Lífið

Reglur um pizzugerð

Nú getur ekki hvaða Jón Jónsson sem er opnað ítalskan pizzastað. Yfirvöld á Ítalíu hafa gefið út viðmiðunarreglur til að verja hina víðfrægu pizzu frá Napólí fyrir sviknum eftirmyndum. Reglugerðin tekur til stærðar, innihalds og jafnvel til hvers konar ofn má nota við baksturinn. Veitingastaðir sem fylgja þessum reglum fá sérútbúið merki til staðfestingar á því að þeirra pizza sé ekta. Reglurnar voru gefnar út í byrjun júní af landbúnaðarráðuneyti Ítalíu. Sönn napólsk pizza skal vera kringlótt, ekki meira en 35 sentimetrar í þvermál, ekki þykkari en 0,3 cm í miðjunni og skal skorpan vera um tveir sentimetrar. Pizzan skal vera mjúk og auðvelt að brjóta hana saman, en einnig er talið upp hvaða gerð af hveiti, geri, tómötum og olíu má nota. Botninn þarf að móta með höndunum og baka í eldofni við 485 gráður.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.