Hvar eru þingmenn Reykjavíkur? 9. júlí 2004 00:01 Á næsta ári er hálf öld liðin síðan þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðismálastjórn í andstöðu við þingmenn Alþýðuflokks og Sósíalista. Þetta má kalla upphaf opinberrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Húsnæðisstofnun og Byggingasjóður ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og " flóttinn " úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina einsog sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpunum. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðarhúsnæði einsog í sveitinni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35% landsmanna venjulegt fjölskyldufólk og um 27% þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóðarinnar býr í Reykjavík einni og hefur enn ekki fullan atkvæðisrétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verkamanna til að byggja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum útum alla borg. Ekkert hefur breytt Reykjavík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðislánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja útum land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur húsnæðisvandi sem ráðamenn horfa framhjá. Kenningin um " jafnvægi í byggð landsins" er trúlega eitt stærsta rugl Íslandssögunnar á síðari öldum a.m.k. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Á næsta ári er hálf öld liðin síðan þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks samþykktu á Alþingi að koma á fót Húsnæðismálastjórn í andstöðu við þingmenn Alþýðuflokks og Sósíalista. Þetta má kalla upphaf opinberrar húsnæðisstefnu hér á landi. Í framhaldi komu Húsnæðisstofnun og Byggingasjóður ríkisins. Á þessum tíma voru sveitamenn að rífa torfbæina og " flóttinn " úr sveitunum var löngu hafinn, enda ný tækni komin til fiskveiða og fólkið flykktist á mölina einsog sagt var. Í sveitinni byggðu menn yfir sig sjálfir og eins í þorpunum. Byggingasjóðurinn var sniðinn eftir lánasjóði bænda og átti að lána fjölskyldum til að koma yfir sig þaki og þeir sem gátu héldu áfram að byggja sjálfir, líka í hér í Reykjavík, sem var aðeins eitt þorpið. Allt tók mið af því að hver fjölskylda kæmi sér sjálf upp framtíðarhúsnæði einsog í sveitinni. Þessi fjölskyldustefna ríkir enn, þrátt fyrir allt hringlið með lánakerfið og er tíðkuð á fleiri sviðum. Ekkert tillit er tekið til þjóðfélagsbreytinga. Nú eru rúm 35% landsmanna venjulegt fjölskyldufólk og um 27% þeirra búa einir. Fólk flytur milli landa og staða á nokkurra ára fresti vegna vinnu og rúmur þriðjungur þjóðarinnar býr í Reykjavík einni og hefur enn ekki fullan atkvæðisrétt í þingkosningum! Annað eins býr í öðru þéttbýli. Reykvískir verkamenn knúðu fram með verkfalli stofnun Byggingasjóðs verkamanna til að byggja yfir alþýðufólk sem þá bjó í bröggum og skúrum útum alla borg. Ekkert hefur breytt Reykjavík meira til betri vegar en þetta framtak. Sveitamenn hafa alltaf stjórnað sjálfu húsnæðislánakerfinu og fóru fljótt að ná sér í peninga úr Byggingasjóði verkamanna til að byggja útum land íbúðir sem engin þörf var fyrir, einungis til að skapa atvinnu í plássunum. Víða stóðu þessar íbúðir auðar enda þær dýrustu í þorpunum, meðan hér vantaði íbúðir. Þá lögðu sveitakarlarnir sjóðinn niður án þess að nokkuð kæmi í staðinn nema meiri lán. Hér í Borginni virkaði þetta alla tíð, en hefði átt fyrir löngu að vera búið að breyta því. Eftir þetta hefur verið hér alvarlegur húsnæðisvandi sem ráðamenn horfa framhjá. Kenningin um " jafnvægi í byggð landsins" er trúlega eitt stærsta rugl Íslandssögunnar á síðari öldum a.m.k. Ég spyr því enn; hvar eru þingmenn Reykjavíkur?
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun