Erlent

Virgin á leið út í geim

Nýjasti áfangastaður Virgin-flugfélagsins er geimurinn. Breski milljarðamæringurinn Richard Branson, eigandi félagsins, segir til standa að bjóða geimferðir á vegum nýs félags, Virgin Galactic, frá og með árinu 2007. Aðeins er gert ráð fyrir því að fimm komist í hverja ferð, sem á að taka um þrjár klukkustundir í fari sem flýgur í um hundrað kílómetra hæð. Það verður þó ekki á færi hvers sem er að bregða sér í geimferðalag, því miðinn á að kosta 110 þúsund pund, eða sem nemur tæpum 14 milljónum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×