Umhugsunarefni fyrir flokkana 21. september 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Skoðanakönnunin sem Fréttablaðið birtir í dag um traust kjósenda á einstökum stjórnmálamönnum er athyglisverð. Davíð Oddsson utanríkisráðherra trónir í efsta sætinu með traust nærri 28% kjósenda að baki sér. Það er umtalsverð aukning frá því í vor þegar rétt um 20% voru sama sinnis. Jafnframt hefur verulega dregið úr óvinsældum ráðherrans. Er sennilegt að þar njóti hann skynsamlegrar eftirgjafar sinnar í fjölmiðlamálinu. Hinn nýi forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, er í þriðja sæti með rúmlega 16% atkvæða. Traust kjósenda á honum hefur ekki aukist svo neinu nemi frá síðustu könnun þrátt fyrir að hann sé orðinn forsætisráðherra. Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri grænna er í öðru sæti á listanum yfir þá stjórnmálamenn sem kjósendur bera mest traust til. Nefna tæplega 23% kjósenda nafn hans sem er nokkur aukning frá því á vordögum. Leiðtogar Samfylkingarinnar njóta mun minna trausts samkvæmt könnuninni. Aðeins 6% nefna formann flokksins, Össur Skarphéðinsson, og varaformaðurinn og fyrrum forsætisráðherraefnið, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, er nefnd af 9% kjósenda. Tölurnar sýna að ekki er einhugur um Davíð Oddsson meðal sjálfstæðismanna. Sú var tíð að hann naut trausts og álits langt út fyrir raðir sjálfstæðismanna en þeir dagar virðast liðnir. Á sama tíma og 28% segjast treysta Davíð best ætla nær 35% að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Þessu er öfugt farið með Halldór Ásgrímsson og Steingrím J. Sigfússon. Nokkru fleiri treysta Halldóri en ætla að kjósa Framsóknarflokkinn þótt ekki muni miklu. Aftur á móti er talsverður munur á stuðningi við flokk Vinstri grænna annars vegar og persónulegu áliti kjósenda á flokksformanninum. Tæplega 17% kjósenda styðja Vinstri græna, sem er veruleg fylgisaukning frá kosningunum í fyrra þegar flokkurinn fékk rétt innan við 9% atkvæða. Traust á Steingrími J. Sigfússyni nær út fyrir raðir flokksmanna; er rúmlega 6 prósentustigum meira en flokksins. Fylgi Samfylkingarinnar dalar svolítið í könnuninni, fer úr rúmlega 31% í tæplega 29%, en meiri ástæða er þó til að staldra við álit kjósenda á foringjum flokksins. Hvorki formaðurinn né varaformaðurinn njóta trausts í samræmi við flokksfylgið, jafnvel ekki þegar tölur þeirra eru lagðar saman. Þetta hlýtur að verða umhugsunarefni fyrir Samfylkingarfólk í ljósi þeirra erfiðu mála sem ráðherrar og flokkar ríkisstjórnarinnar hafa glímt við og þeirra miklu sóknartækifæra sem stjórnarandstöðuflokkunum hafa skapast. Svo virðist sem Vinstri grænir og foringi þeirra uppskeri best í stöðunni. Getur verið að ástæðan sé sú að kjósendum finnist Samfylkingin ekki greina sig nógu skarplega frá stjórnarflokkunum? Staða Ingibjargar Sólrúnar í könnuninni hlýtur að teljast óþægilega veik í ljósi þess að fyrir alþingiskosningarnar í fyrra var hún efst á blaði með fylgi nærri 38% kjósenda. Rétt er að hafa i huga að svarendum í könnun Fréttablaðsins var aðeins gefinn kostur á að velja á milli stjórnmálamanna. Þeir voru ekki spurðir um það hvort þeir bæru meira traust til annarra einstaklinga eða starfsstétta. Vísbendingar eru um að stjórnmálamenn séu ekki mjög hátt skrifaðir meðal þjóðarinnar. Gallup könnun í síðasta mánuði leiddi í ljós að aðeins 30% kjósenda eru jákvæðir gagnvart alþingismönnum en 42% eru neikvæð. Það er ógæfuleg niðurstaða þegar jafn mikilvæg starfsstétt á í hlut.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun