeilur, því tvenns konar skýrar aðferðir eru fyrir hendi, sem leiða til lausnar. Annars vegar kjaradómsleiðin, hins vegar skilvirkara og tímasett samningaferli, sem aðilar þurfa að koma sér saman um og þyrfti að lögfesta. Ferli sem hefst nokkru áður en samningar renna út og gengur fram undir vökulu auga ríkisvaldsins. Náist ekki niðurstaða fyrir tilskilinn tíma, gegnir ríkissáttasemjari lykilhlutverki með heimild til miðlunar, sem aðilar eru skyldugir til að sætta sig við. Sýndarverkföll eru hluti af slíku skilvirku samningaferli. Eftir viðræðuslit á föstudag og fyrirsjánlegt úrræðaleysi verður ekki hjá því komist að ríkisvaldið og sveitarfélögin taki loks af festu á þeim stjórnunarvanda og þeirri forystufælni sem augljós er orðin. Almenningur getur ekki sætt sig lengur við óbreytt ástand. Stjórnmálamenn, sem vilja láta taka sig alvarlega, verða að leita nýrra leiða í kjaraviðræðum við starfsmenn í opinberri þjónustu. Sýna aukið frumkvæði, aukinn stórhug til að bæta og treysta lögboðna þjónustu við landsmenn. Forystumenn þjóðarinnar verða að treysta sér til slíkra verka.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar