Í hvað fara útgjöld heimilanna? 7. júlí 2004 00:01 Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku ræddi ég um rannsókn Hagstofunnar á útgjöldum heimilanna. En fleira áhugavert leynist í skýrslu þessari. Samkvæmt henni eru 80% heimila í eigin húsnæði en 20% í leiguhúsnæði og 10% heimila eiga sumarhús. Oft er talað um að Íslendingar séu mjög tæknivæddir og í skýrslunni eru upplýsingar um bifreiðaeign, sjónvarpa-, tölvu- og símaeign. Á fjórtán af hundraði heimila var enginn bíll á árinu 2002 en þrír eða fleiri á 5% heimila. Einungis 3% heimila eru ekki með sjónvarp og 50% eru með eitt sjónvarp, en restin er með fleiri en eitt sjónvarp. Flestir eru með einn heimilissíma en um10% eru ekki með heimilissíma. Aftur á móti eru yfir 80% heimila með farsíma og þar af eru 13% heimila með þrjá eða fleiri farsíma. Fjögur af hverjum fimm heimilum eru með tölvu og flestar eru þær nettengdar. Fróðlegt er að skoða mismun útgjalda heimila á höfuðborgarsvæðinu og í öðru þéttbýli. Í heild eru útgjöld heimila á höfuðborgarsvæðinu 8% hærri en í öðru þéttbýli. Útgjöld til kaupa á mat og drykkjarvörum eru um 2% lægri á höfuðborgarsvæðinu en aftur á móti er reiknuð húsaleiga (þ.e. húsnæðisverð) höfuðborgarbúa 46% hærri en þeirra sem búa í öðru þéttbýli. En í hvað fara útgjöld meðalheimilisins? Töluvert hefur verið á undanförnum árum verið fjallað um aukin útgjöld einstaklinga til heilsugæslu og lyfjakostnaðar. Meðalheimilið ver um 4.900 krónum á mánuði í lyf og lækningavörur. Þessi útgjaldaliður hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% frá árinu 1995. Þá eru útgjöld meðalheimilis til heilbrigðisþjónustu um 5.600 krónur á mánuði og er hækkunin um 50% frá árinu 1995. Stór hluti af útgjöldum meðalheimilisins fer í mat og drykkjarvörur, eða 46 þúsund á mánuði. Þar af fara um 4.900 krónur í sætindi og 4.700 krónur í gosdrykki og safa í hverjum mánuði. Meðalheimilið greiðir þar að auki 14.900 krónur í þjónustu veitingahúsa á mánuði, sem er 50% hækkun frá 1995. Þá eyddi meðalheimilið 6.600 krónum í áfengi og 4.400 krónum í tóbak á mánuði á árinu 2002. Þessi útgjöld hafa hækkað um ríflega 75% frá árinu 1995. Hér erum við að ræða kostnað að meðaltali. Það leiðir hugann að því hver sé lágmarkskostnaður við að reka heimili á Íslandi. Ólíkt flestum nágrannaríkjum okkar eru engar upplýsingar til hér á landi um hver sé lágmarksframfærslukostnaður á hverja fjölskyldutegund. Þar til þær upplýsingar liggja fyrir verður öll umræða um fátækt hér á landi fremur ómarkviss.
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar