Fljúgandi start Fjölnis 11. október 2004 00:01 Fyrsta umferð Intersportdeildarinnar í körfubolta fór fram í síðustu viku. Strax í byrjun gaf að líta spennandi viðureignir á borð við Grindavík gegn Snæfelli auk þess sem nýliðar Fjölnis byrjuðu deildina vel á góðum sigri á heimavelli. Fréttablaðið setti sig í samband við Friðrik Inga Rúnarsson en hann tók sér frí frá körfuknattleik þetta árið og getur því fylgst hlutlaust með gangi mála. "Mér finnst þessi byrjun í anda þess sem ég hafði spáð fyrir. Þau lið sem ég hafði spáð í efri kantinum unnu öll," sagði Friðrik Ingi. "Að vísu voru tvær viðureignir þar sem erfitt var að sjá fyrir hvernig færi. Sigur Fjölnis á Haukum kom mér ekki á óvart þar sem ég átti allt eins von á að liðið myndi vinna Haukamenn. Þetta er fljúgandi start fyrir Fjölni á sínu fyrsta ári í Intersportdeildinni." @.mfyr:Snæfell á mikið inni @megin:Að sögn Friðriks Inga, sem var viðstaddur leik Grindavíkur og Snæfells, var þó nokkur haustbragur á leik liðsins. "Það er reyndar ekki við öðru að búast svona í byrjun. Snæfell fékk Pálma og Magna sem eru vanir að vera lykilmenn í sínum liðum og leika 35 mínútur í leik. Núna eru þeir í liði þar sem þeir þurfa að deila tímanum sínum með mönnum á borð við Sigga Þorvalds og Hlyn. Þetta tekur bara smátíma og þeir eiga helling inni. Væntingarnar til Snæfellinga eru öðruvísi. Það er miklu sjáanlegra núna þegar þeir tapa eða þegar þeir eru ekki að spila eins og þeir gerðu lungann úr síðasta vetri. Sigurlíkurnar voru meiri hjá Grindvíkingum af því að þeir voru á sínum heimavelli." @.mfyr:Eftir bókinni @megin:"Aðrir leikir fóru svona eins ég bjóst við. Ég bjóst við að Skallagrímur myndi vinna leiki á sínum heimavelli og liðið gerði það gegn ÍR í framlengingu. Frábær byrjun þar. Svo vinnur KR Hamar/Selfoss sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. Hamar/Selfoss að spila í fyrsta sinn og ég talaði að vísu um að liðið myndi vinna stærri liðin á heimavelli eins og hefur alltaf gerst í gegnum árin. Hugsanlega er liðið ekki alveg jafn vel mannað svona í fyrsta kastinu eins og verið hefur undanfarin ár, breiddin er aðeins minni. Ég hef að vísu ekki séð annan útlendinginn en Chris Woods er góður leikmaður." @.mfyr:Bikarinn illa tímasettur @megin:"Það pirrar mig svolítið að hópbílabikarleikurinn sé spilaður svona snemma. Ég held að það þyrfti kannski að endurskoða það að hafa hann strax á eftir fyrstu umferð. Það eyðileggur svolítið startið á deildinni. Núna er ég fyrir utan þetta og þá er ég kannski í betri aðstöðu til að dæma þetta frá þessari hlið. Mér finnst þetta ekki sniðugt. Eftir fyrstu umferðina koma allt í einu tveir leikir, margir hverjir algerlega einskis nýtir vegna þess að munurinn er svo gríðarlega mikill milli svo margra liða. Mér finnst þetta skemma þetta start sem þarf að vera í boltanum. Það þyrfti kannski að skoða þetta mál aðeins betur. Annars sé ég fram á mjög skemmtilegt mót," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson körfuboltaspekingur. smari@frettabladid.is Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira
Fyrsta umferð Intersportdeildarinnar í körfubolta fór fram í síðustu viku. Strax í byrjun gaf að líta spennandi viðureignir á borð við Grindavík gegn Snæfelli auk þess sem nýliðar Fjölnis byrjuðu deildina vel á góðum sigri á heimavelli. Fréttablaðið setti sig í samband við Friðrik Inga Rúnarsson en hann tók sér frí frá körfuknattleik þetta árið og getur því fylgst hlutlaust með gangi mála. "Mér finnst þessi byrjun í anda þess sem ég hafði spáð fyrir. Þau lið sem ég hafði spáð í efri kantinum unnu öll," sagði Friðrik Ingi. "Að vísu voru tvær viðureignir þar sem erfitt var að sjá fyrir hvernig færi. Sigur Fjölnis á Haukum kom mér ekki á óvart þar sem ég átti allt eins von á að liðið myndi vinna Haukamenn. Þetta er fljúgandi start fyrir Fjölni á sínu fyrsta ári í Intersportdeildinni." @.mfyr:Snæfell á mikið inni @megin:Að sögn Friðriks Inga, sem var viðstaddur leik Grindavíkur og Snæfells, var þó nokkur haustbragur á leik liðsins. "Það er reyndar ekki við öðru að búast svona í byrjun. Snæfell fékk Pálma og Magna sem eru vanir að vera lykilmenn í sínum liðum og leika 35 mínútur í leik. Núna eru þeir í liði þar sem þeir þurfa að deila tímanum sínum með mönnum á borð við Sigga Þorvalds og Hlyn. Þetta tekur bara smátíma og þeir eiga helling inni. Væntingarnar til Snæfellinga eru öðruvísi. Það er miklu sjáanlegra núna þegar þeir tapa eða þegar þeir eru ekki að spila eins og þeir gerðu lungann úr síðasta vetri. Sigurlíkurnar voru meiri hjá Grindvíkingum af því að þeir voru á sínum heimavelli." @.mfyr:Eftir bókinni @megin:"Aðrir leikir fóru svona eins ég bjóst við. Ég bjóst við að Skallagrímur myndi vinna leiki á sínum heimavelli og liðið gerði það gegn ÍR í framlengingu. Frábær byrjun þar. Svo vinnur KR Hamar/Selfoss sem í sjálfu sér kom ekki á óvart. Hamar/Selfoss að spila í fyrsta sinn og ég talaði að vísu um að liðið myndi vinna stærri liðin á heimavelli eins og hefur alltaf gerst í gegnum árin. Hugsanlega er liðið ekki alveg jafn vel mannað svona í fyrsta kastinu eins og verið hefur undanfarin ár, breiddin er aðeins minni. Ég hef að vísu ekki séð annan útlendinginn en Chris Woods er góður leikmaður." @.mfyr:Bikarinn illa tímasettur @megin:"Það pirrar mig svolítið að hópbílabikarleikurinn sé spilaður svona snemma. Ég held að það þyrfti kannski að endurskoða það að hafa hann strax á eftir fyrstu umferð. Það eyðileggur svolítið startið á deildinni. Núna er ég fyrir utan þetta og þá er ég kannski í betri aðstöðu til að dæma þetta frá þessari hlið. Mér finnst þetta ekki sniðugt. Eftir fyrstu umferðina koma allt í einu tveir leikir, margir hverjir algerlega einskis nýtir vegna þess að munurinn er svo gríðarlega mikill milli svo margra liða. Mér finnst þetta skemma þetta start sem þarf að vera í boltanum. Það þyrfti kannski að skoða þetta mál aðeins betur. Annars sé ég fram á mjög skemmtilegt mót," sagði Friðrik Ingi Rúnarsson körfuboltaspekingur. smari@frettabladid.is
Íþróttir Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Yamal tekur óhræddur við tíunni Fótbolti Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal Tivat í tíu ára bann frá Evrópukeppnum „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Messi fékk skell sama kvöld og fréttist af komu „lífvarðarins“ Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Erlangen staðfestir komu Andra Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Gæti fengið átta milljarða króna Yamal tekur óhræddur við tíunni Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Dagskráin í dag: Golf og snóker og snóker og golf Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Bradley Beal til Clippers Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Bellingham í aðgerð á öxl og missir af næstu landsleikjum Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Ítalía í undanúrslit í fyrsta sinn síðan 1997 Þúsund hjólareiðakappar þeysa um hálendið um helgina Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona „Þetta var bara byrjunin“ Hetjudáðir gegn Íslandi tryggðu henni sæti í byrjunarliðinu í kvöld Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sjá meira