Málefni kvenna 26. október 2004 00:01 Kvennabaráttan kom til af illri nauðsyn þar sem staða kvenna var fótum troðin og ekki annað fyrir konur að gera en að rísa upp á afturlappirnar og berjast fyrir sínu. Staðan er þannig enn í dag að konur þurfa að berjast á vígvöllum jafnréttis og í sumum tilfellum hafa málin þokast fáránlega lítið. Það tekur langan tíma að snúa stóru skipi og allir þurfa að róa í sömu átt svo markmiðið náist en það virðist að margar konur taki þetta hlutverk sitt svo alvarlega að fátt annað kemst að, ef nokkuð. Meðvitund flestra um stöðu kvenna þokar þeim áleiðis og veitir meðvind en að vissu leyti getur hún virkað sem mótvindur. Hver einasta kona í stjórnmálum og áberandi stöðum er því marki brennd að vera kona í öllu því sem hún segir og gerir. Ef kona er ráðin í einhverja háttsetta stöðu þá er talið til hvort hún sé fyrsta konan sem gegnir stöðunni eða allavegana hvar hún er í röðinni og þannig er hún ekki aðeins að gegna starfinu sem hún er ráðin til heldur gegnir hún einnig því hlutverki að vera kona. Eins ef kona er rekin úr starfi þá er hún rekin úr starfi sem kona. Nýjasta dæmið um þetta er þegar Siv Friðleifsdóttir var látin víkja úr ráðherrastóli og Framsóknarkonur stukku allar upp á nef sér og allt í einu spruttu fram raddir kvenna sem aldrei höfðu heyrst áður sama hvað á hefur gengið í þjóðfélagsumræðunni. Hver vissi að allar þessar konur væru til? Þær sýndu þarna og sönnuðu samstöðukraft sinn og ekki virtust þær eiga í vandræðum með að ná athygli fjölmiðla en kusu að gera það í þessu máli öðrum fremur. Ekki hefur heyrst mikið í þessum konum síðan og þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þær hafi ekki áhuga á öðrum málum, eða hvort þær hafi ekki áhuga á að sinna öðrum málum á opinberum vettvangi. En mál Sivjar hefur dregið dilk á eftir sér og meðvitund kvenna endurvakin og umræðan aukist um konur. Katrín Júlíusdóttir þingkona ákvað að kveða sér hljóðs á þingi nú á dögunum þar sem hún gagnrýnir skipan í nefnd framkvæmdanefndar um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins en aðeins karlar voru skipaðir í nefndina. Hún spyr: "Mér fannst skjóta talsvert skökku við í umræðunni um jafnréttismál að fjórir karlar væru skipaðir í þessa nefnd og verð því að spyrja hvort hæstvirtum ráðherrum finnist þessi málaflokkur ekki koma konum við. Eða hverju sætir þetta?". Er hægt að skilja Katrínu sem svo að karlar séu ekki hæfir til að tala fyrir hagsmunum kvenna á þessu sviði sem öðrum? Eða eru konur einar hæfar til þess, og eru þær þá hæfar til að tala fyrir hagsmunum karla? Mikið hefur verið rætt um að ekki séu nægilega margar konur í stjórnmálum og hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda á boðstólum sérstakt stjórnmálanámskeið fyrir konur undir yfirskriftinni Láttu að þérkveða! Þar eru meðal annars í boði fyrirlestrar og umræður um konur og stjórnmál, konur og fjölmiðla, leiðtogahæfni kvenna og aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Þetta er agnið sem þær eiga að bíta á til að fá þær til starfa. Hugsanlegt er hinsvegar að konur vilji koma inn í stjórnmál á öðrum forsendum en bara til að auka hlut kvenna, ef til vill vilja þær einfaldlega koma inn á þeim forsendum að taka þátt. Svo virðist sem leið kvenna að stjórnmálum sé önnur en hjá körlum, og ekkert við það að