Sameining um áramótin 8. október 2004 00:01 Stefnt er að sameiningu SPRON og Sparisjóðs Vélstjóra um áramótin. Forystumenn sjóðanna vonast til að fá fleiri sparisjóði til liðs við sig í framhaldinu. Enda þótt samrunanefnd, skipuð stjórnarformönnum og endurskoðendum beggja sparisjóða, eigi eftir að taka til starfa eru menn langt komnir með sameininguna. Þegar liggur nefnilega fyrir skiptahlutfall við sameiningu en stjórnir sjóðanna hafa komið sér saman um að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verði með sextíu prósenta hlut en Sparisjóða Vélstjóra með fjörutíu. Stjórnarformennirnir tveir, Óskar Magnússon hjá SPRON og Jón Þorsteinn Jónsson hjá SPV, eru sammála um að þetta sé rétta leiðin til að fara því stærri eining sé betur í stakk búin til að bjóða hagstæðari kjör. Lagasetningin í vor hafi að þeirra mati múrað sparisjóðina inni sem þýði að leiðin til að stækka sé aukin samvinna innan sparisjóðafjölskyldunnar. Skiptar skoðanir hafa einmitt verið um þessa hluti milli stjórnenda sparisjóða, í reynd tvær fylkingar. SPRON tilheyrði annarri en SPV hinni. Þessi viljayfirlýsing sem birt var í dag sendir því klár skilaboð til hinna. Óskar Magnússon, stjórnarformaður SPRON, segir þetta senda merki um það að þessum fylkingum eigi að ljúka. Stjórnarformennirnir segja lengi hafa legið í loftinu að hagræða þyrfti í sparisjóðakerfinu, en að aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi ýtt við þeim. Staða þessarra tveggja sjóða sé þó góð en eiginfjárstaða þeirra saman sé yfir hundrað milljarðar króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, segir þá vera bjartsýna - annars stæðu þeir ekki í þessu. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira
Stefnt er að sameiningu SPRON og Sparisjóðs Vélstjóra um áramótin. Forystumenn sjóðanna vonast til að fá fleiri sparisjóði til liðs við sig í framhaldinu. Enda þótt samrunanefnd, skipuð stjórnarformönnum og endurskoðendum beggja sparisjóða, eigi eftir að taka til starfa eru menn langt komnir með sameininguna. Þegar liggur nefnilega fyrir skiptahlutfall við sameiningu en stjórnir sjóðanna hafa komið sér saman um að Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis verði með sextíu prósenta hlut en Sparisjóða Vélstjóra með fjörutíu. Stjórnarformennirnir tveir, Óskar Magnússon hjá SPRON og Jón Þorsteinn Jónsson hjá SPV, eru sammála um að þetta sé rétta leiðin til að fara því stærri eining sé betur í stakk búin til að bjóða hagstæðari kjör. Lagasetningin í vor hafi að þeirra mati múrað sparisjóðina inni sem þýði að leiðin til að stækka sé aukin samvinna innan sparisjóðafjölskyldunnar. Skiptar skoðanir hafa einmitt verið um þessa hluti milli stjórnenda sparisjóða, í reynd tvær fylkingar. SPRON tilheyrði annarri en SPV hinni. Þessi viljayfirlýsing sem birt var í dag sendir því klár skilaboð til hinna. Óskar Magnússon, stjórnarformaður SPRON, segir þetta senda merki um það að þessum fylkingum eigi að ljúka. Stjórnarformennirnir segja lengi hafa legið í loftinu að hagræða þyrfti í sparisjóðakerfinu, en að aukin samkeppni á íbúðalánamarkaði hafi ýtt við þeim. Staða þessarra tveggja sjóða sé þó góð en eiginfjárstaða þeirra saman sé yfir hundrað milljarðar króna. Jón Þorsteinn Jónsson, stjórnarformaður SPV, segir þá vera bjartsýna - annars stæðu þeir ekki í þessu.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Viðskipti innlent Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Viðskipti innlent Tólf sagt upp á Siglufirði Viðskipti innlent Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld Viðskipti innlent Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Viðskipti innlent Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Neytendur Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Viðskipti innlent Starfsmenn sem ljúga Atvinnulíf Eignast meirihluta í Streifeneder Viðskipti innlent Fleiri fréttir Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Sjá meira