Allt er vænt sem vel er grænt 15. júlí 2004 00:01 Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira
Þótt nýjabrumið sé vissulega farið af Shrek og félögum er ekki annað hægt en að skemmta sér konunglega á þessum öðrum kapítula þökk sé drepfyndnu handriti og glænýjum persónum. Nú er komið að því að Shrek þarf að hitta tengdaforeldrana í fyrsta sinn. Lífsreynsla sem allir í heiminum, raunverulegum sem ímynduðum, eru nett óttaslegnir við. Ekki bætir úr skák að tengdaforeldrar Shrek eru konungbornir og hafa ekki hugmynd um að tengdasonurinn er stórt, illa lyktandi, grænt tröll. Shrek og frú ferðast til lands sem kallast "Lang-langt í fjarska" og minnir óneitanlega á Hollywood. Fjórfætta aðstoðardýr Shreks, Asni, er með í för og býður upp á endalaust grín. Svo virðist sem Eddie Murphy sé loks að fá langþráð "come back" og hlýtur að teljast nokkuð íronískt að það sé í þessu formi. Annar senuþjófur er Stígvélaði kötturinn sem er, í fyrsta lagi, ótrúlega vel hannaður (þrívíddarlega séð) og í öðru lagi frábærlega talsettur af spænska sjarmatröllinu Antonio Banderas. Eini dragbítur myndarinnar er Disney-legur boðskapurinn, illa falinn og nett móðgandi. Hvernig væri að treysta áhorfendum einu sinni til að lesa á milli línanna og draga sínar eigin ályktanir? Hápunktarnir, og þeir eru margir, hefja myndina samt upp og þegar leikar standa hæst og grínið er í algleymingi er hrein unun að sökkva sér inn í þennan litríka og stórskrýtna heim. Shrek 2 Leikstjórn: Andrew Adamson, Kelly Asbury Aðalhlutverk: Mike Myers, Eddie Murphy, Cameron Diaz Kristófer Dignus
Mest lesið Tíu stellingar sem örva G-blettinn Lífið Glæsihús augnlæknis til sölu Lífið Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Lífið Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Lífið Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó Menning Seld sú hugmynd að grannur líkami sé það eina sem er aðlaðandi Lífið Leita að krökkum til að taka þátt í alþjóðlegu tónlistarmyndbandi Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Vörur sem börnin geta erft Tíska og hönnun Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Hörkuhasar þótt persónusköpun skorti Bragðlaust eins og skyr með sykri Sambandslaus Hamlet Meðalmennskan plagar Brján Furðuleg forréttindablinda Slappur smassborgari Shine on, you crazy Íslendingar! Skömminni skilað Friðrik Ómar bauð upp á sveppi – og Villi hefði elskað það! Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Veisla fyrir augu og eyru Sjá meira