Sport

Kristján frá næstu 6-8 mánuði

Kristján Andrésson, eða Krille eins og hann kallast í sænskum fjölmiðlum, landsliðsmaður í handbolta og leikmaður og fyrirliði sænska liðsins GUIF, sleit krossband um helgina og verður frá æfingum og keppni næstu 6-8 mánuðina að því er fram kemur í staðarblaðinu Ekilstuna Kuriren. Kristján, sem var í íslenska landsliðshópnum á Ólympíuleikunum, hefur verið mjög óheppinn með meiðsli undanfarin ár.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×