athuga, hinsvegar verður það að leiða til einhvers meira en þess að búa til lið kvenna sem gerir ekki annað en að tala um málefni kvenna. Gæti það ekki verið mikilvægt fyrir kvennabaráttuna að konur láti að sér kveða án þess að hafa þá sterku meðvitund með sér að þær séu konur? Borið hefur á þeirri skoðun að erfitt sé að fá konur til að tjá sig um mál á opinberum vettvangi og hefur meðal annars Egill Helgason talað um hversu erfitt sé að fá konur til að koma og tjá sig í þættinum hans Silfri Egils. Hinsvegar virðist engir skortur á þeim þegar kemur að því að ræða um málefni kvenna og því er spurningin einfaldlega sú hvort konur hafi bara áhuga á að tala um það málefni? Er ekki eitthvað fleira sem þær vilja leggja til umræðunnar í þjóðfélaginu? Konur hafa sýnt að þær hafa ótrúlegan kraft og viljastyrk til að láta að sér kveða í kvennabaráttunni og geta gert ótrúlegustu hluti í krafti þess málefnis sem þær trúa á. Þær hafa sýnt að þær geta ruðst fram með skoðanir og breytt hlutunum, þær hafa jafnvel stofnað öflugan fjölmiðil, tímaritið Veru en allt hafa þær gert þetta til þess að koma málefnum kvenna á framfæri. Spurningin er hvort umræðan og stefnumálin sjálf hafi orðið markmið kvennabaráttunnar og gert hana þannig sjálfhverfa. Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Í brennidepli Kristín Eva Þórhallsdóttir Mest lesið „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Vér erum úr sömu sveit Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Réttlát leiðrétting veiðigjalda Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Sjá meira
Kvennabaráttan kom til af illri nauðsyn þar sem staða kvenna var fótum troðin og ekki annað fyrir konur að gera en að rísa upp á afturlappirnar og berjast fyrir sínu. Staðan er þannig enn í dag að konur þurfa að berjast á vígvöllum jafnréttis og í sumum tilfellum hafa málin þokast fáránlega lítið. Það tekur langan tíma að snúa stóru skipi og allir þurfa að róa í sömu átt svo markmiðið náist en það virðist að margar konur taki þetta hlutverk sitt svo alvarlega að fátt annað kemst að, ef nokkuð. Meðvitund flestra um stöðu kvenna þokar þeim áleiðis og veitir meðvind en að vissu leyti getur hún virkað sem mótvindur. Hver einasta kona í stjórnmálum og áberandi stöðum er því marki brennd að vera kona í öllu því sem hún segir og gerir. Ef kona er ráðin í einhverja háttsetta stöðu þá er talið til hvort hún sé fyrsta konan sem gegnir stöðunni eða allavegana hvar hún er í röðinni og þannig er hún ekki aðeins að gegna starfinu sem hún er ráðin til heldur gegnir hún einnig því hlutverki að vera kona. Eins ef kona er rekin úr starfi þá er hún rekin úr starfi sem kona. Nýjasta dæmið um þetta er þegar Siv Friðleifsdóttir var látin víkja úr ráðherrastóli og Framsóknarkonur stukku allar upp á nef sér og allt í einu spruttu fram raddir kvenna sem aldrei höfðu heyrst áður sama hvað á hefur gengið í þjóðfélagsumræðunni. Hver vissi að allar þessar konur væru til? Þær sýndu þarna og sönnuðu samstöðukraft sinn og ekki virtust þær eiga í vandræðum með að ná athygli fjölmiðla en kusu að gera það í þessu máli öðrum fremur. Ekki hefur heyrst mikið í þessum konum síðan og þá hlýtur sú spurning að vakna hvort þær hafi ekki áhuga á öðrum málum, eða hvort þær hafi ekki áhuga á að sinna öðrum málum á opinberum vettvangi. En mál Sivjar hefur dregið dilk á eftir sér og meðvitund kvenna endurvakin og umræðan aukist um konur. Katrín Júlíusdóttir þingkona ákvað að kveða sér hljóðs á þingi nú á dögunum þar sem hún gagnrýnir skipan í nefnd framkvæmdanefndar um stofnanakerfi og rekstur verkefna ríkisins en aðeins karlar voru skipaðir í nefndina. Hún spyr: "Mér fannst skjóta talsvert skökku við í umræðunni um jafnréttismál að fjórir karlar væru skipaðir í þessa nefnd og verð því að spyrja hvort hæstvirtum ráðherrum finnist þessi málaflokkur ekki koma konum við. Eða hverju sætir þetta?". Er hægt að skilja Katrínu sem svo að karlar séu ekki hæfir til að tala fyrir hagsmunum kvenna á þessu sviði sem öðrum? Eða eru konur einar hæfar til þess, og eru þær þá hæfar til að tala fyrir hagsmunum karla? Mikið hefur verið rætt um að ekki séu nægilega margar konur í stjórnmálum og hefur Sjálfstæðisflokkurinn til að mynda á boðstólum sérstakt stjórnmálanámskeið fyrir konur undir yfirskriftinni Láttu að þérkveða! Þar eru meðal annars í boði fyrirlestrar og umræður um konur og stjórnmál, konur og fjölmiðla, leiðtogahæfni kvenna og aukinn hlut kvenna í stjórnmálum. Þetta er agnið sem þær eiga að bíta á til að fá þær til starfa. Hugsanlegt er hinsvegar að konur vilji koma inn í stjórnmál á öðrum forsendum en bara til að auka hlut kvenna, ef til vill vilja þær einfaldlega koma inn á þeim forsendum að taka þátt. Svo virðist sem leið kvenna að stjórnmálum sé önnur en hjá körlum, og ekkert við það að athuga, hinsvegar verður það að leiða til einhvers meira en þess að búa til lið kvenna sem gerir ekki annað en að tala um málefni kvenna. Gæti það ekki verið mikilvægt fyrir kvennabaráttuna að konur láti að sér kveða án þess að hafa þá sterku meðvitund með sér að þær séu konur? Borið hefur á þeirri skoðun að erfitt sé að fá konur til að tjá sig um mál á opinberum vettvangi og hefur meðal annars Egill Helgason talað um hversu erfitt sé að fá konur til að koma og tjá sig í þættinum hans Silfri Egils. Hinsvegar virðist engir skortur á þeim þegar kemur að því að ræða um málefni kvenna og því er spurningin einfaldlega sú hvort konur hafi bara áhuga á að tala um það málefni? Er ekki eitthvað fleira sem þær vilja leggja til umræðunnar í þjóðfélaginu? Konur hafa sýnt að þær hafa ótrúlegan kraft og viljastyrk til að láta að sér kveða í kvennabaráttunni og geta gert ótrúlegustu hluti í krafti þess málefnis sem þær trúa á. Þær hafa sýnt að þær geta ruðst fram með skoðanir og breytt hlutunum, þær hafa jafnvel stofnað öflugan fjölmiðil, tímaritið Veru en allt hafa þær gert þetta til þess að koma málefnum kvenna á framfæri. Spurningin er hvort umræðan og stefnumálin sjálf hafi orðið markmið kvennabaráttunnar og gert hana þannig sjálfhverfa. Kristín Eva Þórhallsdóttir - kristineva@frettabladid.is
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun
Skoðun „Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir skrifar
Skoðun Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
„Ef hún hefði haft val, hefði konan mín þá kosið að láta heilabilunina hafa sinn gang?” Ingrid Kuhlman Skoðun
Er sanngjarnt að hækka virðisaukaskatt á mat og gistingu til að láta erlenda ferðamenn borga meira? Þórir Garðarsson Skoðun
Að vera eða ekki vera – hvað er raunverulegur árangur? Ásta Kristín Sigurjónsdóttir,Inga Hlín Pálsdóttir Skoðun