Tvö töpuð stig Skagamanna 7. júlí 2004 00:01 Fylkir og ÍA skildi jöfn, 2-2, í leik liðanna á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og er óhætt að segja að leikurinn hafi boðið upp á mikla dramatík. Skagamenn réðu lögum og lofum lengst af og höfðu 2-0 yfir í hálfleik. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark Skagamanna á 32. mínútu eftir sérlega glæsilega sókn. Ellert Jón Björnsson fór illa með Val Fannar Gíslason, fyrirliða Fylkismanna, lék upp á endamörkum og gaf fyrir á Harald Ingólfsson sem stóð fyrir opnu marki. Haraldur hitti ekki boltann en Grétar Rafn náði honum og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Undir lok hálfleiksins bætti Haraldur síðan við öðru marki fyrir Skagamenn. Hann fékk fallega stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni inn fyrir vörn Fylkis og skoraði af öryggi. Hann meiddist hins vegar í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkismanna, þegar hann skoraði markið og varð að fara af velli. Í síðari hálfleik voru Skagamenn mun sterkari og virtist fátt benda til þess að Fylkismenn myndu fá eitthvað út úr leiknum. Þeir girtu sig hins vegar í brók undir lok leiksins og minnkuðu muninn átta mínútum fyrir leikslok úr sinni fyrstu almennilegu sókn í leiknum. Ólafur Páll Snorrason gaf þá upp í hornið á Sævar Þór Gíslason sem gaf fyrir á Ólafs Stígsson sem skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar fengu Fylkismenn síðan vítaspyrnu þegar Gunnlaugur Jónsson var dæmdur brotlegur í viðskiptum sínum við Þorbjörn Atla Sveinsson, sóknarmann Fylkis. Finnur Kolbeinsson tók spyrnuna, Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna varði en Ólafur Páll Snorrason fylgdi vel á eftir, jafnaði metin og tryggði Fylkismönnum eitt stig sem þeir áttu ekki skilið miðað við gang leiksins. Fylkir - ÍA 2-2 0–1 Grétar Rafn Steinsson (32.) 0–2 Haraldur Ingólfsson (45.) 1–2 Ólafur Stígsson (82.) 2–2 Ólafur Páll Snorrason (87.) Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Gul spjöld Fylkir: Ólafur Stígsson (45.) - ÍA: Stefán Þórðarson (24.), Ólafur Þórðarson (24.), Gunnlaugur Jónsson (28.), Ellert Jón Björnsson (88.). Bestur á vellinum Ellert Jón Björnsson, ÍA Tölfræðin Skot (á mark): 12–21 (5–8) Horn: 3–4 Aukaspyrnur fengnar: 21–22 Rangstöður: 4–2 Varin skot: Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson 6 - ÍA: Þórður Þórðarson 3. Mjög góðir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson ÍA Góðir Bjarni Þórður Halldórsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Sævar Þór Gíslason og Ólafur Páll Snorrason Fylki - Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Pálmi Haraldsson, Julian Johnsson og Haraldur Ingólfsson ÍA. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira
Fylkir og ÍA skildi jöfn, 2-2, í leik liðanna á Fylkisvelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu í kvöld og er óhætt að segja að leikurinn hafi boðið upp á mikla dramatík. Skagamenn réðu lögum og lofum lengst af og höfðu 2-0 yfir í hálfleik. Grétar Rafn Steinsson skoraði fyrsta mark Skagamanna á 32. mínútu eftir sérlega glæsilega sókn. Ellert Jón Björnsson fór illa með Val Fannar Gíslason, fyrirliða Fylkismanna, lék upp á endamörkum og gaf fyrir á Harald Ingólfsson sem stóð fyrir opnu marki. Haraldur hitti ekki boltann en Grétar Rafn náði honum og skoraði með föstu skoti af stuttu færi. Undir lok hálfleiksins bætti Haraldur síðan við öðru marki fyrir Skagamenn. Hann fékk fallega stungusendingu frá Stefáni Þórðarsyni inn fyrir vörn Fylkis og skoraði af öryggi. Hann meiddist hins vegar í samstuði við Bjarna Þórð Halldórsson, markvörð Fylkismanna, þegar hann skoraði markið og varð að fara af velli. Í síðari hálfleik voru Skagamenn mun sterkari og virtist fátt benda til þess að Fylkismenn myndu fá eitthvað út úr leiknum. Þeir girtu sig hins vegar í brók undir lok leiksins og minnkuðu muninn átta mínútum fyrir leikslok úr sinni fyrstu almennilegu sókn í leiknum. Ólafur Páll Snorrason gaf þá upp í hornið á Sævar Þór Gíslason sem gaf fyrir á Ólafs Stígsson sem skoraði af öryggi. Fimm mínútum síðar fengu Fylkismenn síðan vítaspyrnu þegar Gunnlaugur Jónsson var dæmdur brotlegur í viðskiptum sínum við Þorbjörn Atla Sveinsson, sóknarmann Fylkis. Finnur Kolbeinsson tók spyrnuna, Þórður Þórðarson, markvörður Skagamanna varði en Ólafur Páll Snorrason fylgdi vel á eftir, jafnaði metin og tryggði Fylkismönnum eitt stig sem þeir áttu ekki skilið miðað við gang leiksins. Fylkir - ÍA 2-2 0–1 Grétar Rafn Steinsson (32.) 0–2 Haraldur Ingólfsson (45.) 1–2 Ólafur Stígsson (82.) 2–2 Ólafur Páll Snorrason (87.) Dómarinn Garðar Örn Hinriksson, í meðallagi Gul spjöld Fylkir: Ólafur Stígsson (45.) - ÍA: Stefán Þórðarson (24.), Ólafur Þórðarson (24.), Gunnlaugur Jónsson (28.), Ellert Jón Björnsson (88.). Bestur á vellinum Ellert Jón Björnsson, ÍA Tölfræðin Skot (á mark): 12–21 (5–8) Horn: 3–4 Aukaspyrnur fengnar: 21–22 Rangstöður: 4–2 Varin skot: Fylkir: Bjarni Þórður Halldórsson 6 - ÍA: Þórður Þórðarson 3. Mjög góðir Grétar Rafn Steinsson og Ellert Jón Björnsson ÍA Góðir Bjarni Þórður Halldórsson, Þórhallur Dan Jóhannsson, Ólafur Stígsson, Sævar Þór Gíslason og Ólafur Páll Snorrason Fylki - Þórður Þórðarson, Reynir Leósson, Pálmi Haraldsson, Julian Johnsson og Haraldur Ingólfsson ÍA.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti „Sagt að mér gæti blætt út“ Sport Fleiri fréttir Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Frank Mill er látinn „Sagt að mér gæti blætt út“ Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Dagskráin í dag: Verður markamet efstu deildar karla bætt? „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Sjá meira