Sport

Kári til Djurgaarden

Víkingurinn Kári Árnason hefur skrifað undir fjögurra ára samning við sænska liðið Djurgaarden. Kári hefur verið undir smásjá sænska liðsins í nokkurn tíma og dvaldi til reynslu hjá liðinu fyrir skömmu. Kári mun fara út á næstu dögum en hann mun ekki verða löglegur með liðinu fyrr en um áramótin. Hjá Durgaarden hittir Kári fyrir félaga sinn hjá Víkingi, varnarmanninn Sölva Geir Ottesen en hann gekk til liðs við félagið í sumar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×