Höll minninganna í Hollywood 16. desember 2004 00:01 Einn þekktasti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood, Liz Manne, hefur samið við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund um kvikmyndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. "Liz Manne og eiginmaður hennar, Fred Burner, höfðu tekið sér helgarfrí og farið í Karíbahafið til að slaka á yfir helgi. Liz hafði gripið bókina með sér, las hana yfir helgina og hringdi beint í umboðsmann minn þegar hún kom til baka og lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa kvikmyndaréttinn," segir Ólafur Jóhann. Liz Manne er þekktur og virtur framleiðandi sem hefur komið að ýmsum framúrskarandi verðlaunamyndum á borð við Shine eftir Stanley Kubrick og The Player og Short Cuts eftir Robert Altman. Þá hefur Liz Manne hefur unnið með listamönnum á borð við Woody Allen, Jane Campion, David Cronenberg, Jim Jarmusch og Roman Polanski. Ólafur Jóhann lagði mikla áherslu á að íslensku senurnar yrðu teknar á Íslandi. Hann mun hafa nokkuð um handritið að segja og mun verða handritshöfundi innan handar við gerð handritsins. "Liz er þegar farin að undirbúa handrit og er að reyna að koma sér niður á handritshöfund og jafnframt leikstjóra. Mestu máli skiptir er að að andi bókarinnar skili sér og að persónur og sögusvið lifni í myndinni," segir Ólafur. "Meginþráður bókarinnar verður jafnframt meginþráður kvikmyndarinnar," segir Ólafur. Ólafur Jóhann segist aðspurður ekki eiga erfitt með að sjá fyrir sér skáldsöguna í kvikmyndaformi. "Ég sé þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Maður gerir það náttúrulega þegar maður skrifar bækur, maður ímyndar sér myndir ásamt hljóði, orðum, andlitum, málrómi og öllum fjáran sem þar kemur saman. Þetta er eins konar blik í hausnum þegar maður skrifar," segir hann. Hann segir hins vegar of snemmt að tala um hver leiki aðalhlutverkin, eða hver muni leikstýra, enda mun i kvikmyndatakan ekki hefjast fyrr en að öllum líkindum fyrr en 2006. "Nokkrir koma til greina í aðalhlutverkið en eigum við ekki að segja að það verði að vera einhver sem gengur nógu mikið í augun á kvenfólkinu," segir Ólafur og hlær við. Eftir nokkurn þrýsting lætur hann það uppi að einhver hafi nefnt Viggo Mortensen sem hugsanlega aðalpersónu. Spurður um kostnað segir hann að myndin verð ekki ódýr í framleiðslu. Hversu dýr hún verði vill hann ekki segja en neitar því ekki að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum króna. Þegar hann er spurður hve mikið hann fái greitt fyrir handritið segir hann: "Í mínum huga snýst þetta ekki um peninga. Samningar eru yfirleitt gerðir þannig að eitthvað er greitt fyrir réttinn en greiðslur til höfundar fara ekki fram fyrr en framleiðslan fer í gang og eru yfirleitt í hlutfalli við hversu dýr myndin er í framleiðslu," segir Ólafur. Ólafur staðfestir að greiðslur til hans gætu hlaupið á tugum milljóna. Innlent Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira
Einn þekktasti kvikmyndaframleiðandinn í Hollywood, Liz Manne, hefur samið við Ólaf Jóhann Ólafsson rithöfund um kvikmyndaréttinn að skáldsögu hans, Höll minninganna. "Liz Manne og eiginmaður hennar, Fred Burner, höfðu tekið sér helgarfrí og farið í Karíbahafið til að slaka á yfir helgi. Liz hafði gripið bókina með sér, las hana yfir helgina og hringdi beint í umboðsmann minn þegar hún kom til baka og lýsti yfir áhuga sínum á að kaupa kvikmyndaréttinn," segir Ólafur Jóhann. Liz Manne er þekktur og virtur framleiðandi sem hefur komið að ýmsum framúrskarandi verðlaunamyndum á borð við Shine eftir Stanley Kubrick og The Player og Short Cuts eftir Robert Altman. Þá hefur Liz Manne hefur unnið með listamönnum á borð við Woody Allen, Jane Campion, David Cronenberg, Jim Jarmusch og Roman Polanski. Ólafur Jóhann lagði mikla áherslu á að íslensku senurnar yrðu teknar á Íslandi. Hann mun hafa nokkuð um handritið að segja og mun verða handritshöfundi innan handar við gerð handritsins. "Liz er þegar farin að undirbúa handrit og er að reyna að koma sér niður á handritshöfund og jafnframt leikstjóra. Mestu máli skiptir er að að andi bókarinnar skili sér og að persónur og sögusvið lifni í myndinni," segir Ólafur. "Meginþráður bókarinnar verður jafnframt meginþráður kvikmyndarinnar," segir Ólafur. Ólafur Jóhann segist aðspurður ekki eiga erfitt með að sjá fyrir sér skáldsöguna í kvikmyndaformi. "Ég sé þetta fyrir mér á ákveðinn hátt. Maður gerir það náttúrulega þegar maður skrifar bækur, maður ímyndar sér myndir ásamt hljóði, orðum, andlitum, málrómi og öllum fjáran sem þar kemur saman. Þetta er eins konar blik í hausnum þegar maður skrifar," segir hann. Hann segir hins vegar of snemmt að tala um hver leiki aðalhlutverkin, eða hver muni leikstýra, enda mun i kvikmyndatakan ekki hefjast fyrr en að öllum líkindum fyrr en 2006. "Nokkrir koma til greina í aðalhlutverkið en eigum við ekki að segja að það verði að vera einhver sem gengur nógu mikið í augun á kvenfólkinu," segir Ólafur og hlær við. Eftir nokkurn þrýsting lætur hann það uppi að einhver hafi nefnt Viggo Mortensen sem hugsanlega aðalpersónu. Spurður um kostnað segir hann að myndin verð ekki ódýr í framleiðslu. Hversu dýr hún verði vill hann ekki segja en neitar því ekki að kostnaðurinn hlaupi á milljörðum króna. Þegar hann er spurður hve mikið hann fái greitt fyrir handritið segir hann: "Í mínum huga snýst þetta ekki um peninga. Samningar eru yfirleitt gerðir þannig að eitthvað er greitt fyrir réttinn en greiðslur til höfundar fara ekki fram fyrr en framleiðslan fer í gang og eru yfirleitt í hlutfalli við hversu dýr myndin er í framleiðslu," segir Ólafur. Ólafur staðfestir að greiðslur til hans gætu hlaupið á tugum milljóna.
Innlent Menning Mest lesið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Lífið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lífið Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Lífið Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Lífið „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Lífið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Kettir með engar rófur til sýnis Lífið Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Tíska og hönnun Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Fleiri fréttir „Áttum góða tíma og mjög ástríkt samband að mestu“ Ein sú fegursta komin á fast Drake fékk brjóstahaldarann frá Guggu í fangið Stjörnulífið: Gellurnar stóðu vaktina Lifði með fjögurra prósenta sjón án greiningar Adolescence, The Studio og Colbert komu, sáu og sigruðu Kettir með engar rófur til sýnis Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Sjá meira