Sport

Singh með forystu

Vijay Singh frá Fídjieyjum hefur forystu á PGA-meistaramótinu í golfi en hann lék þriðja hringinn í gær á 69 höggum og er á tólf höggum undir pari. Justin Leonard, sem lék á 70 höggum í gær, er einu höggi á eftir Singh en síðan koma fimm kylfingar á átta höggum undir pari: Ernei Else, Darren Clarke, Stepen Ames, Phil Mickelson og Chris Riley. Bein útsending frá mótinu hefst á Sýn klukkan hálf sjö í kvöld. Á myndinni sjást Singh og Leonard spá í spilin - eða púttin - á 16. holu í gær.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×