Höll minninganna 2. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Með opnun Þjóðminjasafns Íslands í gærkvöld eftir endurbyggingu safnhússins við Suðurgötu og nútímalega uppsetningu grunnsýningar og áhugaverðra sérsýninga höfum við Íslendingar eignast glæsilegt menningarsetur sem þjóðin getur verið stolt af. Fram að þessu hafa erlendir ferðamenn verið í meirihluta gesta á íslenskum minjasöfnum og menningarsögulegum sýningum. Íslendingum hefur fundist nóg að koma þangað einu sinni og jafnvel nægilegt að vita bara af menningarsögunni í öruggum höndum. Fullyrða má að hið nýja þjóðminjasafn mun toga þá til sín aftur sem á annað borð taka þá skynsamlegu ákvörðun að leggja þangað leið sína. Og ef eitthvað er að marka viðbrögð gestanna sem sóttu opnunarhátíðina í gærkvöld mun þjóðin fyllast undrun og gleði yfir arfi sínum og smekkvísi, dugnaði og metnaði þeirra sem falið hefur verið að miðla honum til samfélagsins. Sérstakt hrós ber Margréti Hallgrímsdóttur þjóðminjaverði fyrir örugga og fumlausa forystu um verkið. Biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, kallaði þjóðminjasafnið "höll minninganna" þegar hann blessaði húsið. Þau orð ramma vel inn glæsilega umgjörðina annars vegar og hins vegar þær mörgu gersemar og þarfaþing frá öllum öldum Íslandssögunnar sem þar er að finna. Er makalaust að sjá hve sögufrægir forngripir eins og Þórslíkneskið, Ufsakristur, biskupsbagallinn frá Þingvöllum, hneftaflið gamla, Valþjófsstaðarhurðin, Grundarstólinn og innsigli Íslands, svo örfáir munir séu nefndir, njóta sín vel í sýningarskápunum, sem hugvitssamlega er fyrir komið, og hve aðgengilegar allar upplýsingar um gripina eru. Þjóðminjasafnið er um margt "spegill þjóðarinnar í fortíð sem nútíð" svo vitnað sé til orða Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur menntamálaráðherra í ávarpi til gesta við opnunina. "Safnið veitir okkur verðmæta innsýn í það hvernig við vorum og þá um leið skilning á því hvers vegna við sem þjóð höfum þróast eins og raun ber vitni," sagði ráðherra réttilega. Það er einmitt ástæðan fyrir því að landsmönnum er hollt, ekki síst á tímum mikilla breytinga eins og nú ganga yfir þjóðfélagið, að kynna sér Þjóðminjasafnið og þá mynd af sameiginlegri sögu okkar sem þar er dregin upp. En óháð allri þjóðrækni og umhugsun um söguna eru nýju sýningarnar áhugaverðar af því að þær eru fallegar, listrænar og kveikja með gestum hugsun og tilfinningu. Það var vel til fundið að fela Davíð Oddssyni forsætisráðherra að opna Þjóðminjasafnið formlega en það er fyrsta opinbera embættisverk hans eftir að hann veiktist fyrr í sumar. Hann hefur alla tíð verið mikill áhugamaður um safnið og þó að það hafi ekki farið hátt mun hann á síðasta ári hafa tekið af skarið um að settur var sá kraftur og fjárveiting í að ljúka endurbyggingunni á myndarlegan hátt eftir nokkurt erfiðleikatímabil sem bar þann árangur að safnið er nú loks opið á ný eftir átta ára hlé. Fagna ber því hve myndarlega nokkur stórfyrirtæki landsins hafa stutt við endurbyggingu Þjóðminjasafnsins. Það munar um slíkan stuðning frá atvinnu- og viðskiptalífinu og hann sýnir að forystumenn okkar á því sviði skilja mikilvægi þess að tengja saman í órofa heild fortíð, samtíð og sókn til framtíðar.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar