Vaskur eða tekjuskattur? 22. júní 2004 00:01 Í umræðu um hugsanlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefur hvort tveggja verið nefnt, lækkun tekjuskatts einstaklinga eða lækkun virðisaukaskatts. Því er ekki úr vegi að skoða hver áhrifin eru af hvorri aðgerð um sig á okkur skattgreiðendur. Áður hef ég reyndar rætt að ríkisstjórnin eigi alls ekki að leggja út í skattalækkanir á þessum tíma nema draga enn meira úr útgjöldum. Mest hefur verið rætt um lækkun á hinu almenna skattþrepi tekjuskatts einstaklinga sem nú er 25,75%. Í staðgreiðslu bætist við 12,83% útsvar sem rennur til sveitarfélaga. Væri tekjuskattshlutfallið lækkað myndi það hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem greiða tekjuskatt myndu óneitanlega hækka og bæta þar með afkomu þeirra. Lækkunin myndi væntanlega einnig lækka verð á ýmissi þjónustu og þar með hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú að innan við helmingur framteljenda greiðir einhvern tekjuskatt. Því myndi lækkun á skatthlutfalli tekjuskatts ekki nýtast nema hluta framteljenda og síst þeim sem hafa hvað lægstar tekjur. Önnur leið væri að hækka frádráttarliðina og vil ég þar nefna persónuafsláttinn. Persónuafsláttur er nú 27.496 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörkin eru 71.270 krónur á mánuði. Hækkun á persónuafslætti myndi nýtast mun fleiri einstaklingum en lækkun almenna skattþrepsins og nýtast best þeim sem eru með tekjur nálægt núverandi skattleysismörkum. Lækkun virðisaukaskatts myndi aftur á móti nýtast öllum. Það myndi leiða til lægra vöruverðs, svo framarlega sem samkeppni er næg, og lækka framfærslukostnað heimilanna. Spurningin er þá hvernig lækkunin myndi skiptast á milli skattþrepa. Almenna skattþrepið er sem kunnugt er 24,5%. Í lægra skattþrepinu, sem er 14%, eru matvörur, afnotagjöld útvarps, gisting, blöð, tímarit og bækur auk rafmagns og kostnaðar við húshitun. Samkvæmt vísitölu neysluverðs bera um 20% af útgjöldum meðalheimilis 14% virðisaukaskatt. Því myndi lækkun almenna þrepsins nýtast meðalheimilinu betur, en ef skattalækkunin ætti að nýtast hinum tekjulægstu ætti hún að beinast að lægra skattþrepinu, en þar eru matvælin. Hvaða leið er líklegt að ríkisstjórnin velji? Ef valið stendur á milli lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskattshlutfalls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Frá sjónarhóli ríkisins er vænlegra að lækka tekjuskattinn, því hægt er að lækka hann um mun fleiri prósentustig en virðisaukaskattinn fyrir sömu upphæð. Sé ríkisstjórninni hins vegar annt um hagstjórn myndi hún fresta skattalækkunum til að draga úr þenslu, sem kemur öllum vel þegar til lengdar lætur, og undirbúa skattalækkanir þegar verr árar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Í umræðu um hugsanlegar skattalækkanir ríkisstjórnarinnar hefur hvort tveggja verið nefnt, lækkun tekjuskatts einstaklinga eða lækkun virðisaukaskatts. Því er ekki úr vegi að skoða hver áhrifin eru af hvorri aðgerð um sig á okkur skattgreiðendur. Áður hef ég reyndar rætt að ríkisstjórnin eigi alls ekki að leggja út í skattalækkanir á þessum tíma nema draga enn meira úr útgjöldum. Mest hefur verið rætt um lækkun á hinu almenna skattþrepi tekjuskatts einstaklinga sem nú er 25,75%. Í staðgreiðslu bætist við 12,83% útsvar sem rennur til sveitarfélaga. Væri tekjuskattshlutfallið lækkað myndi það hafa þau áhrif að ráðstöfunartekjur þeirra einstaklinga sem greiða tekjuskatt myndu óneitanlega hækka og bæta þar með afkomu þeirra. Lækkunin myndi væntanlega einnig lækka verð á ýmissi þjónustu og þar með hafa áhrif til lækkunar verðbólgu. Staðreyndin er hins vegar sú að innan við helmingur framteljenda greiðir einhvern tekjuskatt. Því myndi lækkun á skatthlutfalli tekjuskatts ekki nýtast nema hluta framteljenda og síst þeim sem hafa hvað lægstar tekjur. Önnur leið væri að hækka frádráttarliðina og vil ég þar nefna persónuafsláttinn. Persónuafsláttur er nú 27.496 krónur á mánuði sem þýðir að skattleysismörkin eru 71.270 krónur á mánuði. Hækkun á persónuafslætti myndi nýtast mun fleiri einstaklingum en lækkun almenna skattþrepsins og nýtast best þeim sem eru með tekjur nálægt núverandi skattleysismörkum. Lækkun virðisaukaskatts myndi aftur á móti nýtast öllum. Það myndi leiða til lægra vöruverðs, svo framarlega sem samkeppni er næg, og lækka framfærslukostnað heimilanna. Spurningin er þá hvernig lækkunin myndi skiptast á milli skattþrepa. Almenna skattþrepið er sem kunnugt er 24,5%. Í lægra skattþrepinu, sem er 14%, eru matvörur, afnotagjöld útvarps, gisting, blöð, tímarit og bækur auk rafmagns og kostnaðar við húshitun. Samkvæmt vísitölu neysluverðs bera um 20% af útgjöldum meðalheimilis 14% virðisaukaskatt. Því myndi lækkun almenna þrepsins nýtast meðalheimilinu betur, en ef skattalækkunin ætti að nýtast hinum tekjulægstu ætti hún að beinast að lægra skattþrepinu, en þar eru matvælin. Hvaða leið er líklegt að ríkisstjórnin velji? Ef valið stendur á milli lækkunar tekjuskattshlutfalls og virðisaukaskattshlutfalls, þá er ljóst að fleiri myndu njóta góðs af lækkun virðisaukaskatts. Frá sjónarhóli ríkisins er vænlegra að lækka tekjuskattinn, því hægt er að lækka hann um mun fleiri prósentustig en virðisaukaskattinn fyrir sömu upphæð. Sé ríkisstjórninni hins vegar annt um hagstjórn myndi hún fresta skattalækkunum til að draga úr þenslu, sem kemur öllum vel þegar til lengdar lætur, og undirbúa skattalækkanir þegar verr árar.
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun