Sport

AC Mílan í vandræðum

Keppni í ítölsku úrvalsdeildinni hófst í gærkvöldi. Meistarar AC Mílan lentu í kröppum dansi á heimavelli gegn Lívorno sem leikur nú í fyrstu deild í fyrsta sinn í 55 ár. Hollendingurinn Clarence Seedorf skoraði tvívegis fyrir AC Milan en Cristiano Luccarelli jafnaði metin í tvígang, úrslitin 2-2. Markverði AC Milan, Dida, var vísað af velli á sjöundu mínútu. Verona og Inter Mílan gerðu 2-2 jafntefli. Dejan Stankovic kom Inter yfir en Franco Semioli og Sergio Pellissier skoruðu tvívegis fyrir Verona. Brasilíumaðurinn Adriano jafnaði metin fyrir Inter. Aðrir leikir í fyrstu umferð verða háðir í dag. Leikur Sampdoría og Lazío verður sýndur beint á Sýn klukkan hálf sjö.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×