Sport

Murphy til Charlton

Enska knattspyrnuliðið Charlton Athletic gekk í dag frá kaupum á enska landsliðsmanninum Danny Murphy. Kaupverðið á Murphy, sem leikið hefur með liði Liverpool síðastliðin sjö ár, er 2,5 milljónir sterlingspunda eða rúmar 300 milljónir króna. Minnstu munaði að Murphy gengi til liðs við Tottenham en talið er að öruggt sæti í byrjunarliði hafi verið eitt af skilyrðum kappans. Þar sem nýráðinn þjálfari Tottenham, Jaques Santini, var ekki tilbúinn að lofa honum því ákvað Murphy að taka tilboði Charlton.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×