Sport

Keflavík mætir dönsku meisturunum

Keflvíkingar voru mjög ánægðir mótherjana í Bikarkeppni Evrópu en dregið var í riðla í München í Þýskalandi í gær. Keflvíkingar fengu með sér í riðil dönsku meistarana úr Bakken Bears, franska liðið Reims Champagne og portúgalska liðið CAB Madeira sem Keflvíkingar mættu einnig á sömu keppni á síðasta tímabili. Árangur Keflavíkurliðsins á heimavelli sínum á Sunnubrautinni í fyrra var frábær en liðið vann alla þrjá heimaleiki sína í riðlinum. Það var líka ljóst þegar leikjunum var raðað niður í Þýskalandi í gær að liðið spilar þrjá fyrstu leiki sína í keppninni á heimavelli á 15 dögum í nóvember en allir útileikirnir eru síðan spilaðir í kjölfarið og klárað mun fyrr en í fyrra en síðasti leikurinn fer fram 9. desember. Keflvíkingar lögðu mikið upp úr því að geta spilað tvo leiki í sömu ferð til að spara ferðakostnað sinn og það tókst. Liðið spilarí Danmörku7. desember og í Frakklandi tveimur dögum seinna. Keflvíkingar komust áfram í fyrra í átta liða úrslitin í fyrra en nú er keppnisfyrirkomulagið breytt. Það er þrír fjögurra liða riðlar og átta lið komast áfram upp úr þeim. Tvö efstu sætin tryggja sætið í átta liða úrslitum en þangað komast einnig tvö lið með bestan árangur af þeim sem eftir standa. Leikir Keflavíkur í evrópukeppninni: Keflavík-Reims 3. nóv. Keflavík-Madeira 10. nóv. Keflavík-Bakken 18. nóv. Reims-Keflavík 23. nóv. Bakken-Keflavík 7. des. Madeira-Keflavík 9.des



Fleiri fréttir

Sjá meira


×