Útgjöld ár eftir ár umfram fjárlög 20. júlí 2004 00:01 Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Í desember á hverju ári samþykkir Alþingi fjárlög komandi árs, sem gefur til kynna hversu háa upphæð hver ríkisstofnun og hvert ráðuneyti hefur til ráðstöfunar yfir árið. Í fjárlögum kemur því fram áætlun um útgjöld komandi árs og ef niðurstaðan er önnur þarf fjáraukalög til að dekka mismuninn. Ríkisendurskoðun gerir síðan reglulega úttekt á framkvæmd fjárlaga að árinu loknu. Nú liggur fyrir úttekt á framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af fjármálaráðherra. En þótt margt megi vissulega gagnrýna í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá er niðurstaðan ljós. Útgjöld ríkissjóðs undanfarin ár hafa alltaf farið töluvert umfram fjárlög og var árið í fyrra engin undantekning. Samkvæmt fjáraukalögum var útlit fyrir að útgjöldin yrðu 5% hærri en fjárlögin, en þar til ríkisreikningur fyrir árið 2003 liggur fyrir, vitum við ekki nákvæmlega niðurstöðuna. Bæði ríkisreikningur og fjárlög eru á rekstrargrunni og sýna því samanburðarhæfar tölur. Ef við skoðum niðurstöður áranna 1998-2002, þá sjáum við að öll árin eru útgjöld umfram fjárlög. Á árinu 2001 voru útgjöld 4,3% umfram fjárlög, en þetta er minnsta umframkeyrsla síðan uppsetningu fjárlaga var breytt árið 1997. Mest fóru útgjöldin 18,5% umfram fjárlög á árinu 2000. Að meðaltali voru útgjöld ársins 11,6% hærri en fjárlög sögðu til um á árunum 1998-2002. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort eitthvað sé að marka fjárlögin. Ef við hugsum fjárlög sem áætlun, þá eru flestar áætlanir þannig að stundum eru þær of háar og stundum of lágar. En ef áætlunin er alltaf of lág, þá læðist að manni sá grunur að þar sé viljandi vanáætlun, eða í áætlun séu áform um aðhald í rekstri sem síðan verður minna úr en ætlað var. Auðvitað getur ýmislegt gerst á heilu ári sem ekki er hægt að sjá fyrir, en ef slíkir atburðir gerast á hverju ári væri eðlilegast að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum. Þannig væri einn liður í fjárlögum kallaður Óvænt útgjöld og á þeim lið væri upphæð á bilinu 19-39 milljarðar sem er sú upphæð sem eytt hefur verið árlega umfram fjárlög síðustu ár. Ég vil því taka undir orð Ríkisendurskoðunar þar sem hún segir í samantekt: "Sú umframkeyrsla sem viðgengist hefur hjá ráðuneytum og einstökum stofnunum ár eftir ár hefur leitt til þess að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur síðustu ár hafa ekki gengið eftir. ... Sérstaklega þarf að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Skoðun Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Sjá meira
Þjóðarbúskapurinn - Katrín Ólafsdóttir Í desember á hverju ári samþykkir Alþingi fjárlög komandi árs, sem gefur til kynna hversu háa upphæð hver ríkisstofnun og hvert ráðuneyti hefur til ráðstöfunar yfir árið. Í fjárlögum kemur því fram áætlun um útgjöld komandi árs og ef niðurstaðan er önnur þarf fjáraukalög til að dekka mismuninn. Ríkisendurskoðun gerir síðan reglulega úttekt á framkvæmd fjárlaga að árinu loknu. Nú liggur fyrir úttekt á framkvæmd fjárlaga fyrir árið 2003 og hefur hún verið harðlega gagnrýnd af fjármálaráðherra. En þótt margt megi vissulega gagnrýna í skýrslu Ríkisendurskoðunar, þá er niðurstaðan ljós. Útgjöld ríkissjóðs undanfarin ár hafa alltaf farið töluvert umfram fjárlög og var árið í fyrra engin undantekning. Samkvæmt fjáraukalögum var útlit fyrir að útgjöldin yrðu 5% hærri en fjárlögin, en þar til ríkisreikningur fyrir árið 2003 liggur fyrir, vitum við ekki nákvæmlega niðurstöðuna. Bæði ríkisreikningur og fjárlög eru á rekstrargrunni og sýna því samanburðarhæfar tölur. Ef við skoðum niðurstöður áranna 1998-2002, þá sjáum við að öll árin eru útgjöld umfram fjárlög. Á árinu 2001 voru útgjöld 4,3% umfram fjárlög, en þetta er minnsta umframkeyrsla síðan uppsetningu fjárlaga var breytt árið 1997. Mest fóru útgjöldin 18,5% umfram fjárlög á árinu 2000. Að meðaltali voru útgjöld ársins 11,6% hærri en fjárlög sögðu til um á árunum 1998-2002. Þetta vekur mann til umhugsunar um hvort eitthvað sé að marka fjárlögin. Ef við hugsum fjárlög sem áætlun, þá eru flestar áætlanir þannig að stundum eru þær of háar og stundum of lágar. En ef áætlunin er alltaf of lág, þá læðist að manni sá grunur að þar sé viljandi vanáætlun, eða í áætlun séu áform um aðhald í rekstri sem síðan verður minna úr en ætlað var. Auðvitað getur ýmislegt gerst á heilu ári sem ekki er hægt að sjá fyrir, en ef slíkir atburðir gerast á hverju ári væri eðlilegast að gera ráð fyrir þeim í fjárlögum. Þannig væri einn liður í fjárlögum kallaður Óvænt útgjöld og á þeim lið væri upphæð á bilinu 19-39 milljarðar sem er sú upphæð sem eytt hefur verið árlega umfram fjárlög síðustu ár. Ég vil því taka undir orð Ríkisendurskoðunar þar sem hún segir í samantekt: "Sú umframkeyrsla sem viðgengist hefur hjá ráðuneytum og einstökum stofnunum ár eftir ár hefur leitt til þess að markmið stjórnvalda um hóflega aukningu ríkisútgjalda og hallalausan rekstur síðustu ár hafa ekki gengið eftir. ... Sérstaklega þarf að fara yfir fjármál og rekstur þeirra stofnana sem hafa safnað neikvæðri stöðu gagnvart fjárheimildum undanfarin ár. Ljóst er að margar þeirra geta engan veginn sinnt núverandi starfsemi með þeim fjárveitingum sem þeim eru ætlaðar í fjárlögum".
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar