Einn ötulasti talsmaðurinn 29. júní 2004 00:01 Evrópusambandið - Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi. Fyrir nokkru síðan rakst ég á klausu á heimasíðu Evrópusamtakanna sem mér þótti allmerkileg. Klausan var þessi: "Einn ötulasti talsmaður Evrópu[sambands]sinna, Eiríkur Bergmann Einarsson, var þann 26. mars sl. í þættinum Nei ráðherra á Útvarpi Sögu". Það merkilega við umrædda klausu er auðvitað það að hér er um að ræða nákvæmlega sama manninn og reglulega tjáir sig í fjölmiðlaviðtölum um Evrópumál sem hlutlaus fræðimaður, nú síðast fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er líka um að ræða nákvæmlega sama manninn og situr í aðalstjórn áðurnefndra Evrópusamtaka sem hafa það að markmiði sínu að Ísland gangi í Evrópusambandið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega að því hvernig annars ágætur einstaklingur eins og Eiríkur Bergmann geti tjáð sig um málefni tengd Evrópusambandinu á hlutlausan hátt sem fræðimaður á sama tíma og hann er virkur þátttakandi í þeirri pólitísku umræðu sem um málefnið er? Það er einfaldlega ekki hægt að gera þá ósanngjörnu kröfu til Eiríks, eða hvaða aðila annars í sömu stöðu, að hann tjái sig hlutlaust um þessi mál. Ég á a.m.k. afskaplega erfitt með að sjá Eirík fyrir mér koma afstöðu pólitískra andstæðinga sinna í þessum málum á framfæri - a.m.k. ekki til jafns við sín eigin sjónarmið. Það verður einfaldlega seint trúverðugt að stjórnmálamönnum sé stillt upp í fjölmiðlum sem hlutlausum stjórnmálaskýrendum. Slíkt gengur eðlilega ekki upp. Yrði t.a.m. almennt tekið mikið mark á því ef lögfræðingurinn Davíð Oddsson kæmi fram í fjölmiðlum og tjáði sig um Evrópumálin á þeim forsendum að hann væri hlutlaus fræðimaður? Eða ef sagnfræðingurinn Ögmundur Jónasson gerði slíkt hið sama? Sennilega yrði ekki of mikið um það. En engu að síður þykir sumum fjölmiðlum hér á landi greinilega ekkert eðlilegra en að stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er á kafi í pólitískri umræðu um Evrópusambandið, sé kallaður í viðtal sem hlutlaus umsagnaraðili um þau mál. Sennilega sjá flestir hversu einkennilegt þetta fyrirkomulag er. Varla er slíkur hörgull á fræðimönnum hér á landi á sviði Evrópumála að nánast sé ekki hægt að leita til annarra stjórnmálaskýrenda en aðila sem eru virkir talsmenn ákveðinna pólitískra sjónarmiða í umræðum um Evrópusambandið? Ég vil hvetja íslenzka fjölmiðlamenn til að taka sér þetta til umhugsunar. Að staðið sé að málum með þessum hætti getur varla talizt í samræmi við þau faglegu vinnubrögð sem þeir vilja án efa vera þekktir fyrir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Evrópusambandið - Hjörtur J. Guðmundsson, sagnfræðinemi. Fyrir nokkru síðan rakst ég á klausu á heimasíðu Evrópusamtakanna sem mér þótti allmerkileg. Klausan var þessi: "Einn ötulasti talsmaður Evrópu[sambands]sinna, Eiríkur Bergmann Einarsson, var þann 26. mars sl. í þættinum Nei ráðherra á Útvarpi Sögu". Það merkilega við umrædda klausu er auðvitað það að hér er um að ræða nákvæmlega sama manninn og reglulega tjáir sig í fjölmiðlaviðtölum um Evrópumál sem hlutlaus fræðimaður, nú síðast fyrir nokkrum dögum síðan. Hér er líka um að ræða nákvæmlega sama manninn og situr í aðalstjórn áðurnefndra Evrópusamtaka sem hafa það að markmiði sínu að Ísland gangi í Evrópusambandið. Maður spyr sig því óhjákvæmilega að því hvernig annars ágætur einstaklingur eins og Eiríkur Bergmann geti tjáð sig um málefni tengd Evrópusambandinu á hlutlausan hátt sem fræðimaður á sama tíma og hann er virkur þátttakandi í þeirri pólitísku umræðu sem um málefnið er? Það er einfaldlega ekki hægt að gera þá ósanngjörnu kröfu til Eiríks, eða hvaða aðila annars í sömu stöðu, að hann tjái sig hlutlaust um þessi mál. Ég á a.m.k. afskaplega erfitt með að sjá Eirík fyrir mér koma afstöðu pólitískra andstæðinga sinna í þessum málum á framfæri - a.m.k. ekki til jafns við sín eigin sjónarmið. Það verður einfaldlega seint trúverðugt að stjórnmálamönnum sé stillt upp í fjölmiðlum sem hlutlausum stjórnmálaskýrendum. Slíkt gengur eðlilega ekki upp. Yrði t.a.m. almennt tekið mikið mark á því ef lögfræðingurinn Davíð Oddsson kæmi fram í fjölmiðlum og tjáði sig um Evrópumálin á þeim forsendum að hann væri hlutlaus fræðimaður? Eða ef sagnfræðingurinn Ögmundur Jónasson gerði slíkt hið sama? Sennilega yrði ekki of mikið um það. En engu að síður þykir sumum fjölmiðlum hér á landi greinilega ekkert eðlilegra en að stjórnmálafræðingurinn Eiríkur Bergmann Einarsson, sem er á kafi í pólitískri umræðu um Evrópusambandið, sé kallaður í viðtal sem hlutlaus umsagnaraðili um þau mál. Sennilega sjá flestir hversu einkennilegt þetta fyrirkomulag er. Varla er slíkur hörgull á fræðimönnum hér á landi á sviði Evrópumála að nánast sé ekki hægt að leita til annarra stjórnmálaskýrenda en aðila sem eru virkir talsmenn ákveðinna pólitískra sjónarmiða í umræðum um Evrópusambandið? Ég vil hvetja íslenzka fjölmiðlamenn til að taka sér þetta til umhugsunar. Að staðið sé að málum með þessum hætti getur varla talizt í samræmi við þau faglegu vinnubrögð sem þeir vilja án efa vera þekktir fyrir.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar