Gleymum ekki hinum gleymnu 27. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges Skoðun Skoðun Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Sú var tíð að ýmsir sjúkdómar, ekki síst geðrænir, voru slíkt feimnismál að um þá var lítt eða ekkert rætt á opinberum vettvangi. Þessi þögn, sem stafaði líklega helst af vanþekkingu og arfteknum fordómum, var hvorki hinum sjúku og fjölskyldum þeirra né þjóðfélaginu í heild til gagns. Hún stuðlaði að einangrun fólks og vanlíðan og hefur án efa einnig stuðlað að því að ónóg samfélagsleg hjálp og stuðningur var í boði. Viðhorf í þessum efnum hafa gerbreyst á undanförnum árum. Nú er talað opinskátt um sjúkdóma eins og þunglyndi og fólk sem hefur veikst af þeim treystir sér til að koma fram í fjölmiðlum og ræða opinskátt um líðan sína og læknismeðferð. Ein afleiðing þess er að fólk, sem áður var nánast dæmt til útlegðar frá samfélaginu, er nú virkir þátttakendur á vinnumarkaði og öðrum sviðum þjóðlífsins. Þetta er fagnaðarefni. Fjölmiðlar gegna mikilvægu hlutverki í viðleitni til að rjúfa þögn um sjúkdóma sem enn eru feimnismál. Miklu skiptir að það sé gert af nærfærni og skilningi. Til þess að geta sinnt þessu verkefni er þörf á samstarfi við almenning og vandamenn sjúklinga. Til fyrirmyndar er hvernig Jóna Hrönn Bolladóttir miðborgarprestur segir í Fréttablaðinu í gær söguna af heilabilun - Alzheimersjúkdómi - föður síns, séra Bolla Gústavssonar í Laufási, eins þekktasta kennimanns þjóðarinnar. Enginn sem les frásögn hennar og Gunnars Hjaltested, sem segir frá sama sjúkdómi konu sinnar, getur verið ósnortinn af æðruleysi þeirra.Heilabilun er einhver átakanlegasti sjúkdómur nútímans og skapar jafnt sjúklingunum sem fjölskyldum þeirra og vinum mikla erfiðleika og sálarangist. Tilhneiging til að fara með sjúkdóminn í felur til að verja sjúklinginn er skiljanleg en misráðin. Það bætir hvorki líðan hinna heilabiluðu eða vandamanna þeirra að loka sig frá umhverfinu. Jóna Hrönn segir að ýmsir veigri sér við að hitta hana og föður hennar á förnum vegi. Sumum finnist það óþægilegt og láti sig því hverfa. Þá hafi gestakomum fækkað á heimili þeirra. "Einstaka perlur koma enn í heimsókn og mæta pabba af óttaleysi og umhyggju. Slíkt er ómetanlegt," segir hún. Vonandi verða þessi orð öllum sem þekkja heilabilað fólk að umhugsunarefni. Í umgengni við hina heilabiluðu þarf í senn að sýna kjark og tillitssemi. Þeir sem það gera stækka sjálfa sig og bæta þjóðfélagið. Í niðurlagi greinarinnar í Fréttablaðinu í gær segir: "Það er sorgleg staðreynd að gleymnir gleymast. Við sem munum getum breytt svo miklu í lífi minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Munum það". Undir þetta skal tekið.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun