Auknar hömlur á viðskipti 2. september 2004 00:01 Skýrsla um viðskiptaumhverfið - Helga Kristín Auðunsdóttir háskólanemi Adam Smith sagði að drifkraftur allra frjálsra viðskipta væri samkeppni. Gallar markaðarins yrðu aðeins lagaðir ef samkeppni væri frjáls. Þannig ættu ríkisafskipti að vera sem minnst. Í nýútkominni skýrslu viðskiptaráðuneytisins er að finna tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra í janúar 2004. Var nefndinni gert að fjalla um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis og meðal annars taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi. Í skýrslu nefndarinnar er meðal annars fjallað um tillögur að breytingum á íslenskri samkeppnislöggjöf. Þar er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Í skýrslunni kemur fram að þær aðgerðir sem samkeppnisráð geti beitt til atferlisbreytinga fyrirtækja geta meðal annars falið í sér að kveðið sé á um bann við ákveðnum samningum eða samningsskilyrðum, fyrirmæli um að samningum skuli slitið eða samningsskilyrðum breytt. Þá geta samkeppnisyfirvöld heimilað samninga með ákveðnum skilyrðum og ákvarðað um verð eða viðskiptakjör fyrirtækja og fyrirtækjahópa. Þessar tillögur eru óásættanlegar. Nefndin mælir með því að í lög séu settar viðskiptahindranir á háu stigi sem geti jafnvel bannað, slitið eða breytt samningum aðila sem starfa á frjálsum markaði. Einnig ef tillögur nefndarinnar eru settar í lög hafa samkeppnisyfirvöld heimild til þess að ákveða verð. Benda má á að árið 1969 var gerð tilraun til að efla samkeppnismál hér á landi með frumvarpi sem átti að draga úr afskiptum opinberra aðila af verðmyndun. Er samkeppnislög nr. 8/1993 tóku gildi voru gerðar ýmsar breytingar á samkeppnis- og verðlagsmálum. Með nýrri lagasetningu var verðlagsafskiptum hætt en þess í stað unnið að eflingu samkeppni. Spyrja má hvort með nýjum tillögum liggi leiðin aftur á byrjunarreit? Eins og að ofan greinir er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Með samkeppnishamlandi samstarfi er átt við það að fyrirtæki hafi með sér samráð um verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Jafnframt er fyrirtækjum bannað að hafa áhrif á verð er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Annað samkeppnishamlandi samstarf fyrirtækja geta samkeppnisyfirvöld einungis bannað eftir á, þegar þau hafa sýnt fram á að það sé skaðlegt og andstætt samkeppnislögum. Geta samkeppnisyfirvöld samkvæmt því krafist þess að eitt eða fleiri fyrirtæki selji hlut sinn í fyrirtæki samkeppnisaðilans ef aðilar í samkeppnishamlandi samstarfi eiga hlut hver í öðrum. Þá fellur það einnig undir skipulagsbreytingar að samkeppniseftirlit krefjist þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Þórdís J. Sigurðardóttir skilaði séráliti í nefndinni hvað varðaði þessar auknu heimildir samkeppnisyfirvalda. Segir hún að tillaga nefndarinnar um endurskoðun á samkeppnislögum gangi í raun lengra en reglugerð framkvæmdastjórnar ESB, og síðar ESA, gerir ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni myndu íslensk fyrirtæki lúta strangara eftirliti en sambærileg fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum þar sem íslensk samkeppnisyfirvöld hefðu heimild til þess að brjóta upp íslensk fyrirtæki án þess að fyrir liggi að þau hindri samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún nefnir dæmi um að Svíþjóð og Finnland hafi sérstaklega tekið ákvörðun um að færa þetta úrræði ekki inn í landsrétt. Með þessum tillögum er í raun verið að víkka út heimildir samkeppnisyfirvalda til afskipta af skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir því séu færð fullnægjandi rök. Tekið er undir þau sjónarmið Þórdísar um mikilvægi þess að viðskiptaumhverfi hér á landi sé samkeppnishæft við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Núverandi tillögur nefndarinnar auka afskipti stjórnvalda af fyrirtækjum á íslenskum markaði og er það ekki í takt við þann farveg sem íslenskt efnahagslíf hefur verið að stefna á undanförnum árum. Greinarhöfundur vill lýsa yfir óánægju sinni með ofangreindar tillögur nefndarinnar. Íþyngjandi samkeppnislöggjöf eykur hömlur á viðskipti sem aftur dregur úr vilja erlendra athafnamanna til innlendra fjárfestinga. Íslenskt efnahagslíf á að vera frjálst og óháð. Markaðsöflin eiga að sjá til þess að setja starfsemi reglur og skapa hvað hagstæðust skilyrði til rekstrar, það er ekki hlutur ríkisvaldsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Leiðin úr svartholinu - Hugleiðingar við heimkomu Gunnar Páll Tryggvason Skoðun Skoðun Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Sjá meira
Skýrsla um viðskiptaumhverfið - Helga Kristín Auðunsdóttir háskólanemi Adam Smith sagði að drifkraftur allra frjálsra viðskipta væri samkeppni. Gallar markaðarins yrðu aðeins lagaðir ef samkeppni væri frjáls. Þannig ættu ríkisafskipti að vera sem minnst. Í nýútkominni skýrslu viðskiptaráðuneytisins er að finna tillögur nefndar sem skipuð var af iðnaðar- og viðskiptaráðherra í janúar 2004. Var nefndinni gert að fjalla um stefnumótun íslensks viðskiptaumhverfis og meðal annars taka fyrir hvernig bregðast mætti við aukinni samþjöppun í íslensku viðskiptalífi. Í skýrslu nefndarinnar er meðal annars fjallað um tillögur að breytingum á íslenskri samkeppnislöggjöf. Þar er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Í skýrslunni kemur fram að þær aðgerðir sem samkeppnisráð geti beitt til atferlisbreytinga fyrirtækja geta meðal annars falið í sér að kveðið sé á um bann við ákveðnum samningum eða samningsskilyrðum, fyrirmæli um að samningum skuli slitið eða samningsskilyrðum breytt. Þá geta samkeppnisyfirvöld heimilað samninga með ákveðnum skilyrðum og ákvarðað um verð eða viðskiptakjör fyrirtækja og fyrirtækjahópa. Þessar tillögur eru óásættanlegar. Nefndin mælir með því að í lög séu settar viðskiptahindranir á háu stigi sem geti jafnvel bannað, slitið eða breytt samningum aðila sem starfa á frjálsum markaði. Einnig ef tillögur nefndarinnar eru settar í lög hafa samkeppnisyfirvöld heimild til þess að ákveða verð. Benda má á að árið 1969 var gerð tilraun til að efla samkeppnismál hér á landi með frumvarpi sem átti að draga úr afskiptum opinberra aðila af verðmyndun. Er samkeppnislög nr. 8/1993 tóku gildi voru gerðar ýmsar breytingar á samkeppnis- og verðlagsmálum. Með nýrri lagasetningu var verðlagsafskiptum hætt en þess í stað unnið að eflingu samkeppni. Spyrja má hvort með nýjum tillögum liggi leiðin aftur á byrjunarreit? Eins og að ofan greinir er lagt til að lögfest verði heimild samkeppnisyfirvalda til að krefjast skipulagsbreytinga gagnvart íslenskum fyrirtækjum sem hamla samkeppni á íslenskum markaði. Með samkeppnishamlandi samstarfi er átt við það að fyrirtæki hafi með sér samráð um verð, skiptingu markaða og gerð tilboða. Jafnframt er fyrirtækjum bannað að hafa áhrif á verð er gilda skal við endursölu vöru á næsta sölustigi. Annað samkeppnishamlandi samstarf fyrirtækja geta samkeppnisyfirvöld einungis bannað eftir á, þegar þau hafa sýnt fram á að það sé skaðlegt og andstætt samkeppnislögum. Geta samkeppnisyfirvöld samkvæmt því krafist þess að eitt eða fleiri fyrirtæki selji hlut sinn í fyrirtæki samkeppnisaðilans ef aðilar í samkeppnishamlandi samstarfi eiga hlut hver í öðrum. Þá fellur það einnig undir skipulagsbreytingar að samkeppniseftirlit krefjist þess að fyrirtæki sé skipt upp í tvö eða fleiri fyrirtæki. Þórdís J. Sigurðardóttir skilaði séráliti í nefndinni hvað varðaði þessar auknu heimildir samkeppnisyfirvalda. Segir hún að tillaga nefndarinnar um endurskoðun á samkeppnislögum gangi í raun lengra en reglugerð framkvæmdastjórnar ESB, og síðar ESA, gerir ráð fyrir. Samkvæmt tillögunni myndu íslensk fyrirtæki lúta strangara eftirliti en sambærileg fyrirtæki í öðrum Evrópulöndum þar sem íslensk samkeppnisyfirvöld hefðu heimild til þess að brjóta upp íslensk fyrirtæki án þess að fyrir liggi að þau hindri samkeppni á Evrópska efnahagssvæðinu. Hún nefnir dæmi um að Svíþjóð og Finnland hafi sérstaklega tekið ákvörðun um að færa þetta úrræði ekki inn í landsrétt. Með þessum tillögum er í raun verið að víkka út heimildir samkeppnisyfirvalda til afskipta af skipulagi fyrirtækja án þess að fyrir því séu færð fullnægjandi rök. Tekið er undir þau sjónarmið Þórdísar um mikilvægi þess að viðskiptaumhverfi hér á landi sé samkeppnishæft við það sem þekkist í nágrannalöndunum. Núverandi tillögur nefndarinnar auka afskipti stjórnvalda af fyrirtækjum á íslenskum markaði og er það ekki í takt við þann farveg sem íslenskt efnahagslíf hefur verið að stefna á undanförnum árum. Greinarhöfundur vill lýsa yfir óánægju sinni með ofangreindar tillögur nefndarinnar. Íþyngjandi samkeppnislöggjöf eykur hömlur á viðskipti sem aftur dregur úr vilja erlendra athafnamanna til innlendra fjárfestinga. Íslenskt efnahagslíf á að vera frjálst og óháð. Markaðsöflin eiga að sjá til þess að setja starfsemi reglur og skapa hvað hagstæðust skilyrði til rekstrar, það er ekki hlutur ríkisvaldsins.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar