Stafar Evrópu hætta af Tyrkjum? 11. október 2004 00:01 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í vikunni sem leið grænt ljós á að formlegar viðræður hæfust við stjórnvöld í Tyrklandi um aðild landsins að sambandinu. Endanleg ákvörðun er í höndum leiðtoga ESB sem koma saman til fundar í desember. Allar líkur eru á því að þeir staðfesti samþykkt framkvæmdastjórnarinnar. Viðræðurnar hefjast þá einhvern tímann á næsta ári; fyrri hluta árs segja Tyrkir vongóðir, seinni hluta árs segja raunsæismenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Og hve langan tíma munu þær taka? Hvað er langt þangað til Tyrkland með sína 70 milljón íbúa, flesta játandi múhameðstrú, verður orðið eitt af ríkjum ESB? Það mun taka langan tíma, talað er um tíu ár, sumir nefna fimmtán. Tyrklandi verður nefnilega ekki hleypt inn í Evrópusambandið fyrr en það hefur sagt skilið við ýmislegt í fortíð sinni og öruggt verður talið að þar ríki stöðugleiki, traust lýðræði, réttlátt dómskerfi, frjálst markaðshagkerfi og fullt skoðanafrelsi. Á öllum þessum sviðum hefur tyrknesku samfélagi verið ábótavant þó að því hafi hins vegar farið fram á síðustu árum. En betur má ef duga skal segja eftirlitsmenn Evrópusambandsins. Spurt er hér að ofan hvort Evrópu stafi hætta af Tyrkjum. Hvers vegna? Hvað býr á bak við svo ögrandi spurningu? Hvaða hættur gætu falist í aðild Tyrkja að Evrópusambandinu? Um svörin við spurningunni er deilt af miklum ákafa og hita um alla Evrópu. Deilurnar ná inn í ríkisstjórnir Evrópusambandslanda og til embættismanna í Brussel. Það eru einkum fimm atriði sem menn nefna þegar þeir viðra efasemdir um aðild Tyrkja. Í fyrsta lagi ástand mannréttinda í landinu sem er enn óviðunandi þótt þokast hafi í rétta átt á síðustu árum. Í öðru lagi nefna menn að tyrkneskt vinnuafl muni flæða yfir Evrópu og valda uppnámi á evrópskum vinnumarkaði. Í þriðja lagi að íslömsk áhrif geti skaðað kristna menningu í Evrópu og skapað átök milli ólíkra menningarheima. Í fjórða lagi að vegna fátæktar sinnar muni Tyrkland soga til sín megnið af styrkjum og niðurgreiðslum Evrópusambandsins og jaf nvel reynast fjárhag þess ofviða Loks óttast menn að Tyrkjum muni ekki auðnast að gæta landamæra sinna sem liggja að ríkjum araba og í gegnum Tyrkland muni alls kyns hópar, jafnt hryðjuverkamenn sem atvinnuleysingjar, eiga greiða leið til Evrópu. Áhyggjur af þessu tagi eru útbreiddar meðal kjósenda í ríkjum Erópusambandsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti fólks í flestum löndunum er andvígur aðild Tyrkja. Þetta hefur leitt til þess að ýmsir stjórnmálaleiðtogar, svo sem Chirac Frakklandsforseti, sem lýst hafa yfir stuðningi við aðild Tyrkja, hafa lofað því að þeir fái ekki aðild fyrr en um það hafi verið kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin ríkjandi skoðun meðal stjórnmálaforingja og álitsgjafa í Evrópu er þó að aðild Tyrkja að Erópusambandinu hefði fleiri kosti en galla, að því tilskyldu að þeir næðu að uppfylla aðildarskilmálana sem eru strangir. Í því sambandi benda menn á að með íslamskt ríki innanborðs sé Evrópusambandið og hinn vestræni heimur í sterkari og vinsamlegri stöðu en áður gagnvart arabaríkjum og öðrum íslömskum löndum. Tyrkland innan ESB muni getað vísað þessum ríkjum veginn til lýðræðis, frelsis og markaðshagkerfis. Og tyrkneski herinn er öflugur og mundi skipta máli fyrir varnarstöðu Evrópu. Tyrkir hafa runar verið í Atlantshafsbandalaginu um áratugaskeið. Þá er bent á að tyrkneskur markaður skapi ekki síður sóknarfæri en hættur fyrir evrópskt viðskipta- og atvinnulíf. Spurningin um aðild Tyrklands er ekki eina hitamálið sem rætt er og snýr að Evrópusambandinu. Tekist er á um fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins og sýnist sitt hverjum um nauðsyn hennar og inntak. Er ljóst að hún verður ekki staðfest fyrr en greidd hafa verið um hana atkvæði í nokkrum aðildarríkjanna. Óljóst er um hver útkoman úr slíkum kosningum yrði. Vaxandi óánægja er með þróun ýmissa mála innan Evrópusambandsins í þeim ríkjum sem þar hafa ráðið ferðinni frá upphafi, ekki síst Frakklandi og Þýskalandi. Málsmetandi menn eru farnir að spyrja sig hvort Evrópusambandið sé ef til vill að verða of stórt og ósamstíga til að geta skapað sér stöðu við hlið stórvelda eins og Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússlands. Menn velta því fyrir sér hvort of geist hafi farið í stækkun sambandsins og hvort hyggilegt sé að vinna að enn frekari stækkun – hvað þá jafn umdeildri og aðild Tyrkja – meðan ekki hefur tekist að leiða til lykta þær grundvallarspurningar um eðli og starfshætti sambandsins sem stjórnarskrármálið snýst um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Í brennidepli Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gaf í vikunni sem leið grænt ljós á að formlegar viðræður hæfust við stjórnvöld í Tyrklandi um aðild landsins að sambandinu. Endanleg ákvörðun er í höndum leiðtoga ESB sem koma saman til fundar í desember. Allar líkur eru á því að þeir staðfesti samþykkt framkvæmdastjórnarinnar. Viðræðurnar hefjast þá einhvern tímann á næsta ári; fyrri hluta árs segja Tyrkir vongóðir, seinni hluta árs segja raunsæismenn í höfuðstöðvum ESB í Brussel. Og hve langan tíma munu þær taka? Hvað er langt þangað til Tyrkland með sína 70 milljón íbúa, flesta játandi múhameðstrú, verður orðið eitt af ríkjum ESB? Það mun taka langan tíma, talað er um tíu ár, sumir nefna fimmtán. Tyrklandi verður nefnilega ekki hleypt inn í Evrópusambandið fyrr en það hefur sagt skilið við ýmislegt í fortíð sinni og öruggt verður talið að þar ríki stöðugleiki, traust lýðræði, réttlátt dómskerfi, frjálst markaðshagkerfi og fullt skoðanafrelsi. Á öllum þessum sviðum hefur tyrknesku samfélagi verið ábótavant þó að því hafi hins vegar farið fram á síðustu árum. En betur má ef duga skal segja eftirlitsmenn Evrópusambandsins. Spurt er hér að ofan hvort Evrópu stafi hætta af Tyrkjum. Hvers vegna? Hvað býr á bak við svo ögrandi spurningu? Hvaða hættur gætu falist í aðild Tyrkja að Evrópusambandinu? Um svörin við spurningunni er deilt af miklum ákafa og hita um alla Evrópu. Deilurnar ná inn í ríkisstjórnir Evrópusambandslanda og til embættismanna í Brussel. Það eru einkum fimm atriði sem menn nefna þegar þeir viðra efasemdir um aðild Tyrkja. Í fyrsta lagi ástand mannréttinda í landinu sem er enn óviðunandi þótt þokast hafi í rétta átt á síðustu árum. Í öðru lagi nefna menn að tyrkneskt vinnuafl muni flæða yfir Evrópu og valda uppnámi á evrópskum vinnumarkaði. Í þriðja lagi að íslömsk áhrif geti skaðað kristna menningu í Evrópu og skapað átök milli ólíkra menningarheima. Í fjórða lagi að vegna fátæktar sinnar muni Tyrkland soga til sín megnið af styrkjum og niðurgreiðslum Evrópusambandsins og jaf nvel reynast fjárhag þess ofviða Loks óttast menn að Tyrkjum muni ekki auðnast að gæta landamæra sinna sem liggja að ríkjum araba og í gegnum Tyrkland muni alls kyns hópar, jafnt hryðjuverkamenn sem atvinnuleysingjar, eiga greiða leið til Evrópu. Áhyggjur af þessu tagi eru útbreiddar meðal kjósenda í ríkjum Erópusambandsins. Skoðanakannanir sýna að meirihluti fólks í flestum löndunum er andvígur aðild Tyrkja. Þetta hefur leitt til þess að ýmsir stjórnmálaleiðtogar, svo sem Chirac Frakklandsforseti, sem lýst hafa yfir stuðningi við aðild Tyrkja, hafa lofað því að þeir fái ekki aðild fyrr en um það hafi verið kosið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Hin ríkjandi skoðun meðal stjórnmálaforingja og álitsgjafa í Evrópu er þó að aðild Tyrkja að Erópusambandinu hefði fleiri kosti en galla, að því tilskyldu að þeir næðu að uppfylla aðildarskilmálana sem eru strangir. Í því sambandi benda menn á að með íslamskt ríki innanborðs sé Evrópusambandið og hinn vestræni heimur í sterkari og vinsamlegri stöðu en áður gagnvart arabaríkjum og öðrum íslömskum löndum. Tyrkland innan ESB muni getað vísað þessum ríkjum veginn til lýðræðis, frelsis og markaðshagkerfis. Og tyrkneski herinn er öflugur og mundi skipta máli fyrir varnarstöðu Evrópu. Tyrkir hafa runar verið í Atlantshafsbandalaginu um áratugaskeið. Þá er bent á að tyrkneskur markaður skapi ekki síður sóknarfæri en hættur fyrir evrópskt viðskipta- og atvinnulíf. Spurningin um aðild Tyrklands er ekki eina hitamálið sem rætt er og snýr að Evrópusambandinu. Tekist er á um fyrirhugaða stjórnarskrá sambandsins og sýnist sitt hverjum um nauðsyn hennar og inntak. Er ljóst að hún verður ekki staðfest fyrr en greidd hafa verið um hana atkvæði í nokkrum aðildarríkjanna. Óljóst er um hver útkoman úr slíkum kosningum yrði. Vaxandi óánægja er með þróun ýmissa mála innan Evrópusambandsins í þeim ríkjum sem þar hafa ráðið ferðinni frá upphafi, ekki síst Frakklandi og Þýskalandi. Málsmetandi menn eru farnir að spyrja sig hvort Evrópusambandið sé ef til vill að verða of stórt og ósamstíga til að geta skapað sér stöðu við hlið stórvelda eins og Bandaríkjanna, Japans, Kína og Rússlands. Menn velta því fyrir sér hvort of geist hafi farið í stækkun sambandsins og hvort hyggilegt sé að vinna að enn frekari stækkun – hvað þá jafn umdeildri og aðild Tyrkja – meðan ekki hefur tekist að leiða til lykta þær grundvallarspurningar um eðli og starfshætti sambandsins sem stjórnarskrármálið snýst um.Guðmundur Magnússon -gm@frettabladid.is
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun